Gjótuganga !

Í morgun lögðum ég og krakkarnir land undir fót og skelltum okkur upp gjótuna fyrir utan Lönd. Okkar á milli hefur hún alltaf verið kölluð "gilið" síðan við Friðrik afrekuðum að klífa það í maí fyrir tveimur árum. Jósef skutlaði okkur á upphafsstað og svo hófst gangan. Friðrik að sjálfsögðu í fararbroddi, næst Dýrunn og mamman rak lestina öryggisins vegna ef einhver skyldi missa fótana. Leiðin er brött en ferðin sóttist fljótt og vel. Við settumst þegar komið var á

toppinn og dáðumst að útsýninu,  það var fyrsta nestisstopp. Gjótuganga maí 2007 006

 

 

 

 Gjótuganga maí 2007 008

 

Já ekki er útsýnið dónalegt. Þegar nestistíma var lokið var

atkvæðagreiðsla, hvort við skyldum halda niður brúnirnar og niður á veg eða fara lengri leiðina heim, ungviðið valdi lengri leiðina. Friðrik var áfram foringi ferðarinnar og fílaði það vel og það mátti enginn fara framúr honum. Hjá vörðu einni sem hér sést fann Friðrik forláta prik sem var hans göngustafur og leiðarvísir þar sem eftir lifði ferðar.

Áfram hélt gangan og hjá Rjúpnabotnunum var mikið spekúlerað í rjúpnaskítnum og hvað álfarnir í klettunum myndu eiginlega hafa fyrir stafni. Gjótuganga maí 2007 017

Loks fórum við að nálgast byggð og þá var fólki farið að kólna því það var einhver vindbelgingur á móti okkur. Friðrik tók miðið á þrjá staura þar sem síðasti stoppustaður skyldi verða. Nú fékk Dýrunn að leiða hópinn og þá rak fyrrverandi forystusauður svo hressilega á eftir henni að þetta endaði í einum spretti. Rétt hjá staurunum var stigi yfir girðinguna. Móðirin gat sagt börnum sínum söguna af því þegar hún ásamt starfsmönnum Stöðvarhrepps setti þennan stiga upp fyrir x mörgum árum síðan. Í síðasta stoppinu var leynivopnið dregið fram, Nóa kropp til að gefa kraft síðustu metrana. Friðrik þáði eina kúlu svo við mæðgur urðum kampakátar og gæddum okkur saman á rest. Nú voru skilyrðin að enginn leiddi hópinn en hver skyldi hafa tekið af skarið, ójú, kemur engum á óvart, Friðrik blessaður.

Í heildina tók gangan 1 1/2 tíma og er ég mjög stolt af ungunum mínum sem örkuðu þetta alveg möglunarlaust. Nú er bara að finna aðra góða leið til að arka á góðum degi.

Kveðjur til ykkar allra !

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Frábært hjá þér litla sys. Það mættu fleiri foreldrar taka upp á svona athöfnum með börnum sínum. Maður fær bara nostalgíufíling að lesa frásögnina og sjá myndirnar. Langt síðan maður hefur krönglast um þessar slóðir. Nú er bara að fara að bæta gönguformið eftir páskastoppið svo maður geti boðið austfirsku fjöllunum birginn í sumar.

Sólmundur Friðriksson, 16.5.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Já kæri bróðir, í sumar verður það Mosfell, Steðji og Sauðabólstindur og svo styttri göngur sem henta smáfólkinu. Spurning hvort sá stóri (Sauðabólstindurinn) verði geymdur þar til þið visiterið Austurlandið, nema við systur klífum hann tvisvar, það er allt hægt. Ástarkveðjur

Solveig Friðriksdóttir, 17.5.2007 kl. 10:28

3 identicon

Sæl. Það er mjög gaman að lesa það sem þú skrifar svo þessi síða fer inn í bloggrúntinn ;)  Litlu fóstursys. eru mjög dugleg að hafa labbað þetta. Knús og kossar frá Ak -Erna

Erna (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband