"Sól í sinni"

Í morgun hafa eflaust einhverjir rekið nefið gegnum gardínurnar og blótað í hljóði eða upphátt. Snjóföl niður í miðjar hlíðar, slydda, rok og allt ómögulegt, OG ÞAÐ ER MIÐUR MAÍ ! Dagurinn jafnvel ónýtur hjá sumum og örugglega allt ómögulegt um helgina. Allt veðrinu að kenna. 

Þetta kemur mér alltaf til að brosa því fyrir mér er veður bara veður og eitthvað sem ég get engu breytt um. Ég valdi mér að búa á landinu þar sem allra veðra er von og valdi að vera sátt við veðrið. Mér þykir rok og slydda í maí ekkert spennandi og ég elska hlýja og sólríka daga og mild vor og sumarkvöld en ég er í jafn góðu skapi í dag og á sólardegi því ég vel það. Í dag vel ég að hafa sól í sinni.

Mergurinn málsins er að það er enginn annar en ÉG sem stjórna viðbrögðum mínum við, veðrinu, ömurlegum bílstjórum, pirrandi samstarfsmanni, börnum sem sífellt nuða "mamma mamma má ég..." o.s.frv. Þetta hefur gleymst að kenna einhvers staðar í ferlinu ansi víða og ég hugsa að við á klakanum kalda séum hátt á heimsmetaskalanum hvað tuð og pirring varðar, en það er bara mín skoðun.

Læt þetta duga í bili og dreg fram dúnúlpuna, trefilinn, húfuna og vettlingana og anda að mér fullt af fersku lofti á göngunni í vinnunaSmile.  Eigið frábæran föstudag og lítið heilræði í lokin:

" Besta uppeldið er að ala sjálfan sig upp og vera svo góð fyrirmynd"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Heyr, heyr! Algjör synd að vera eyða orku í að pirrast yfir einhverju sem við getum ekki breytt, eins og veðrinu. Um að gera að moka öllum neikvæðum husunum út í veður og vind og rýma til fyrir þeim jákvæðu og fylla sinnið af sól og bjartsýni 

Sólrún (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Hárrétt kæru systur! Ef fólk hugsaði oftar um alla þá dýrmætu hluti sem þeir telja sjálfsagða (heilbrigð börn, heilsu, velsæld... gæti haldið áfram endalaust) væri tuðið á undanhaldi. Heimsókn á síðuna hennar Lóu fyrrverandi nemanda míns, http://blomaros.bloggar.is , fær mann til að endurmeta lífið og þessa sjálfsögðu hluti. Og þetta með fyrirmyndirnar er að mínum dómi stórlega vanmetið fyrirbæri og mættu foreldrar hafa það að leiðarljósi við uppeldið.

Sólmundur Friðriksson, 21.5.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband