Færsluflokkur: Bloggar

Tiltekt....

Já hún er nauðsynleg annað slagið. Í gærkvöld var húsbóndinn svo myndarlegur að setja saman hillurnar sem ég pantaði fyrir nokkru í vinnuherbergið.  Skipulagið á skriftofunni var orðið svo villt eitthvað að fólki var ekki bjóðandi þar inn því hilluplássið fyrir dót og skjöl vantaði.  Ég er því að forfæra úr hillugarminum sem var að sligast undan öllu dótinu yfir í nýju hillurnar.  Nú get ég haft lagerinn minn á einum stað og bækur og skjöl á einum stað, Herbalife, jóga og persónulegu uppbygginguna, gaman gaman Smile.

Ég er búin að henda reiðinar býsn af pappírsdrasli sem ég kem aldrei til að skoða og þá er meira pláss. En þetta er bara byrjunin og nóg verk framundan, gott að dunda sér við það meðan rignir.

Kisa er enn ekki komin og ekkert til hennar spurst að því ég veit í það minnsta. Skrýtið að hún hafi ekki kikkað við og athugað hvort fólkið hennar væri komið. Ég hef heldur ekki séð svarta og hvíta fressið, hann hefur haldið á brott þegar ljóst var að hann fengi ekki lengur tveggja réttaða máltíð og að í hvert skipti sem hann lagði leið sína í garðinn kom einhver kerling út úr húsinu hoppandi og skoppandi með látum svo friðurinn var enginn.

 Nú er spurning hvort gámavöllurinn sé opinn í dag. Það er nefnilega geitungabú í bílskúrshurðinni minni og um leið og hún er opnuð þyrlast geitungagerið upp. Ég get því ekki hent pappadraslinu þangað. Það verður fjör í haust þegar þeir fara að flögra ráðvilltir um verkefnausir. Ég hef fína afsökun að ná ekki í sláttuvélina eða garðháhöld hehe. 

Við fáum aftur gesti um helgina og ætlum að verja tíma með þeim hér heima og svo eina nótt í Fögrulíð, ég er komin með fráhvarfseinkenni og hlakka mikið til að kúra í kyrrðinni þar. Friðrik keppir svo á fótboltamóti á Egilsstöðum á sunnudag. Okkur þarf því ekki að leiðast enda  er ég í það minnsta löngu hætt svoleiðis.

 Hafið það eins og þið viljið í sól eða regni...... 


Myndir... smá sýnishorn

Heil og sæl.  

 Við komumst heilu og höldnu heim á Stödda síðastliðinn fimmtudag, lendum á Kef tæplega hálf tvö aðfararnótt þriðjudags enn sveitt eftir hitann í Barcelona. Mikið var gott að finna svalan andvara og ekki var síðra að komast í sturtu í íslensku vatni :) Íslenskt er alltaf best Wink  Eitt skyggði þó á en rétt áður en við lentum í Keflavík uppgötvuðum við að taskan hennar Dýrunnar hefði orðið eftir á flugvellinum. Það var ekkert verðmætt í henni en samt hlutir sem höfðu tilfinningalegt gildi fyrir hana. Eins augnabliks gáleysi og gleymska hjá foreldrunum. Við vorum nefnilega búin að passa farangurinn eins og sjáaldur augna okkar á ferð okkar um Barcelona síðasta daginn okkar svo þetta var hálf kjánalegt.  Það er búið að gráta töskuna "sem ég (Dýrunn) fékk í afmælisgjöf frá Sólmundi" og nýja glossið, nýju spennurnar, litina og litabókina og stílabókina frá Stínu og fleira. Sem betur fer vorum við búin að taka Ipodinn hennar úr áður en við fórum í flugið en það hefði orðið stór sorg.  Svona er þetta og daman eignast nýtt gloss og spennur, liti og þess háttar fyrr en varir.

Við sváfum þá nótt í bænum og héldum svo til Akureyrar seinnipart þriðjudags og dvöldum fram á fimmtudag.

Mikið var gott að koma heim og þó það sé alltaf miklu meira en nóg að gera heimavið eftir svona reisu er það samt gott. Þvottavélin hefur farið ófáa snúninga síðustu daga og er enn að.

Við fengum góða gesti um helgina og þeir tóku þátt í afmælishátíðinni hér um helgina. Haldið var upp á afmæli Súlunnar, Skógræktarfélagsins og sundlaugarinnar. Heilmikið fjör og mjög gaman.

Eitt skyggði þó á ferðalagið en það er að Sóla blessunin virðist hafa farið á flakk. Hún var með góða umsjónarkonu sem kom á hverjum degi og gaf henni að borða og hún komst inn og út niðri í kjallara en hér er á sveimi svartur og hvítur kattarskratti sem fer inn um alla glugga og slæst og ólátast við aðra ketti. Sóla mín er með lítið hjarta og honum hefur líklegast tekist að flæma hana í burtu. Hann gerði sig líklegan til að koma í heimsókn um helgina en fékk ekki blíðar móttökur hjá húsfreyjunni og ef þið sjáið mig koma með látum úr húsinu með vatnskönnu í hendinni þá er ég að flæma hann í burtu. Þetta hefur verið eða er heimilisköttur meira svartur en hvítur og með rauða hálsól. Ég veit að hann er að gera fleirum lífið leitt.

Ég vona þó enn að Sóla kíki við og átti sig á að fólkið hennar er komið heim. Og ef þið sjáið hana skjótast um gráa og hvíta megið þið láta mig vita. Eitt er víst að hún spjallar ekki við ykkur þar sem hún er mjög hvekkt þegar hún er úti eins ljúf og góð sem hún er innandyra.

Ég setti nokkrar myndir í albúm sem hægt er að skoða hér til hliðar. Þetta er bara brotabrot af fílingnum úr ferðinni og ef þið viljið sjá meira eruð þið velkomin í kaffi í Hólalandið.

 Þangað til.... hafið það eins og þið viljið Grin


Frábær þjálfun og mikill sviti í Barcelona

Hæhó... Nú er þjálfuninni minni á Extravaganza lokið og stefnan verður tekin á Ísland seint annað kvöld (mánudag). 

Við komum til Barcelona á föstudag og fyrsta mál á dagskrá var að finna hótelið okkar. Hér á hótelinu (ef hótel skyldi kalla, að minnsta kosti þak yfir höfuðið með mjög fornri loftræstingu sem reyndist ágætist þvottaþurrkari) voru tvær Herbafjölskyldur ásamt okkur og við komum saman frá Tossa de Mar.

Fyrsta verk var að finna höllina, hún er í 20 mín göngufæri frá hótelinu og þangað örkuðum við í hitanum, með viðkomu í rándýrri útisjoppu sem selur grimmt enda rosalega mikið af ferðamönnum á þessu svæði. Röðin í skráningu var löng en gekk fljótt fyrir sig og skráningin gekk líka vel. Síðan skyldu leiðir og við tókum lestina niður á Römblu þar sem við römbuðum um, fengum okkur að eta því smáfólkið var skelfilega svangt og þar voru gæði matarins ekki í samræmi við verðið ónei. Við stöldruðum stutt við og fórum upp á spænska torgið sem er rétt hjá hótelinu okkar og horfðum á þegar gosbrunnurinn var settur í gang með tilheyrandi ljósashowi og tónlist, rosalega fallegt.   Set inn myndir síðar.

Laugardagurinn var tekinn mjög snemma og við vorum mætt upp á ólympíuleikvanginn klukkan sjö og 20 mín yfir hófst 5K hlaupið sem er styrktarhlaup sem Herbalife heldur og styrkir fátæk börn. 

Planið var að Dýrunn og Friðrik hlypu með mér en þegar upp var staðið fór Dýrunn einn hring með pabba sínum á leikvanginum og Svanhildi frá Eskifirði. Við Friðrik hins vegar hlupum hringinn og svo drjúgan hring úti, komum aftur á leikvanginn og þá hefði ég verið til í að hætta, hlupum annan hring úti, svo aftur á leikvanginum og tókum glæsilegan endasprett í mark. Reyndar sá ég á myndunum að það mætti bæta hlaupastílinn. Í fyrra sló ég persónulegt met og hljóp 5km í Köln en núna bætti ég um betur því þessir fimm km voru sex þegar upp var staðið og þetta hlupum við Friðrik alla leið. Stundum urðum við ósköp þreytt en peppuðum hvort annað áfram því við ætluðum ekki að gefast upp. Hversu lengi ég get haldið í við hann veit ég ekki en ég þarf þá að fara að æfa á fullu hehe en þess má geta að ég er ekki í neinu hlaupaformi.

Ég var mjög stolt af honum og þetta var mikið upplifelsi fyrir hann. Þegar við vorum pungsveitt að hlaupa síðasta hringinn okkar úti við segir hann allt í einu "Helvíti er ég ánægður með þetta Herbalifefólk", "nú" stundi ég "af hverju?" " Jú, það er svo duglegt að hreyfa sig og svo er það flest frekar grannt og svoleiðis".  Já eins gott að maður fari að standa undir þessu merki.

Nú þegar hlaupið var búið var sprettur upp á hótel, skyndisturta og svo fórum við sem vorum á leið á ráðstefnuna aftur upp í höll. Svitinn bogaði sem sagt enn af okkur þegar í höllina var komið og á öllum myndum er ég eins og glansandi grís hehe.

Þjálfunin á laugardag var mögnuð, hvert stórstirnið á fætur öðru sem fræddi okkur og hlóð sjálfstrausti á tankinn. Ekki á hverjum degi sem maður fær m.a. þjálfun frá Nóbelsverðlaunahafa, ónei og hann kom manni heldur betur til að hugsa um hjartaheilsuna sína.

Ný vara á leiðinni..... og líka til Íslands..... segi síðar frá því en við fengum hana öll til að prufa áður en hún kemur í ágúst. Mjög spennandi.

Jósef og krakkarnir skoðuðu neðanjarðarlestarkerfið og þvældust út og suður, fóru í dýragarð og ýmislegt fleira. Þau biðu eftir mér á hótelinu og við snæddum saman hér rétt við hótelið. Líklega ódýrasta máltíðin í ferðinni og alveg ljómandi góð. Það er nefnilega ekki svo ódýrt að snæða hér á Spáni. Hvað um það.  Síðan var skriðið í háttinn því dagurinn skyldi líka tekinn snemma í dag. 

Þjálfunin byrjaði klukkan níu og það var heljarinnar stuð. Um tvöleytið komu krakkarnir og Jósef inn og það var þokkalegt upplifelsi fyrir þau að sjá þetta allt saman. Dýrunn hafði séð fyrir sér svið og stóla fyrir framan en það var gott betra en það, 17 þúsund manns syngjandi og fagnandi er alveg töluvert.  Þau voru nú svolítið þreytt að hlusta á síðustu ræðumenn enda skildu þau ekki mikið í enskunni. Fannst þetta engu að síður spennandi og gaman að geta leyft þeim að sjá hvað ég er að upplifa.

Eftir þjálfun röltum við sveitt heim og enn var rúmlega 30 stiga hiti og hann hefur ekki farið undir það alla helgina og í gær fann Jósef mæli sem sýndi 39 gráður, já ekki skrýtið að maður skuli svitna. Við snæddum aftur á sama stað og í gær og nú með Herba vinum okkar af hótelinu, svo skyldu leiðir, Díana og co. til Tossa, Halldóra og co. til Ísl. í nótt og við svo á morgun.  Við höfum heilan dag í borginni á morgun og ætlum m.a. að skoða dómkirkjuna, eigum eftir að finna út hvar við geymum töskurnar, ekki gott að dröslast með þær í hitanum um bæinn.

Strákarnir (Friðrik og Jósef) fóru á bar að horfa á Spán-Ítalíu í boltanum og ég vona að þeir komi með vatn því birgðirnar okkar eru búnar og þorstinn sækir á.

Nú ætla ég að leita að nettengingu svo ég geti sent þetta í loftið, myndir koma síðar ...... Adios.....

 


Íslenskur 17. júní, heldur betur og svo bara steik...

Halló halló. Vid erum hér enn, tad er svo stappad í einu tolvuna á hótelinu ad ég hef haldid mig til hlés.

Takk fyrir kvedjurnar ad heiman. Wink

17. júní rann upp nokkud bjartur og fagur og vid vorum fyrst ad skella fánanum upp. Ekki slaemt ad halda upp á tjódhátídardaginn med Herbalife fólki á leid á rádstefnu tví vid erum med alvoru fána á stongum og alles og tad var flaggad á fimm svolum.

Nú tad átti ad sjálfsogdu ad fagna a stondinni hehe, en eftir hadegi tykknadi upp og vid bidum fyrstu skúrina af okkur í lobbíinu. Nú svo var lagt af stad og tad var frekar íslensk stemning í vedrinu, kalt og hráslagalegt. Vid vorum ekki komin langt tegar himnarnir hrundu gersamlega yfir okkur og vid leitudum skjóls undir búdarmarkísum. 

Tad stytti upp og á strondina komumst vid, áttum tar ca 15 hráslagalegar mínútur og tá fór aftur ad rigna. Vid fórum tví heim med íslenska fánann okkar og skottid á milli lappanna. Tetta var samt mjog skemmtilegt og lídur aldrei úr minni. Tounge

Sídan tá hefur verid sól og svakalega heitt á okkar maelikvarda, úff úff. Vid fórum í vatnagard í gaer og tad var gaman. Vid Dýrunn héldum okkur í litlu sundlauginni medan fedgarnir voru í hradari brautum. Vid sáum hofrungasýningu og páfagaukasýningu og tetta var alveg ljómandi.

Í dag hofum vid steikt okkur vid laugina, nidri á stond og svo aftur vid laugina til ad nota sídasta daginn okkar í Tossa. Jósef er nett raudur eftir daginn og vid hin voda útitekin. Maelikvardinn á gaedi frísins liggur ekki í brúnku heldur notalegheitum og afslappelsi.

Á morgun er tad Barcelona og tá fer tetta frí ad lída undir lok. Ég maeli 100% med Tossa, hér er yndislegt ad vera og hingad kem ég orugglega aftur.

Bid ad heilsa í bili......... Sólarkvedjur.... Cool


Bara notalegt ...

Ekkert nýtt í fréttum nema ad tetta er bara notalegt, ójá. Ekkert stress bara afslappelsi. Ég hef samt verid dugleg ad gera jóga, mjog hentugt seinnipartinn tegar strákarnir horfa á fótbolta, tá er dúllirísstund hjá okkur stelpunum. Fór í kroftugan gongutúr í morgun og var ad leka nidur úr hita tegar ég kom heim. Baerinn er tad lítill ad tad tekur ekki langan tima ad labba hringinn. Ég hef reyndar ekki farid í haedirnar en tad bídur.

Í gaer flatmogudum vid vid sundlaugina ásamt Íslendingunum, Herbalife vinum okkar sem baettust í hópinn í fyrradag. Planid er ad flatmaga á strondinni í dag. Tek fullt af myndum til ad setja inn tegar vid komum heim.

Bidjum ad heilsa og hafid tad eins og tid viljid.

P.S. Exemid er á undanhaldi, fékk svo ljómandi gott medal sem sló strax á kládann svo ég turfti ekki lengur ad ganga eins og kraftajotunn hehe.

Adios.... 


Dagur 3, doksi og markadur heimsóttur

Já tokkalegt er tad. Kerlan skellti sér í eitthvad ofnaemi svo i morgun var farid i ad leita laeknis. Tad kostadi augun úr ad vísu en tar sem familían er vel tryggd treystum vid tvi ad tad fáist endurgreitt. Ég fékk krem og toflur og treysti ad tad fari ad minnka. Ég get haldid mig í sólinni bara med hendur nidri tví útbrotin eru undir handakrikunum (ákvedinn kostur hehe).

Í dag er líka markadsdagur og vid kikkudum a hann. Tar er haegt ad kaupa ýmislegt á gódu verdi. Vid erum nú mjog hófsom og missum okkur ekki í neina vitleysu. Krokkunum var svo heitt ad tau skelltu sér á sundlaugarbakkann til ad kaela sig medan eg var i laeknastandinu. 

Ég hef enn ekki leitad ad íslensku stofunum í tolvunni en tetta er alveg vid haefi ekki satt ?

Tetta er heitasti og sólríkasti dagurinn og meira en nóg fyrir krakkana ad snúast í sólinni nidri í bae. Vid dveljum tví líklega vid sundlaugina og fáum okkur rolt seinnipartinn eda í kvold.

Bless í bili...... 


Tossa dagur eitt

Erum komin til Tossa á fyrsta degi og hér er alveg dásamlegt ad vera. Vedrid var hentugt fyrir Íslendinga, lítil sól og tad rigndi meira ad segja svolíid. Tetta er flottur stadur og nóg af flottum gonguleidum. Er ekki búin ad finna alla íslensku stafina og tíminn ad renna út í maskínunni.

Hafid tad eins og tid viljid á klakanum HeartKvedja 


Tossa de Mar..... here we come :)

TossaEftir eina viku, á þriðjudagsmorgni skreiðumst við á fætur og horfum út um gluggann.  Þetta er ekki alveg sjónarhornið sem við höfum því við verðum aðeins nær ströndinni, hún verður í seilingarfjarlægð.

Í tíu daga ætlum við að sóla okkur og skoða okkur um í nágrenni Tossa og verjum svo þremur dögum í Barcelona þar sem ég fer á Herbalife ráðstefnu meðan Jósef og krakkarnir skoða borgina og gera eitthvað skemmtilegt.  Ekki veitir af að hlaða Herbalife batteríin af meiri orku, slíkt og þvílíkt er stuðið að ég hef aldrei vitað annað eins. Var að gera minn allra besta mánuð frá því ég byrjaði, bæði í smásölunni og kennslulaununum. Ekki leiðinlegt start á sumrinu.

Ég gef engin loforð um bloggfærslur, fer allt eftir tengingum og hvort ég nenni yfir höfuð að setjast of mikið við tölvuna í fríinu nema ef ég skyldi senda viðskiptavinum vörur gegnum netið, allt svo auðvelt á þessari tækniöld.  Það kemur í ljós.

Við keyrum suður á föstudag og nóg að gera þessa tvo daga fram að för. Ég er furðu róleg í niðurpökkun, er aðeins að læra að það sé betra að hafa minna en meira og geri mitt besta í að fara eftir því. 

Ég fer á námskeið á laugardag "Þú ert það sem þú hugsar2" og hlakka mikið til að læra enn meira hvernig ég get nýtt með allt sem ég lærði á fyrra námskeiðinu og hef nú þegar nýtt mér vel.

Að öðru leyti ætlum við að hafa það rólegt, láta bjóða okkur í mat hér og þar og verja 5 ára brúðkaupsafmælinu okkar á sunnudaginn með Hafdísi og Sóla og þar fáum við líklega eitthvað gott í mallann ef ég þekki mágkonu mína rétt.

Bestu kveðjur í bili, bíðið spennt hvort ferðasagan birtist hér eða ekki og hafið það nákvæmlega eins og þið viljið.  Heart


Sjómannadagur

Allt í einu áttaði ég mig á því að það er komið rúmt ár frá því að ég opnaði bloggsíðuna mína. Já mikið líður tíminn hratt.  Pistil sjómannadagsins í fyrra tileinkaði ég karli föður mínum og geri það enn í dag. Hugurinn reikar óneitanlega alltaf til hans dagana fyrir sjómannadag og á deginum sjálfum.  Í minningu hans skírði ég Dýrunni mína á sjómannadegi. 

Það er ósköp gott að fletta upp í minningunum því þær eru svo ljúfar.  Glettnin og húmorinn og æðruleysið. Í dagsins önn koma oft upp skemmtileg minningabrot þar sem tilsvörin hans eða eitthvað uppátæki koma við sögu.  

Eitt sinn var hann að ganga hjá gamla kaupfélaginu og systurnar Dandý og Helga voru í bíl þar hjá. Eitthvað stuð var á dömunum eins og nærri má geta og önnur galaði út um gluggann til pabba "Komdu nú hérna og kysstu mig". Ekki leist sömu dömu á blikuna þegar hann gerði sig líklegan til að taka þessu góða tilboði. Tounge

Þegar ég keypti mína fyrstu þvottavél í Raftækjaverslun Íslands voru mamma og pabbi með í för. Ungur afgreiðslumaður afgreiddi okkur og var líklega að selja sína fyrstu þvottavél, ja í það minnsta var hann ekki orðinn öruggur í því sem hann var að gera. Pabbi sá þarna forláta pönnu sem hann ætlaði að kaupa en að sjálfsögðu eins og honum var lagið spurði vesalings afgreiðslumanninn sem var nógu mikið á tauginni hvort hann fengi pönnuna ekki í kaupbæti fyrst við værum að versla svona stóran hlut. Hann átti engin orð greyið. Cool

En ég þakka honum í huganum fyrir að hafa hvatt eða eiginlega rekið mig á hjónaball á Stöðvarfirði sama ár og þvottavélin var keypt ´97.  Ég kom heim um jólin og stóð á heilmiklum tímamótum. Hafði lítið komið austur nema í smá helgarskrepp og fann að ég var einhvern veginn að tapa tengslunum við þetta litla samfélag (auðvitað ekki fjölskylduna mína).  Mig langaði ekkert á hjónaballið og ætlaði bara að vera heima og hafa það notalegt með bók og Mackintosh við hönd. Þetta voru síðustu jólin hans pabba og krabbinn búinn að banka upp á án þess að við vissum það þá og hann var ekki í ballstuði.  Þegar ég sagðist ekki ætla að fara, rétti hann mér aðgangseyrinn að mat og balli og sagði "ég vil að þú farir fyrir mig og mömmu þína".   Ég fór á mat og ball og þegar kom að kokkinum skellti ég mér að sjálfsögðu í dansinn. Þegar tónlistin hætti stóð fyrir framan mig náungi sem ég vissi að var nýfluttur á Stöðvarfjörð og vann á skrifstofu hreppsins.  Dansinn var við hæfi, tangó og þeir sem þekkja Jósef vita að hann er ekki mikill dansmaður, svo það var stigið á tær vinstri hægri en þessi skrykkjótti dans kom þó ekki í veg fyrir að við hefðum áhuga á að kynnast nánar.  

Framhaldið vitið þið að mestu og ég flutti austur í ágúst árið eftir nokkrum dögum eftir að pabbi blessaður kvaddi þessa jarðvist.

Fáninn verður dreginn að hún í minningu hans, hátíðarhöld fara framhjá okkur þetta árið því nota á þurrkinn í garðvinnu þar sem við leggjum í víking í lok vikunnar. Við skreppum eflaust inn í kirkjugarð í kaffi hjá karli og fáum okkur hundasúrur, hann á alltaf nóg af þeim.

Hann situr eflaust hjá okkur og segir einhverja brandara, eflaust að rifna úr monti yfir þriðja langafabarninu.

Hafið það eins og þið viljið Heart


Sundlaug Stöðvarfjarðar...

...er okkar annað heimili þessa dagana. Dýrunn er enn of ung til að fara ein í sund svo ég skottast með henni á hverjum degi og sleiki sólina, í lauginni, pottinum eða á bekknum ef það er ekki gustur. Þegar sólin fer á bak við ský ætla ég að synda svolítið. Í veðurblíðunni síðustu daga hefur freknum fjölgað svo um munar og ég fer bráðum að verða brún ef þær ná að tengjast allar saman. Þetta er fínn undirbúningur fyrir sólina á Spáni sem við heimsækjum eftir tvær vikur akkúrat. Cool

Greyið garðurinn hefur verið vanræktur svo um munar greyið í blíðunni en það stendur til bóta. Ég er komin með gróðurkassa sem ég á reyndar eftir að púsla saman og gulrótarfræin og radísurnar fara niður áður en við förum út. 

Það eru vordagar í skólanum og þið getið fræðst um þá á heimasíðu skólans á www.austurbyggd.is/grunnskoli . Í morgun vorum við í Nýgræðingnum og þar var heldur betur tekið til hendinni, borið í brú, bekki og pall, kurli stráð á drjúgan hluta af göngustígnum, trjábolir bornir úr "skóginum", dauðar greinar hreinsaðar af svæðinu, einnig rusl og birki gróðursett. Engin smá vinna sem fór fram á fjórum tímum. Á morgun förum við til Kárahnjúka í blíðunni og það verður bara gaman. Við förum öll úr skólanum, bæði nemendur og starfsfólk.

Bið að heilsa út í blíðuna  Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband