Færsluflokkur: Bloggar
Hvað er ....
Mánudagur, 19. maí 2008
.... bleikröndótt að neðan, bleikt og svart að ofan, ljós hárlubbi út í loftið og þessi bleika samsetning er að klifra upp stiga í rigningu í Hólalandinu rétt fyrir átta á mánudagsmorgni og á Crocks skónum ????
Já það er nú ég sjálf á náttfötunum. Nýstárleg líkamsrækt eða hvað? Í morgun var bíllinn settur í gang til að koma börnunum í skólann en það gerist varla hér á bæ. Friðrik var haltur og aumur eftir tæklingu gærkvöldsins á sparkvellinum og átti í mesta basli að koma sér og skólatöskunni niður í skóla. Og þar sem ég var enn á náttbuxunum og það rigndi þá tók ég fljótari kostinn, bílinn.
Í þann mund sem ég lokaði á eftir mér útidyrunum heyrði ég smell, ó boy... ég var ekki búin að taka úr lás. Læst úti á náttbuxunum með næturgreiðsluna (sem er by the way frekar pönkuð þegar ég er svona stutthærð).
Ég tók einn rúnt niður að Skuld til að athuga með lífsmark því Sólrún er með aukalykil en þar var engin hreyfing sjáanleg. Ég fór því svalaleiðina, ekki í fyrsta sinn svosem og núna var þó stigi undir svölunum, síðast raðaði ég upp einhverjum spýtum og togaði mig svo upp. Ágætis líkamsrækt þó ég blotnaði örlítið við að klofa yfir grindverkið, kom mér í það minnsta til að vakna 100% og ganga til minnar vinnu hér heima, það er nefnilega sæludagur, mánudagur til sælu heitir það hér því þá gefst mér næði til að vinna að Herbalife og ýmsu sem þarf að dedúa við í ró og næði.
Helgin var róleg og við nýttum okkur þjónustu Sundlaugar Stöðvarfjarðar út í ystu æsar. Á laugardag var glampandi sólskin og ég steikti mig í pottinum í tæpa tvo tíma meðan Dýrunn og Kolbrún léku sér í lauginni. Aftur fórum við í gær, reyndar var sólin í fríi en potturinn var passlegur fyrir mig svo það voru aðrir tæpir tveir tímar. Ég fékk smá far eftir laugardaginn og er því ekki alveg eins og hvítur hundaskítur, voða montin. Líður líka öllu betur í skrokknum við allan þennan hita.
Ég þarf að passa mig að verja húðina vel og vandlega og á til þess súper dúndur vörur að sjálfsögðu frá Herbalife. Radiant C húðmjólk með sólarvörn, algerlega ómissandi og svo er dagkremið, bæði Nourifusion og Skin Activator með vörn upp á 15, sólar og veðra svo það hentar allt árið um kring, ótrúlega þægilegt.
Nú er talið niður að Barcelona og ströndin á Tossa sést í hillingum.............daman búin að fá sér bikiní, hitt dó í fyrra svo það var kominn tími á nýtt. Krakkarnir orðnir spenntir og vinna sér inn farareyri á hverjum degi með því að hjálpa til við húsverkin.
Njótið vikunnar eins og þið viljið.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mömmumont !
Föstudagur, 16. maí 2008
Já nú ætla ég að gefa mér það bessaleyfi að monta mig örlítið af "litla" tónlistarmanninum mínum
Friðrik var ekki hár í loftinu þegar ljóst var að hann hafði töluverða músík í sér. Mjög fljótur að læra lög og einstaklega lagviss að sögn föðurins . Hann hefur verið að læra á píanó sl. tvo vetur, fyrst í hálfu námi og svo í heilu námi í vetur.
Hér sjáið þið afrakstur af vortónleikunum..... myndgæðin ekki upp á sitt besta enda tekið á litlu Canon vélina okkar. Ég veit ekki hvort hristingurinn í lokin er vegna geðshræringar Jósefs eða að hann hafi gleymt sér og byrjað að klappa en líkt og vanalega er kappinn fljótur að hlutunum svo fljótur að pabbi hans var ekki alveg tilbúinn að byrja myndatökuna. Þið sjáið það á því hve fljótur hann er að yfirgefa sviðið.
Samspil hans og Örvars er skemmtilegt, þeir hafa náð vel saman í vetur og Friðrik er svo spældur yfir því að hann ætli að hætta hjá okkur að hann er að spá í að skipta yfir á gítarinn. Sjáum hvað setur með það.
Ég missti því miður af tónleikunum þar sem ég var að kenna jóga á Reyðarfirði. Mér þykir því einstaklega vænt um að eiga þetta litla myndbrot.
Þau systkinin sungu bæði nokkra vorsöngva með 1.-3. bekk og gekk það ljómandi vel enda mikið söngfólk á ferð. Það náðist því miður ekki nógu góð mynd til að skella með.
Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr ! Ég hef aðallega hugsað mér að ganga um mela og móa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gróandinn...
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Fyndið hvað allt er fljótt að taka við sér. Grasið sprettur eins og því sé borgað fyrir það, blómin spretta í beðinu mínu og byrjuð að blómstra, allt án þess að ég hafi gert nokkuð til að flýta fyrir. Yndislegt vor þó nú hafi komið smá kul aftur.
Nóg hefur fólkið haft fyrir stafni, við vörðum Hvítasunnuhelginni fyrir Norðan hjá fjölskyldu Jósefs og það var mjög ljúft. Magakveisa hefur aðeins verið að hamra á mannskapnum og ég fékk lengri útgáfuna, velgju og óþægindi í tæpa viku áður en eitthvað gerðist og þá sem betur fer ekki upp . Gott að eiga nóg af Aloe vera og Florafibre til að slá á einkennin þegar svoleiðis bankar upp á. Ég náði samt að halda fyrirlestur á svokallaðri HOM kynningu á Akureyri áður en mesta velgjan skall á og það var bara gaman.
Krakkarnir nutu sín í botn með frændsystkinum og voru dugleg að heimsækja laugarnar svo þetta var hin ljúfasta ferð. Ég hvíldi gönguskóna og var mest í lágréttri stöðu enda skást þannig. Enduðum svo ferðalagið í götuveislu í Fellabæ í dýrindis súpu og góðu meðlæti í góðu veðri við varðeld við Lagarfljótið. Komum heim angandi eins og eftir sinubruna. Það þótti krökkunum ekki leiðinlegt, ónei.
Þar sem veikindi herja sjaldan á mig kann ég ekki alveg að höndla það að vera ekki á fullum snúningi og svona skemmtilegheit eins og heimsóttu mig sem vita ekki hvort þau eru að fara eða koma eru frekar hvimleið hehe. Ég reyni mitt besta að taka því með æðruleysinu, draga andann djúpt og hlakka þeim mun meira til að komast á hressandi göngu. Allt tekur enda um síðir.
Jóganámskeiðin mín eru að styttast í annan endann og senn líður að skólalokum, prófin framundan hjá krökkunum og svo vordagar, þá ætlum við að gera margt skemmtilegt. Segi frá því síðar.
Bið að heilsa í bili og skelli mér í jógafötin.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vítamín fyrir hugann...
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Þessa sendingu fékk ég frá Jim Rohn í gær. Ein af hans góðu áminningum út í lífið.
******************************************************************************
Health
Some people don´t do well simply because they don´t feel well.
Some people take better care of their pets than they do themselves. Their animals can run like the wind and they can barely make it up a flight of stairs.
Make sure the outside of you is a good reflection of the inside of you.
Treat your body like a tepmle, not a woodshed. The mind and body work together. Your body needs to be a good support system for the mind and spirit. If you take good care of it, your body can take you wherever you want to go, with the power and strength and energy and vitality you will need to get there.
Take good care of your body. It´s the only place you have to live.
******************************************************************************
Ef þið viljið fá póst frá Jim Rohn getið þið skráð ykkur á www.jimrohn.com og fengið vikulega pistla.
Hafið það eins og þið viljið elskurnar í allan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grænir fingur...
Mánudagur, 5. maí 2008
Ótrúlegt hvað vorið hleypur í fingurna á mér hehe. Ég hef aldrei verið annáluð blómakona eða ræktandi af einhverri gerð en þegar vorið kemur langar mig í blóm og jurtir vinstri hægri. Mig hefur lengi langað að koma upp einhvers konar matjurtarrækt í garðinum en einhvern veginn hafa hugmyndirnar sofnað og sumarið liðið áður en nokkuð hefur komist í framkvæmd. Nú er allt að gerast, þrjár væntanlega myndarlegar paprikuplöntur komnar í stofugluggann, steinselja í potti og sólblómið fína (borðum reyndar ekki af því) frá Fjarðabyggð. Og líka örræktun á dverggulrótum og radísum, varð smá misskilningur en ræktandinn mikli hélt að hægt væri að sá í bakka og umpotta svo.
Næsta skref er að stinga upp eitt stykki blómabeð fyrir framan svefnherbergisálmuna (hljómar vel) og koma þar fyrir matjurtakössum eða einhverju þvílíku þar sem ég get ræktað alvöru gulrætur og radísur ásamt káli. Planið var að Jósef myndi smíða kassa fyrir mig en það var líka planið í fyrra svo það er spurning hvaða leið ég fer, er með nokkrar hugmyndir í bankanum.
Þetta er náttúrulega bara gaman, krakkarnir hafa gaman af að fylgjast með og frábært að geta borðað sína eigin ræktun. Hver veit nema ég verði hinn mesti ræktandi þegar fram líða stundir. Stefni að því.
En aftur að sólblóminu. Fjarðabyggð sendi íbúum sínum fræ af sólblómi um daginn með leiðbeiningum um hvernig ætti að koma því af stað. Ég keypti tilætlaðan pott á Egilsstöðum og setti fræið í mold. Og viti menn, tveimur dögum síðar var það sprottið upp úr moldinni, já ég talaði fallega til fræsins hehe og bað það að vaxa fljótt og vel. Nú rúmlegri viku frá því það reis upp úr moldinni er það orðið eins myndarlegt og sjá má á myndinni. Það er líka keppni í gangi og í ágúst sendum við mynd af blóminu okkar sem verður væntanlega orðið nokkuð voldugt ef fram fer sem horfir. Ekki vantar mig sólríka glugga ónei svo það eru kjör aðstæður. Krakkarnir eru spenntir og fylgjast vel með vextinum.
Hér sjáið þið blómið...
Bestu kveðjur inn í vikuna til ykkar sem staldrið við og gefið ykkur tíma að lesa brotabrot af því sem gerist í tilverunni okkar í Hólalandinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónlistin er algjör sálarhreinsun...
Sunnudagur, 4. maí 2008
Í dag skelltum við okkur á tónleika í kirkjunni á Djúpavogi. Ég, mamma, Friðrik og Dýrunn lögðum í ferðalag í grenjandi rigningu. Ekki rigndi mikið í kirkjunni og þetta var hin mesta skemmtun. Í fyrri hlutanum söng kirkjukór Djúpavogskirkju lög úr ýmsum áttum, létt og skemmtilegt prógramm. Svo kom kaffihlé með smákökum og kaffi og ekki versnaði dagskráin eftir hlé.
Þá byrjaði Berglind Einarsdóttir með fallegan einsöng eftir Bach og það var hrollur og tár í augum meðan hún söng. Hún var svo sannarlega búin að koma þeim í hvarmana fyrr þegar hún tók sóló með kórnum fyrir hlé. Þá hrundu þau niður á kinnar Já ég er æðislega meyr þegar ég heyri svona fallegan söng.
Síðan færðist svaka fjör í leikinn og Kristjana Stefánsdóttir söng ásamt undileik frábærra tónlistarmanna. Þar var blús blús blús og enginn smá kraftur.
Svo sannarlega á sig leggjandi að aka einn klukkutíma hvora leið til að hlýða á þessa frábæru dagskrá. Þetta var lokaatriðið á Hammondhátíðinni og það eina sem ég sótti að þessu sinni en ég er þess fullviss að ég kem næstu Hammondhátíð inn á dagatalið og fer á fleiri viðburði.
Fyrir krakkana var þetta fulllangt og Dýrunn fékk sér smá lúr á heimleiðinni.
Maí er farinn af stað og það er mega átak í gangi enda styttist í ströndina og að skvísan spóki sig í nýja bikiníinu. Nóg af hreyfitækifærum framundan, matarplan Luigi Gratton hjá Herbalife og góða skapið alltaf með í för.
Hafið samband ef þið viljið fræðast um hópinn okkar sem vex með hverjum degi enda til mikils að vinna .........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jákvæðni-neikvæðni
Föstudagur, 2. maí 2008
Þetta þykir mér alltaf skemmtilegt umhugsunarefni. Hvort ertu meira jákvæð/ur eða neikvæð/ur? Hollt að skoða það hjá sjálfum sér.
Í eina tíð sveiflaðist ég oft inn í neikvæðnina, þetta var ómögulegt..., gat ekki þetta vegna þess að .... aðrir leiðinlegir..... af hverju var ég í þessum aðstæðum..., af hverju, af hverju, af hverju?? Ýmsar vangaveltur á þessu sviði.
Daglega sjáum við oft hvað neikvætt hugsanamynstur er ríkjandi í samfélaginu. En hvar greinir á milli? Er hægt að vera 100% jákvæður eða 100% neikvæður? Það held ég ekki, sá jákvæði verður á stundum eitthvað neikvæður og væntanlega er eitthvað jákvætt hjá þeim neikvæða.
Þeir sem eru jákvæðir, hugsa meira í lausnum heldur en vandamálum. Þegar einhver hindrun bankar upp á vinna þeir í að finna lausn á þessu máli og nota það sem gott innlegg í reynslubankann. Þeir hafa oft skýra sýn á markmiðin sín og vinna í átt að þeim, leyfa sér að eiga drauma.
Þeir neikvæðu velta sér upp úr vandamálum, sjá oft hverja hindrum sem stærðarinnar vandamál og velta vöngum fram og til baka hvað þeir séu nú alltaf óheppnir.
Í Baujunni (www.baujan.is) er kennd aðferð til að minna sig á að hugsa jákvætt. Einfalt, auðvelt og áhrifaríkt. Þá ímyndum við okkur að hjól snúist í kollinum á okkur. Þegar það snýst áfram erum við að hvetja okkur áfram: ég get þetta, ég er frábær., þetta gengur vel, ég skal, ... allt það jákvæða sem getur hvatt okkur og styrkt. Og með því að snúa hjólinu eins mikið áfram og við getum erum við á leiðinni að búa til sterkan einstakling.
Nú það gerist hjá öllum að hjólið snýst stundum aftur á bak og stundum fer fólk á fullt að bjóta sig niður.... get ekki, vil ekki, kann ekki, finnst asnalegt, af hverju ég..... o.s.frv. Ef við snúumst í þessa átt daglangt erum við ekki að búa til sterkan einstakling.
Hvernig snýst hjólið þitt? Snýst það meira áfram? Frábært, haltu áfram á þeirri braut. Snýst það meira aftur á bak ? Frábært, þá hefur þú verk að vinna við að koma því áfram.
Í mínu tilfelli tók ég ákvörðun um að vera meira jákvæð en neikvæð því mér þykir betra að líða vel en illa og með jákvæðninni líður mér auðvitað betur.
Það var ákveðið atvik í mínu lífi sem varð til þess að ég tók þessa ákvörðun. Ég ætlaði að leggja árar í bát og vorkenna sjálfri mér en minn betri helmingur sagði þessa snilldar setningu, "ekki líta á þetta sem vandamál, líttu á þetta sem tækifæri". Atvikið var þarna og afleiðingarnar verða um ókomin ár en þessi eina setning kom mér á slóðina að sætta mig við það sem gerst hafði og finna styrk til að takast á við hlutina. Við höfðum jú komið okkur sjálf í þessar aðstæður, gleymist stundum að við sköpum okkar aðstæður sjálf.
Þegar upp er staðið var þetta ótrúlegt tækifæri, tækifæri fyrir mig að eflast og styrkjast og hefur í framhaldinu opnað margar nýjar og spennandi dyr á mínu ferðalagi.
Hvernig ætlar þú að láta hjólið þitt snúast í dag ? Mitt snýst áfram, áfram, áfram og hiklaust segi ég speglinum að ég sé alveg frábær og líður vel með það. Hefur þú prófað að segja speglinum hvað þú ert frábær?
Spakmæli dagsins: Ég brosi við lífinu - og lífið brosir við mér. G.B.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1. maí
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Skartar sínu fegursta, mildur og fagur. Friðrik var vakinn af sólinni þar sem ekki eru komnar myrkvunargardínur síðan rimlagardínan hrundi. Hann kippti sér ekki upp við það og dreif sig á fætur svo glaður og ánægður með þetta góða veður. Eftir morgunverð skellti sér hann á sparkvöllinn og hefur verið þar meira og minna síðan enda snjórinn að verða alveg farinn af honum, restin fer líklega í dag.
"Núna er sumarið komið" sögðu þau bæði af hrifningu yfir þessu góða veðri.
Sólin hefur nú samt falið sig á bak við skýin en veðrið er enn jafn milt og yndislegt.
Húsfreyjan er í eldhúsinu að baka fyrir kaffi sem verður í kirkjunni á eftir. Eldri borgarar á Suðurfjörðum hittast í messu á uppstigningadag og á eftir er kaffi. Í ár er messan hér og Súlan sér um kaffið og fær smá fjáröflun út úr því. Ég bakaði dýrindis kryddbrauð í frábæru rafmagnspönnunni minni í gær en feilaði mig aðeins á hitanum svo botninn varð svolítið svartur. Ekki gott að láta eldri borgara brjóta gómana við að bryðja hann. Ég skellti því í aðra portion og hún fór í ofninn. Mér tókst samt að baka bananabrauð á pönnunni og það var alveg dejligt enda var ég á aðeins vægari hita.
Um síðustu helgi skelltum við okkur niður á bryggju og ætluðum aldeilis að veiða grimmt. Dýrunn með nýju veiðistöngina sína sem hún fékk í sumargjöf og þau bæði í nýjum björgunarvestum. Kolbrún og Eyþór slóust í hópinn og þetta var hin ánægjulegasta stund þó fiskurinn hafi ekki fest sig á krókana í þetta sinn. Gengur bara betur næst.
Hér sjáið þið skvísurnar tilbúnar í slaginn:
Mig dauðlangaði að skella mér á blústónleika á Djúpavog í kvöld á Hammondhátíðinni þeirra en setti fyrir mig að finna pössun og allt eftir því. Ætla í staðinn að bjóða mömmu að bjóða mér á tónleika á sunnudaginn í kirkjunni á Djúpavogi á sunnudaginn. Frábært framtak hjá þeim að halda þessa hátíð ár eftir ár með frábærum tónlistarmönnum og góðri aðsókn.
Jæja, best að athuga hvort kryddbrauðið er að verða tilbúið.....hafið daginn eins og þið viljið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barcelona project ..
Föstudagur, 25. apríl 2008
Það er í fullum gangi þessa dagana. Þannig er að fjölskyldan ætlar í sumarfrí til Barcelona í júní. Það verður bæði yndislegt letilíf og líka vinnuferð því við endum ferðina á Extravaganza hjá Herbalife.
Nú þegar maður fer í frí er gott fyrir smáfólkið að hafa smá aur á milli handanna og foreldrarnir leggja stundum meiri vinnu á sig mánuðina fyrir frí til að hafa líka meira skotsilfur í fríinu. Því var þessu verkefni komið á. Hugmyndina fékk ég hjá stórvinkonu minni sem er með mikið hugmyndaríki (að sögn sonar hennar) og felst í því að börnin leggja af mörkum ákveðna vinnu við heimilisstörfin vikulega (allt sniðið að aldri og getu að sjálfsögðu) og allt sem þau gera aukalega að eigin frumkvæði gefur plús og evrur í ferðasjóðinn.
Heimilið hefur sjaldan verið jafn snyrtilegt jafnvel þó það hafi verið mikið at hjá foreldrunum undanfarið og oft fer ýmislegt á hvolf við það og safnast upp. Allir hafa gaman af og við sjáum fram á lítið kvabb í ferðinni um að kaupa hitt og þetta smálegt þar sem þau verða með sinn farareyrir.
"Mamma, má ég vaska upp, hljómar oft þessa dagana". Hér eru þau systkinin í uppvaskinu í morgun. Jú jú við erum með uppþvottavél en þetta er svo gaman.
Ég kenndi í fyrsta sinn í gær samskiptanámskeið úr Baujunámsefninu mínu fyrir hóp og það var á skemmtifundi hjá Slysavarnarsveitinni á Fáskrúðsfirði, kvennadeildinni nánar tiltekið sem er að halda upp á 73 afmæli sitt. Geri aðrir betur. Þarna voru samankomnar rúmlega 20 konur á öllum aldri og það var mjög gaman og gekk vel.
Nú er bara að finna fleiri hópa og ef þið vitið um samstarfshópa sem vilja fræðslu má benda á mig
Við erum með pælingar um jógalandið sem mig langar að útbúa í kjallaranum, ætlum að fá í heimsókn sérfræðing sem sagar niður veggi og fá ráð hjá honum. Þetta er víst ekki alveg eins einfalt og við héldum því það gæti þurft einhver leyfi og svoleiðis. Það kemur allt í ljós þegar hann hefur skoðað.
Jóganámskeiðin ganga vel og alltaf gaman að sjá framfarir og dásemdarbrosið eftir slökun. Fæstir gera sér grein fyrir hvað slökunin er endurnærandi og okkur lífsnauðsynleg.... eitt af því sem frætt er um í Baujunni
Sumardagurinn fyrsti var færður yfir á föstudag, í gær var ég í önnum við námskeiðsundirbúning, Jósef jú að vinna, rauðir dagar eru stundum ekki rauðir þegar menn eru í hans starfi svo við krakkarnir ætlum að hafa það notalegt í dag, förum í sund og slöppum af.
Við náðum smá göngutúr í gær í þokunni, gengum inn að Steinasafni, niður í fjöru og alveg að smábátahöfninni. Vorum heppin að vera með poka því undan snjónum koma flöskur í massavís. Þau eru að safna flöskum og við komum heim með fullan poka. Komum við á Brekkunni og þau fengu sér kökur og djús, síðan slóst Jósef í hópinn og við fórum út á Sólhól og skoðuðum breytingarnar sem hafa orðið á því húsi. Þetta er eins og í sögunni um litla ljóta andarungann... ótrúleg breyting á einu húsi. Skoðið flottu heimasíðuna þeirra www.solholl.com rosa flott síða.
Sundið bíður og spurning hvort það verður brunað á Eskifjörð eða í Egilsstaði... hm... það er svo ljómandi góður ís í Söluskálanum... stefnan tekin þangað.
Hafið það eins og þið viljið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Svífandi á skýi.
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Það má eiginlega segja að ég svífi á skýi eftir helgina. Heimferðin í gær keyrandi um Suðurlandið og austurúr var eins og skottúr svo margt höfðum við Helga að ræða eftir stórkostlega Herbalife helgi. Hver toppurinn á fætur öðrum og sportráðstefnan á sunnudag með Luigi Gratton var rosalega mögnuð. Fræddi okkur heilmikið, svaraði mörgum spurningum og fyrst og fremst byggði upp sjálfstraust út í gegn. Margt spennandi framundan og gaman að sjá hvað íþróttaheimurinn er að taka við sér varðandi þessa frábæru næringu. Ég er að lesa bókina hans og hún er rosalega fróðleg.
Nú er nóg framundan við að púsla vinnum saman (skóli, Herbalife,jóga) svo allt fái sinn hluta. Á sumardaginn fyrsta verð ég með slysavarnarkonum á Fáskrúðsfirði og fræði þær um skemmtilegt efni. Hlakka mikið til þess.
Fuglarnir syngja vorsönginn daginn út og daginn inn og lyfta lundinni í hæstu hæðir. Ég hlakka mikið til að arka af stað með stafgöngustafina mína til að vinna í lokahnykknum í mótuninni ef ég á að eiga séns í verðlaunin í heilsuhópnum mínum .
Spakmæli dagsins: Ég BEINI SJÓNUM að því sem þarf að gera. G.B.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)