Færsluflokkur: Bloggar

Síðan mín...

... er BARA  skrýtin þessa dagana, allt út og suður, var búin að breyta flestu í samt horf í gær og svo bingó nýtt útlit í dag. Smile  Dreg andann djúpt og er þess fullviss að mbl fólkið nái að laga þetta smátt og smátt Grin.

 "Frelsið felst í hugarfarinu" G.G.B. 


- Jóga í ágúst -

Langar að segja ykkur frá því að ég býð upp á jógatíma í ágúst í litla jógalandinu mínu. Nánari upplýsingar á www.jogalandsollu.blogspot.com

Þið afritið þessa slóð bara inn í vafrarann ykkar ef þið viljið kíkja á og skella ykkur í jóga. Ég hef verið að kenna 1-3 og að vera í svona rólegu og notalegu rými gerir ótrúlegustu hluti, meiri einbeiting, meiri upplifun og dásamlegheit í alla staði Smile.

Ég er búin að leggja línurnar með jóganámskeið á Stöðvarfirði á haustönn, byrja í sept.  og auglýsi það um miðjan ágúst.  Hef ekki ákveðið hvort ég legg land undir fót og fer á aðra firði og það kemur þá í ljós. Mig langar að benda á að það tekur ekki nema um 30 mín að keyra hingað frá Reyðarf. 20 mín frá Fásk. og 15 frá Brv.  vegalengdir sem menn sitja ekki fyrir sig í Reykjavíkinni Wink og lítið mál ef 2-3 slá saman. 

Eftir bileríið á Mbl hefur ýmislegt dottið út á síðunni minni og ég kíki á það við tækifæri, nenni ekki að stressa mig yfir því enda vera mín hér mér aðallega til gamans.

Hafið það eins og þið viljið um verslunarmannahelgina, gangið hægt um gleðinnar dyr og keyrið miðað við aðstæður HeartHeart


-Útilega í garðinum-

Gærdagurinn markaði ákveðin tímamót hjá okkur hjónakornunum. Við ákváðum að tjalda Grána gamla, tjaldvagninum sem við keyptum fyrir nokkrum árum og hefur ekki verið tjaldað í tvö ár. Ég var þess fullviss um að hann væri orðinn fullur af raka og hreinlega ónýtur og taldi víst að næsta skref yrði að keyra hann á gámavöllinn. 

Hann reyndist vera skraufþurr og allt í góðu lagi. Við vissum að það þyrfti að styrkja undirstöður undir svefnrýminu  og það leysti húsbóndinn á snilldar hátt. 

Þetta dunduðum við okkur við í rólegheitum og útkoman varð sú að Gráni gamli stendur bísperrtur úti í garði og hefur aldrei verið eins vel uppreistur hjá okkur.

Þar sem Dýrunn er ekki með ofurminni á ýmislegt sem gerst hefur í hennar barnæsku líkt og Friðrik (og ég þegar ég var lítil)  man hún ekki eftir gistinóttum sínum í vagninum. Það var því brugðið á það ráð að við mæðgur sváfum úti í garði. Það var mjög notalegt enda hlýtt í veðri (við kyntum auðvitað líka). Um þrjúleytið vaknaði Dýrunn og þurfti að pissa, það var því farinn leiðangur inn í pissuferð, skriðið aftur inn í vagn og við sváfum þar til klukkan var langt gengin í tíu og nota bene það er þokkalegt útsofelsi hjá mér sem tek daginn yfirleitt  snemma á virkum dögum.   Við hófum daginn með góðan skammt af fersku súrefni í æðunum.

Það var aðeins minnst á hvort við ættum að fara bara í útilegu um verslunarmannahelgina en ákveðið að láta Króksmótið duga og þangað brunum við aðra helgina í ágúst með Grána í eftirdragi og biðjum veðurguðina um stillt veður, að minnsta kosti meðan við reisum þann gamla, reynslan hefur kennt okkur að ekki er gott að hafa vind þegar honum er púslað saman. Nokkrir úr fjölskyldunni  geta vitnað um það eftir fyrstu uppsetningu á ættarmóti í Snæhvammi þegar við fukum næstum á haf út  í mestu kviðunum. Það var mikil áreynsla á hjónabandið en það stóðst þær hremmingar. 

Hafið það eins og þið viljið, heima eða að heiman Grin

 


Búin að yngja upp...

Já um heil 10 ár. Sá gamli var orðinn svolítið þreyttur þó hann sé enn nokkuð seigur var kominn tími á að skipta honum út og fá sér annan sprækari. Samt ótrúlegur kraftur í honum en ég var farin að hafa smá áhyggjur af því að hann hefði ekki nægilegt úthald fyrir mig. Ég á eftir að sakna hans.

Ég fékk mér ekki einn 31 árs gæja, auðvitað bíl enda engin ástæða til að skipta Jósef út Grin Hann er alveg vel sprækur.  

Það er mikil gleði á heimilinu og börnin hafa bara ekki séð flottari bíl, það eru alls konar hólf í honum og flottheit hehe.  En í öllu falli öruggari ferðamáti fyrir fjölskylduna.

Við fengum hann lánaðan fyrst, við dömurnar, ég, Dýrunn og mamma fórum í stelpuferð í Egilsstaði sl. föstudag og í göngunum kom í ljós að eitthvað amaði að greyinu. Á Reyðarfirði skoðuðu Jósef og samstarfsmenn hjá Eimskip gripinn og í ljós kom að hjólalega var að gefa sig. Hún fékkst ekki á Reyðarfirði en var til á Egilsstöðum og okkur tjáð að í lagi væri að keyra rólega uppeftir sem og við gerðum. Það gekk áfallalaust en bíllinn orðinn svo til bremsulaus þegar við komum í Egs. enda fór bremsuborðinn þegar þetta bilaða dót hitnaði upp úr öllu valdi.

Við tók bið í Shellskálanum og svo á verkstæðinu þar sem ég skoðaði alla nýju bílana og lét mig dreyma um að aka heim á einum slíkum (hlakka til þegar það verður einn daginn).

Þegar ljóst var að við kæmumst ekki heim á gamla rauð fengum við Subaru Forrester lánaðan og það var ekki snúið. Á þriðjudag gekk ég frá samningi og fékk kaupanda að gamla rauð og það voru meira að segja tveir sem buðu í hann. Gott að vita að hann verði áfram á svæðinu blessaður.

Stelpuferðin varð því frekar óspennandi en Dýrunn átti yndislegt tilsvar meðan við vorum að bíða eftir Jósef á Reyðarfirði. Í útvarpinu var sagt frá því að Nelson Mandela væri orðinn níræður. Ég segi við Dýrunni, "Nelson Mandela er orðinn níutíu ára, veistu hver hann er ?" Dýrunn hugsar sig um "Neeeeeei, ég veit það ekki, er það veitingastaður?". Smile

Stundum breytast plön, ég hafði engan áhuga á Subaru, ætlaði að fá mér bíl sem eyddi rosalega litlu, hef ekki séð annað en Skoda og aftur Skoda o.s.frv. en þessi heillaði mig og þá er gott að hafa sveigjanleika og breyta um stefnu.

Líkt og í lífinu, þó við séum að stefna í ákveðna átt geta opnast nýjar dyr á leiðinni sem vert er að kíkja inn um, stefnan breytist kannski og við förum aðra leið en við ætluðum í upphafi að settu marki og skiptum jafnvel alveg um skoðun en í staðinn  uppskerum við þroska og meira víðsýni.  

Hvað á þá betur við en þetta frábæra spakmæli af spjöldunum sem ég keypti á Hellnum á Snæfellsnesi:

"Ég fagna hverju TÆKIFÆRI til að þroskast". G.G.B.


Steðjinn- bara flottur

Í gær skelltum við Sóli okkur á Steðjann í blíðunni. Hér niðri var gola og ég átti von á góðri kælingu á leiðinni upp en eftir því sem ofar dró hitnaði hressilega en reyndar gustaði á toppnum.  Þokan byrjaði að læða sér inn þegar við náðum toppnum en við villtumst ekki á leiðinni niður.

Þó ég hafi búið hér í firðinum fríða svolítið lengi er þetta í fyrsta sinn sem ég heimsæki Steðjann, búin að vera lengi á leiðinni og loksins lagði ég af stað. Ég var ekki svikin og útsýnið maður lifandi. Myndirnar segja meira en mörg orð og ég læt þessar duga.........Hafið það eins og þið viljið Smile

 

 Steðjinn 006Steðjinn 008

 

 

 

 

 

Steðjinn 011Steðjinn 014


Núna..

læt ég duga að setja inn smá speki af og til svo andlitin sem reka inn nefið hafi eitthvað nýtt að sjá Tounge. Ég fékk þetta sent í morgun í tövupósti og ó mæ god hvað það er þarft á köflum að minna sig á það.

"Allt sem angrar okkur í fari annarra getur leitt til frekari skilnings á okkur sjálfum."     

-Carl Gustav Jung

 

Hafið það eins og þið viljið Wink


-Spakmæli-

Ég á góða bók sem heitir Vísdóms spor og í henni eru mörg góð spakmæli.

 Hér er eitt til þeirra sem hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsa um þá: Þeir sem eyða tímanum í áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um þá, myndu sleppa því ef þeir vissu hve sjaldan aðrir hugsa um þá. Grin

 ------

Viskan og gæskan eru tvíburasystur og elski maður aðra þeirra, hlýtur maður að elska hina, því þær eru alltaf saman.   William Cowper

-------

Besta vitnið um visku einstaklingsins er umburðarlyndi hans gagnvart eigin afglöpum.  F.L.R

 

Og í lokin...

 

Það hefur ekkert upp á sig að láta reka á reiðanum og dreyma um að verða eitthvað- þú verður að vita hvað þetta eitthvað er. Wink

 

 


Herbalifeskóli..... Eyjafjarðasveit og Nikulásarmót.

Já það er hægt að segja að fólk hafi farið víða um helgina.  Fjölskyldan keyrði til Akureyrar seinnipart fimmtudags. Leiðir skildu svo seinnipart föstudags, ég flaug suður á Herbaskóla, Jósef og Friðrik ásamt Jökli sem var fóstursonur Jósefs um helgina héldu á Nikulásarmótið á Ólafsfirði. Dýrunn hélt í sveitina með frænku sinni í sumarbústað. Þar dvaldi hún í góðu yfirlæti, ýmist á trampólíninu eða í heita pottinum eða að skottast eitthvað með frændsystkinum sínum.  Ég slóst í hópinn með þeim seinnipart laugardags þegar ég kom frá Reykjavík og fór líka á trampólínið og í heita pottinn Grin.

Svo kikkaði ég á Nikulásarmótið og sá síðasta leikinn hjá liðinu hans Friðriks. Þeir stóðu sig ljómandi vel og það var mjög gaman að sjá þá. Á næsta móti verð ég sko örugglega allan tímann. Það viðraði nokkuð vel á kappana en nokkrum sinnum yfir helgina helltu himnarnir úr skálum sínum og það gerðist einmitt í síðasta leiknum líka. Það var hlaupið út í bíl að leita að einhverju til að breiða yfir mig og Egle svilkonu mína sem var með mér.  

Eftir stutta viðkomu á Akureyri í  læri og meðlæti hjá tengdó var haldið heim og hingað komum við rétt undir miðnætti. Mannskapurinn var ósköp þreyttur og allir sváfu eitthvað nema bílstjórinn ég sem tók við hjá Mývatni.

Veðrið var yndislegt þegar við komum, blankalogn og ef ég hefði ekki sjálf verið orðin þreytt hefði ég verið til í að fara í göngutúr.

Hér er mynd af liðinu hans Friðriks eftir fyrsta leikinn. Hann er í öftustu röð, já með ljósasta hárið, Sommi hvað hehe. Glöggir Stöddarar kannast eflaust við einn fýr af þjálfaraliðinu. Síðasti leikurinn var á móti stelpuliði og þeir voru hálf ragir á móti þeim enda náðu þeir þeim sumum í öxl. Áðurnefndur maður kallaði "Þið eigið ekki að bera virðingu fyrir þeim inni á vellinum, þó þið eigið að gera það utan vallar".  N.B. þetta heyrðu nú fáir og það náði ekki til liðsins enda spiluðu þeir eins og sannkallaðir herramenn og unnu leikinn 2-0.

Nikulásarmót´08 011

 

Spurning dagsins : Hvað fékkst þú þér í morgunverð í morgun

Ég get heldur betur frætt ykkur um margt varðandi hann og mikilvægi þess að næra líkamann rétt í upphafi dags.  


Gott ferðanesti...

Þar sem fyriliggjandi er ferðalag og fótboltamót er við hæfi að útbúa eitthvað ferðanesti handa fótboltakappanum og pabbanum til að maula yfir helgina.

 Pizzusnúðar eru alltaf vinsælir, ég fann fína uppskrift og eftir mína meðhöndlun lítur hún svona út (Já ég betrumbæti uppskriftir alltaf eftir mínu höfði).

 

Fótboltapizzusnúðar Sollu

20 gr ger

250 ml volgt vatn

1 tsk salt

2 msk ólivuolía

300 gr hveiti (átti ekki hvítt spelt)

100 gr gróft spelt 

1 msk agave sýróp 

1 egg

Ofan á: 

Ég notaði Hunts pizzusósu.  

Hvítlauksduft og rifinn 17% ost- hægt að nota Mozarella eða pizzuost eða hvað sem hver vill.

Blandist saman líkt og gerdeig Wink.  Látið hefast á volgum stað í 45 mín. Deiginu skipt í tvo hluta, flatt út í ca 35x35 cm ferning. Sósu smurt á, kryddað m. hvítlauksdufti og ostur yfir. Rúllað upp, skorið og látið á plötu og leyft að hefast í 30 mín. Bakað við 180-200 gráður í 12-15 mín, allt eftir ofnum. Hægt að setja rifinn ost ofan á líka.

Útkoman er jummí góðir snúðar, eggið gerir þá svakalega mjúka og þeir eru svakalega góðir. Svakalega svakalega Tounge

Leggjum í hann seinnipartinn..... njótið helgarinnar eins og þið viljið.  


Súlur á steinabeði...

Ýmislegt 042Í gær skelltum við Gurra okkur í fjallgöngu með krakkana. Leiðin lá upp að Steðjatjörnum. Þegar lagt var af stað var óvíst hvort við færum alla leið þar sem þokan lá á Steðjanum og ofan við tjarnirnar.  En eftir því sem ofar dró minnkaði þokan og þegar við komum á leiðarenda var komið glampandi sólskin og blíða.  Eins og sjá má lá þokan inn með firðinum syðra megin og Súlurnar ná aðeins og gægjast upp yfir þokuna.

Að sjálfsögðu var nestisstopp og eftir smá slökun og hleðslu á tankinn héldum við til baka, fórum samt ekki beint niður heldur inneftir og innundir klifbotna. Það var svo mikill kraftur í smáfólkinu eftir nestið að við flugum áfram.

 

Ég náði að smella á einni mynd af okkur öllum, tókst í töku 2 að láta vélina sjá um þetta eina og sjálfa og hér sjáið þið göngugarpana. 

Ýmislegt 049


Þetta var alveg yndislegt og að sjálfsögðu fórum við í huganum upp á Steðjann sjálfan og það verður næst á dagskrá hjá okkur "stóru" kerlunum. 

Nú er framundan fótboltamót hjá Friðriki, nú á Ólafsfirði.  Þeim gekk vel á Seyðisfirði síðustu helgi og  við  gistum í hlíðinni fögru og það var jafn dásamlegt og alltaf. 

Við brunum Norður á morgun fimmtudag. Á föstudag skilja leiðir, ég flýg suður á Herbalifeskóla, Jósef og Friðrik fara á mótið og Dýrunn verður í bústað hjá frænku sinni á Akureyri, hún þvertekur fyrir að fara á fótboltamót og lái ég henni það ekki Smile.  Ég kem aftur til Akureyrar á laugardag og á sunnudag sameinast fjölskyldan aftur, ég næ í restina á mótinu og svo leggjum við  í hann heim á leið.

Það er mikill spenningur hjá fótboltakappanum eins og gefur að skilja. Pabbinn búinn að finna kuldagallann því það ku verða napurt svona norðanlega og spáin er ekki sérstaklega hlýleg.

Gangið hægt um gleðinnar dyr og hafið það eins og þið viljið.

Spakmæli dagsins: Jákvætt VIÐHORF gerir daginn betri. G.G.B.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband