Færsluflokkur: Bloggar

Gullmolar !

  • Alltaf þegar gullmolar detta af vörum barnanna ætla ég að leggja þau á minnið en gleymi þeim svo jafnharðan.  Í fyrradag var ég að hlýða Friðrik yfir námsefnið í Náttúrufræði og spurt var "Hvar er dúnninn tekinn af kollunni".  Því var fljótsvarað: "Af bringuhárunum" og strauk yfir brjóstkassann  Smile
  • Hann hefði örugglega fengið rétt fyrir það líkt og ónefndur eldri bróðir minn sem átti að svara til um ákveðna hvalategund á prófi. Var ekki alveg með það en mundi að það var eitthvað -reiður- svo svarið var "öskureiður".  LoL
  • Ónefndur nemandi í skólanum var í prófi fyrir mörgum árum. Spurt var um þekktan kántrítónlistarmann frá Skagaströnd.  Þessi ágæti nemandi svaraði pent: Garðar Harðarson Grin

Hafið það eins og þið viljið Smile

Að gleypa froskinn....

Éttu froskana fyrst. Brian Tracy byggir tímastjórnunarbókina Eat That frog á einfaldri samlíkingu. Ef það erfiðasta sem þú þyrftir að gera þegar þú kæmir til vinnu að morgni væri að borða lítinn slímugan frosk, hvenær væri þá best að gera það? Svarið er augljóst: STRAX. Illu er best af lokið. Þú ert það sem þú hugsar, Guðjón Bergmann, bls 84-85.

Smá inngangur að sögu dagsins.  Ég spurði Dýrunni svipaðrar spurningar um daginn þegar við sátum við morgunverðarborðið og hún ætlaði aldrei að hafa sig í að taka lýsisbelgina sína.  Stundum tekur það um 20 mín. með reglulegri áminningu og stundum dulítilli óþolinmæði. 

Þegar spurningin hafði verið borin fram svaraði Friðrik (oft duglegur að svara á undan systur sinni), "STRAX AUÐVITAÐ". "Já" svaraði ég, "það er best að gera það strax því annars verður hann stærri og stærri mann kvíðir alltaf meira og meira að gleypa hann".  Þá tók Dýrunn við sér, " OJ, já en það er ekki hægt að gleypa svona heila froska". "Nei, sagði ég, þetta er svona líking til að hjálpa manni að takast á við hlutina". "Er kannski hægt að steikja þá?" spurði sú stutta......  Þar með var sú röksemdafærsla úr sögunni og ég hvatti hana til dáða meðan hún kom belgjunum niður. 

En þessi líking er skemmtileg og ég hugsa oft um hana því slímugi froskurinn kvakar á mig allan daginn ef ég fresta sífellu því sem ætlunin var að gera.  

Froskurinn er táknrænn fyrir mikilvægustu verkefni dagsins. Mikilvægustu verkefnin eiga það nefnilega til að vera erfiðust líka og þar af leiðandi verkefnin sem fólk bíður með. Ef þú klárar þau fyrst verður allt auðvelt í samanburði. Þú ert það sem þú hugsar,bls 85

 Hver er froskurinn þinn í dag ? 


Litrík tilvera !

Ég velti því oft fyrir mér hvað tilveran okkar er litrík og margbreytileg. Það skiptast á skin og skúrir, sumir virðast fá stærri skammta af mótlæti en aðrir, sumum virðist alltaf ganga allt í haginn osfrv....

Ég er ekki að leggja af stað í eitthvað heimskpekilegt ferðalag en ég var eitthvað að spá í það í morgun hvað tilveran mín hefur verið litrík það sem af er þessu ári.  Í janúar fórum við hjónakornin til Reykjavíkur og tókum þátt80_ties_party_selfossi_020.jpg í mjög litríkri samkomu þar sem þemað var 80´ties. Mjög skemmtilegt og hér sjáið þið okkur í gallanum.....           Eitthvað var Jósef rólegur um kvöldið og var ekki alveg með sjálfum sér þessa helgi og skýrðist það aðfararnótt þriðjudags þegar hann var fluttur til Rvk. með sjúkraflugi með kransæðastíflu. Stífla nr. 2 á innan við tveimur árum. Það var nett litríkt má segja og skók tilveru litlu fjölskyldunnar í Hólalandinu all hressilega. 

Hann kom fljótt heim og hefur verið heima við til að safna kröftum og í dag hóf hann vinnu á ný. 

Ég hins vegar skellti mér aftur í bæinn um miðjan febrúar og Dýrunn kom með mér. Þetta var mæðgna og Herbahelgi... og þar sem fleiri en einn Herbalife dreifingaraðilarkoma saman er fjör.  Seinnihluta síðasta árs var ég að stefna að því að fá að taka þátt í litríkri skemmtun. Ég náði öllum stigunum og fékk fun-dinner-partý. 

 

 

sollablondina.jpg

Í fun

-inu voru m.a. fimleikar (líktust þeim samt ekki), magadans,

hláturtaugarnar kitlaðar hressilega og heitur pottur með hressandi fordrykk.  Dresscode: Höfuðfat/hárkolla og skegg, frekar einfalt og útheimti engan aukakostnað. Hér sjáið þið útkomuna.....

Frekar litríkt og á báðum þessum skemmtunum voru um 98% þátttakenda alkóhólfríir, frábært ! 

Næst kemur öskudagurinn, hann er alltaf skemmtilegur. Við mætum í skólann í öllum regnbogans litum og hér á bæ hafa staðið yfir pælingar hjá smáfólkinu hvað þau ætluðu að vera. Við höfum ekki keypt tilbúna búninga í áraraðir og improviseruðum alveg sjálf. Friðrik va_skudagur_003.jpgr búinn að fara í marga hringi en Dýrunn hélt sig við kínakonuna. Mín útgáfa fæddist milli sex og hálf sjö á öskudagsmorgun.  Friðrik var að sjálsögðu töffari og svo er það kínakonan og litríka mamma hennar.

 

_skudagur_022_803933.jpgSannarlega litríkir dagar. Reyndar fékk ég nett sjokk yfir bleika og bláa litnum þegar ég las á umbúðirnar (eftir notkun) að ekki ætti að nota það í fíngert og ljóst hár. Ég sá fram á að ég yrði bleik og blá á Herbalife kynningunni sem ég ætlaði að halda um kvöldið... Það slapp til. 

 

 

 

 

Í febrúar eigum við Dýrunn afmæli með viku millibili og það er mjög litríkt, barnaafmæli eru litrík og fjörug og á laugardegi hittist stórfjölskyldan yfir indælli fiskisúpu og alls kyns meðlæti... litríkt og skemmtilegt. 

Í vetrarfríinu dvöldum við á Akureyri í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu Jósefs og það var mjög litríkt. Við fórum með krakkahópinn á skauta á föstudag og Sollan skellti sér á skauta eftir rúmlega 20 ára pásu. Hikandi í fyrstu renndi hún sér smá spöl en skautaði svo eins og herforingi, hring eftir hring............ vá það var sannarlega litríkt !

Við veljum það sjálf hve tilveran okkar er litrík og hvort við sjáum hlutina í svart hvítu eða lit. Við fáum öll okkar skammt af mótlæti en algjörlega undir okkur komið hvernig við tæklum það....

Hafið það eins og þið viljið í lit eða svart hvítu Heart ég ætla að halda áfram að hafa mína tilveru litríka á öllum sviðum Wink

 


Stelpur, til hamingju með daginn...

Haldið ekki að bóndinn hafa keypt þessa líka fínu túlípana handa kerlunni sinni í tilefni konudagsins, já og um leið styrkti hann Foreldrafélag grunnskólans, ekki slæmt.

Hann var svo huggulegur að kaupa þau á föstudag svona til þess að þeir yrðu búnir að opna sig á sjálfan konudaginn, í dag. Enda eru þeir mjög fallegir og verða væntanlega nokkra daga í viðbót.

Afmælisstúss gekk vel, krakkafjörið fjörugt að venju og fjölskylduveislan í gær mjög notaleg. Alltaf er gaman þegar fjölskyldan hittist öll og spjallar og etur eitthvað gott. Við Dýrunn fórum í göngu út í Nýgræðing seinnipartinn í blíðunni og það var mjög hressandi. Ætlunin er að fara karftmeiri rúnt í dag svona aðeins til að leyfa bollunum að sjatna, annað hvort upp að Svartafossi eða eitthvað inn eða úteftir. 

Kerlan svaf út eins og kerlum ber að gera á þessum góða degi og ég svaf alveg til níu. Börnin gistu hjá vinum sínum svo það var enginn að staulast á fætur fyrir allar aldir. Ég rölti fram í eldhús til að sækja mér Aloe vera vatn og svo aftur inn í rúm til að lesa mmmmm, já með pissustoppi reyndar. Jósef var þá í sinni heilsubótargöngu og búinn að setja í eina uppþvottavél (það sem afgangs var frá í gær) og það var enn notalegra Smile

Tveir gaurar úr ferðahóp skólans bönkuðu uppá til að selja bollur. Ég styrki þá á hverju ári og það var mikil gleði á heimilinu. Svo skelli ég í skammt líka, gerði það reyndar á föstudag líka en það kláraðist í afmælinu í gær. Það er því bara bolla bolla, nammi namm, borðaðar með bestu samvisku því það er miklu betra heldur en að burðast með eitthvað samviskubit. Þessi skemmtilegi dagur er bara einu sinni á ári (eða eina helgi, kannski lengur hjá sumum). 

Það var mikil gleði í familíunni í gær þegar myndbandið með Jósef í golfi komst í úrslit í þættinum Fyndnar fjölskyldumyndir á Skjá einum. Við sendum það að gamni okkar, fannst það auðvitað svakalega fyndið sjálfum og þeim hefur greinilega fundist það líka og svo horfum við spennt í næstu viku til að sjá hver vinnur. Allir í fjölskyldunni eru að sjálfsögðu búnir að kjósa eins oft og leyfilegt er. 

Jæja þá er að athuga með bolludeigið og hvort ég get farið að skella eggjunum út í. 

Venlig hilsen........................Solla bolla (fyrrverandi)

 


- Átta ára skvísan-

Vá tíminn líður hratt, komin heil átta ár frá því Dýrunn kom í heiminn á ljóshraða og munaði minnstu að við þyrftum að parkera við bensínstöð og Jósef tæki á móti. Það slapp og ljósan hennar hafði á orði að einhvern tíman yrði fart á henni þessari. En daman hefur alla tíð verið með eindæmum róleg og yndisleg í alla staði, fullorðinsleg og skemmtilegur pælari.

Það er búið að plana partýið fyrir vinina og á morgun hittist fjölskyldan yfir sjávarréttaþema frúarinnar.  Við sláum okkar afmælum saman því það er svo stutt á milli hjá okkur. Hér er skvísan á þorrablóti skólans núDýrunn Elín á dögunum. Nú bíður hún eftir að snjórinn komi aftur svo hún geti prufukeyrt skíðin sem fjölskyldan á Akureyri sló saman í handa henni.

Þó lítt hafi farið fyrir bloggfærslum upp á síðkastið höfum við það ljómandi fínt. Veikindafrí Jósefs styttist í annan endann og hann er að byggja sig upp smátt og smátt. 

Hjá mér eru annir í skólanum og Herbalife, þar hefur ekkert dalað og frábært að sjá hvað fólk verður tilbúnara að hugsa um heilsuna sína þegar kreppir að, sem betur fer er fólk orðið meðvitaðra um holla lífshætti bæði fyrir líkama og sál. Jógað kenni ég með kerlunum mínum og það er mjög gefandi á allan hátt.

Í janúar opnaði svo "Ræktin" okkar á loftinu í íþróttahúsinu og það er frábært að hafa þann möguleika að geta farið og trimmað og styrkt líkamann þegar veður eru válynd og færð ekki alltaf skemmtileg til gönguferða.

Jæja, ekki bakar afmæliskakan sig sjálf svo mikið er víst ..........

Njótið helgarinnar !  


Nýtt lag !

Kíkið endilega á myspace síðuna hans Hilmars (klikkið á Hilmar tónlist)  og hlustið á nýja lagið hans. Fallegt lag og ég hlakka til að heyra diskinn þegar hann kemur út Smile

Allt og ekkert ....

Já eins og þeim sem reka hér reglulega inn nefið er kunnugt hefur afskaplega lítið verið að gerast í blogglífi mínu.

En það er ekki þar með sagt að lítið sé að gerast í lífinu sjálfu, öö ónei, margt skemmtilegt verið að gerast og líka annað meira krefjandi.  Og einhvern veginn hef ég ekki haft löngun til að koma því fyrir alþjóð. Wink

Ég segi því pass í bili og skelli einhverju inn þegar andinn kemur yfir mig, jafnvel myndum og einhverju skemmtilegu............ hafið það eins og þið viljið elskurnar um helgina  Heart


-Herbalife árið mitt 2008-

Fyrir tæpum fimm árum ákvað ég að gerast Herbalife dreifingaraðili. Bara fyrir mig, hugsaði ég og til að hjálpa bróður mínum sem var að stíga sín fyrstu skref í bransanum. Sjálfstraustið var í núlli og ég hafði enga trú á að ég hefði eitthvað fram að færa á þessu sviði. Fólk í kringum mig ekki allt mjög jákvætt og sögðu flestir fátt (sem segir samt ýmislegt hehe) Ég var búin að nota næringuna í rúmt ár og farin að leggja inn í heilsubankann og farið að draga úr ýmsum kvillum og líkaminn sífellt að mótast. Ég vissi sem sagt að næringin var að virka Smile

Mikið er ég þakklát fyrir að hafa stigið þetta skref því þarna hóf ég ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferðalag. 

Áður liðu vikur, mánuðir, ár án einhvers sérstaks tilgangs...engin markmið, engir draumar, engar áskoranir, alltaf verið að þrauka þennan mánuð og þann næsta. Ég var sátt við það svosem enda þekkti ég ekki annað en svo fóru hjólin að snúast smátt og smátt.

Eftir því sem ég lærði meira og meira um Herballífið og hvað það stendur fyrir fór ég að tína einn og einn draum upp úr pokanum, sjálfstraustið jókst og ég tók að stíga eitt og eitt skref út úr þægindahringnum. Fór að lesa öðruvísi bækur, bækur sem hafa gefið mér nýja sýn á mig sjálfa og aukið trú mína á eigið ágæti.  

Ég set mér markmið á hverju ári og vinn að þeim jafnt og þétt yfir árið ásamt því að eiga nokkurra ára markmið líka.  Án markmiða eða stefnu í lífinu erum við eins og skip úti á rúmsjó sem hefur engan stýrimann og þar af leiðandi enga stefnu.  Annað hvort rekumst við um hafið stefnulaust eða lendum á einhverri strönd þar sem okkur langar ekki að vera og erum sífellt valdalaust peð sem stjórnast af markmiðum og draumum einhverra annarra og oftar en ekki ósátt við hlutskipti okkar. Ég áttaði mig á að ég er minnar gæfu smiður og hef því valið að taka stýrið í mínar hendur og stýra skútunni minni þangað sem ég vil fara. Smile

Herbalifeárið 2008 færði mér:

  • Enn fleiri tækifæri til að vaxa og þroskast. 
  • Enn meiri heilsuárangur
  • Tækifæri til að fræða samferðafólk mitt í Herbalife og nýtt fólk, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum...................Wink
  • Margar frábærar STS þjálfanir og leiðtogaþjálfanir tengdar þeim.
  • Extravaganza í Barcelona þar sem ég gat verið með fjölskylduna mína með mér.
  • Tækifæri til að hlaupa 6km styrktarhlaup í Barcelona með 9 ára syni mínum- ómetanleg- reynsla
  • Tækifæri til að taka þátt í tveimur svokölluðum "Sportráðstefnum" og fræðast enn meira um Herbalife og íþróttir.
  • Frábært samstarf með Herbalife dreifingaraðilum á  Austurlandi.
  • Fleiri dreifingaraðila í hópinn minn og tækifæri til að kenna fleirum.
  • Silfurdinner sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf
  • Frábæra World Team þjálfun í Bornmouth á Englandi
  • Vitnisburð um ótrúlegan vöxt Herbalife á erfiðum tímum. 
  • Skilyrði til að taka þátt í ótrúlegri þjálfun nú í janúar ásamt hótelgistingu og svaka dinner, partý, þjálfun og fjöri í febrúar..............og margt margt fleira.

Markmiðin fyrir árið 2009 eru að skýrast og án efa verður árið skemmtilegt og krefjandi ferðalag.

Margt skemmtilegt er í bígerð hjá hópnum okkar á Austurlandi. Hvað gerist í mars? Fylgstu með.

Herbalife viðskiptatækifærið er fyrir alla, konur og kalla sama hvar í þjóðfélagsstiganum fólk stendur. Flesta vantar aukatekjur og af hverju ekki að skoða hvað í því felst..... þú hefur engu að tapa. Stuðningskerfið er ótrúlega gott..........ef menn eru tilbúnir að nýta sér það. 

Allir þurfa næringu og því ekki að byrja daginn á næringu sem gefur líkamanum það sem hann þarf svo hann virki rétt og verði síður veikur ? 

Hægt er að gera heilsuskýrslu og beiðni um upplýsingar um viðskiptatækifærið á síðunni minni www.heilsufrettir.is/sollafr 

Við verðum með kynningarfund fimmtudaginn 8. janúar. Fáðu upplýsingar um stað og stund.

6km hlaup í Barcelona 2009Smá sýnishorn frá árinu. Hlakka til að heyra frá þér Smile

Nýtt upphaf september_2008_064.jpgsilfurdinner1.jpgtossa_ofl_114.jpg 


Allt samkvæmt hefðinni.....

  • Jólakveðjurnar í útvarpinu (eina skiptið sem kveikt er á Rás 1 á mínu heimili)
  • Hangikjöt komið í pott, ilmurinn fyllir brátt húsið, jólalyktin.....mmmmmmm
  • Húsið skreytt með grænum greinum.... greniilmurinn bætist við hangikjötsilminn  .......
  • Gólfin bíða þess að verða þrifin
  • Börnin frekar spennt og eiga erfitt með að fá útrás fyrir alla orkuna
  • Pökkum pakkað seinnipartinn
  • Skötuveisla í kvöld hjá Sjonna og Stínu, nammi namm, bóndinn veit ekki hvort hann mætir þar sem nefið þolir illa slíkan ilm, börnin ætla að smakka í ár.
  • Notalegheit í kvöld, jólabaðið hjá börnunum og háttuð ofan í hrein rúm,  ekkert jólastress, bara næs.
  • Aðfangadagur........... biðin eftir jólasveininum
  • Farið með kerti að leiði pabba
  • Sjónvarpið styttir biðina
  • Stússast í mat
  • Aftansöngur klukkan sex
  • Matur, uppvask
  • Pakkar og fjör..............Mackintosh og ýmislegt fleira gúmmulaði...

                                  ................allt samkvæmt hefðinni Smile, dásamlegt.

 

Sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól,
gott og farsælt nýtt ár.
 
HeartHittumst heil á nýju ári ! Heart
 
 
 

Tony Robbins

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband