Fjölgun !
Sunnudagur, 14. júní 2009
Já það er von á fjölgun í Hólalandinu. Þröstur einn er búinn að gera sér hreiður í blátoppinum úti í garði. Við vorum fjarverandi í viku, kisa höfð inni og hann hefur að sjálfsögðu notað tækifærið í rólegheitunum. Ég gat ekki stillt mig og kíkti aðeins innfyrir í kotið hans og sá í það minnsta fjögur egg sem ég festi á "filmu" og þið sjáið hér. Það er nokkuð ljóst að hann lætur til sín taka þegar ungarnir verða komnir úr eggjunum og þá á kisa líklega ekki sjö dagana sæla.
Hjá okkur er í nógu að stússast, nýbúin í viku fríi þar sem við náðum tveimur landsleikjum, geri aðrir betur. Kerlan er gengin upp að hnjám eftir göngu yfir Stöðvarskarð og svo Stuðlaheiði sitt hvort daginn. Þokkalegt fyrir gigtarskrokkinn en dásamlegt engu að síður.
Bið ykkur vel að lifa !
Athugasemdir
Maður verður að fara að hreyfa sig meira til að hafa við ykkur ef maður skyldi nú álpast með ykkur einhverntíma:))
Sigurjón. (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:22
Já ekki spurning. Tindarnir fimm bíða. Sá fyrsti á mánudag, en svo verða aðrar léttari göngur líka, kíktu á simnet.is/ffau
Solveig Friðriksdóttir, 16.6.2009 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.