Vorið !
Föstudagur, 22. maí 2009
Er alltaf jafn yndislegt. Lognið á kvöldin, lognið á morgnana, dásamlegt og engin afsökun fyrir því að fara ekki út að ganga og njóta blíðunnar.
Börnin vakna úr dvalanum og sjást varla heimavið. Helsti spenningurinn núna er að byggja kofa í kofabyggðinni. Þar eru að rísa mismunandi hús í öllum stærðum og gerðum. Þar er smíðað kvölds og morgna. Síðustu kennsluviku (í bókum) í skólanum er lokið og nú taka vordagarnir við. Í næstu viku verður gróðursetning, fjöruhreinsun, unnið í Nýgræðingnum, farið í fjallgöngur og ýmislegt fleira. Í lokin endum við á grillinu í Nýgræðing, fastir liðir eins og venjulega.
Hér á bæ leyndi sér ekki að Eurovision var um daginn. Bæði eru þau syskinin miklir aðdáendur og síðustu mánuði hefur verið hlustað á íslensku lögin og svo tók aðalkeppnin við. Diskarnir eru keyptir ár hvert og spilaðir frá keppni til keppni. Spenningurinn var mikill og mikil gleði yfir úrslitunum. Mér þykir gaman að horfa og upplifa spenninginn hjá krökkunum þó lögin renni framhjá hvert af öðru án þess að ég veiti þeim sérstaka athygli. Dýrunn er komin með Jóhönnuvegg hjá sér, klippti myndir af henni úr öllum blöðum eins og óð væri og þetta er útkoman.
Vortónleikar tónlistarskólans voru í vikunni og þar sáum við afrakstur vetrarins. Börnin spiluðu og sungu af hjartans list. Systkinin spiluðu á píanóið og hér eru þau ásamt Kelly sem kom til okkar í vetur og hefur kennt þeim frá áramótum og hinum nemendunum hennar. Dýrunn er að verða altalandi á ensku og bregður fyrir sig dásamlegum frösum lon og don.
Allir eru fegnir því að sumarfríð sé í nánd, ég starfa heima við í sumar í Herbalife ásamt því að sinna börnum og búi. Við verðum eitthvað á faraldsfæti og hver veit nema ég skelli inn einhverjum viðburðum sumarsins ef ég hef nennu til.
Hafið það eins og þið viljið í vorinu
Athugasemdir
Elskan mín - er bara vor hjá þér? Hér er löngu komið sumar!! Held þú ættir að drífa þig suður í sólina :-)
Hafðu það akkúrat eins og þú vilt í sumar!
Hallan (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 22:42
Já vorið er dásamlegt.
Sjonni sæti (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 14:30
Ja miðað við gróðurinn er komið sumar en meðan hitinn hangir eitthvað undir 10 gráðunum er enn vor í mínum huga Reyndar finnst mér það yndislegasti árstíminn svo ég er langt frá því að vera ósátt.
Solveig Friðriksdóttir, 26.5.2009 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.