Litrík tilvera !

Ég velti því oft fyrir mér hvað tilveran okkar er litrík og margbreytileg. Það skiptast á skin og skúrir, sumir virðast fá stærri skammta af mótlæti en aðrir, sumum virðist alltaf ganga allt í haginn osfrv....

Ég er ekki að leggja af stað í eitthvað heimskpekilegt ferðalag en ég var eitthvað að spá í það í morgun hvað tilveran mín hefur verið litrík það sem af er þessu ári.  Í janúar fórum við hjónakornin til Reykjavíkur og tókum þátt80_ties_party_selfossi_020.jpg í mjög litríkri samkomu þar sem þemað var 80´ties. Mjög skemmtilegt og hér sjáið þið okkur í gallanum.....           Eitthvað var Jósef rólegur um kvöldið og var ekki alveg með sjálfum sér þessa helgi og skýrðist það aðfararnótt þriðjudags þegar hann var fluttur til Rvk. með sjúkraflugi með kransæðastíflu. Stífla nr. 2 á innan við tveimur árum. Það var nett litríkt má segja og skók tilveru litlu fjölskyldunnar í Hólalandinu all hressilega. 

Hann kom fljótt heim og hefur verið heima við til að safna kröftum og í dag hóf hann vinnu á ný. 

Ég hins vegar skellti mér aftur í bæinn um miðjan febrúar og Dýrunn kom með mér. Þetta var mæðgna og Herbahelgi... og þar sem fleiri en einn Herbalife dreifingaraðilarkoma saman er fjör.  Seinnihluta síðasta árs var ég að stefna að því að fá að taka þátt í litríkri skemmtun. Ég náði öllum stigunum og fékk fun-dinner-partý. 

 

 

sollablondina.jpg

Í fun

-inu voru m.a. fimleikar (líktust þeim samt ekki), magadans,

hláturtaugarnar kitlaðar hressilega og heitur pottur með hressandi fordrykk.  Dresscode: Höfuðfat/hárkolla og skegg, frekar einfalt og útheimti engan aukakostnað. Hér sjáið þið útkomuna.....

Frekar litríkt og á báðum þessum skemmtunum voru um 98% þátttakenda alkóhólfríir, frábært ! 

Næst kemur öskudagurinn, hann er alltaf skemmtilegur. Við mætum í skólann í öllum regnbogans litum og hér á bæ hafa staðið yfir pælingar hjá smáfólkinu hvað þau ætluðu að vera. Við höfum ekki keypt tilbúna búninga í áraraðir og improviseruðum alveg sjálf. Friðrik va_skudagur_003.jpgr búinn að fara í marga hringi en Dýrunn hélt sig við kínakonuna. Mín útgáfa fæddist milli sex og hálf sjö á öskudagsmorgun.  Friðrik var að sjálsögðu töffari og svo er það kínakonan og litríka mamma hennar.

 

_skudagur_022_803933.jpgSannarlega litríkir dagar. Reyndar fékk ég nett sjokk yfir bleika og bláa litnum þegar ég las á umbúðirnar (eftir notkun) að ekki ætti að nota það í fíngert og ljóst hár. Ég sá fram á að ég yrði bleik og blá á Herbalife kynningunni sem ég ætlaði að halda um kvöldið... Það slapp til. 

 

 

 

 

Í febrúar eigum við Dýrunn afmæli með viku millibili og það er mjög litríkt, barnaafmæli eru litrík og fjörug og á laugardegi hittist stórfjölskyldan yfir indælli fiskisúpu og alls kyns meðlæti... litríkt og skemmtilegt. 

Í vetrarfríinu dvöldum við á Akureyri í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu Jósefs og það var mjög litríkt. Við fórum með krakkahópinn á skauta á föstudag og Sollan skellti sér á skauta eftir rúmlega 20 ára pásu. Hikandi í fyrstu renndi hún sér smá spöl en skautaði svo eins og herforingi, hring eftir hring............ vá það var sannarlega litríkt !

Við veljum það sjálf hve tilveran okkar er litrík og hvort við sjáum hlutina í svart hvítu eða lit. Við fáum öll okkar skammt af mótlæti en algjörlega undir okkur komið hvernig við tæklum það....

Hafið það eins og þið viljið í lit eða svart hvítu Heart ég ætla að halda áfram að hafa mína tilveru litríka á öllum sviðum Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já tilveran er litrík og þannig vil ég hafa hana

Jóhanna Guðný (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 07:50

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Einmitt

Solveig Friðriksdóttir, 3.3.2009 kl. 18:17

3 identicon

Haltu áfram að vera litrík kæra systir, það fer þér vel.

Sigurjón Snær. (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:58

4 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

TAkk stóri brói

Solveig Friðriksdóttir, 4.3.2009 kl. 16:54

5 identicon

Litrík tilvera reynir meira á mann en litlausir dagar og ég held að öllum sé hollt að reyna svolítið á sig en það má ekki of gera sér. Svo þarf maður líka að læra að taka hlutunum með jákvæðum hugsunum þá verður allt auðveldara.

Jóhanna Þ (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband