-Herbalife árið mitt 2008-
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Fyrir tæpum fimm árum ákvað ég að gerast Herbalife dreifingaraðili. Bara fyrir mig, hugsaði ég og til að hjálpa bróður mínum sem var að stíga sín fyrstu skref í bransanum. Sjálfstraustið var í núlli og ég hafði enga trú á að ég hefði eitthvað fram að færa á þessu sviði. Fólk í kringum mig ekki allt mjög jákvætt og sögðu flestir fátt (sem segir samt ýmislegt hehe) Ég var búin að nota næringuna í rúmt ár og farin að leggja inn í heilsubankann og farið að draga úr ýmsum kvillum og líkaminn sífellt að mótast. Ég vissi sem sagt að næringin var að virka
Mikið er ég þakklát fyrir að hafa stigið þetta skref því þarna hóf ég ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferðalag.
Áður liðu vikur, mánuðir, ár án einhvers sérstaks tilgangs...engin markmið, engir draumar, engar áskoranir, alltaf verið að þrauka þennan mánuð og þann næsta. Ég var sátt við það svosem enda þekkti ég ekki annað en svo fóru hjólin að snúast smátt og smátt.
Eftir því sem ég lærði meira og meira um Herballífið og hvað það stendur fyrir fór ég að tína einn og einn draum upp úr pokanum, sjálfstraustið jókst og ég tók að stíga eitt og eitt skref út úr þægindahringnum. Fór að lesa öðruvísi bækur, bækur sem hafa gefið mér nýja sýn á mig sjálfa og aukið trú mína á eigið ágæti.
Ég set mér markmið á hverju ári og vinn að þeim jafnt og þétt yfir árið ásamt því að eiga nokkurra ára markmið líka. Án markmiða eða stefnu í lífinu erum við eins og skip úti á rúmsjó sem hefur engan stýrimann og þar af leiðandi enga stefnu. Annað hvort rekumst við um hafið stefnulaust eða lendum á einhverri strönd þar sem okkur langar ekki að vera og erum sífellt valdalaust peð sem stjórnast af markmiðum og draumum einhverra annarra og oftar en ekki ósátt við hlutskipti okkar. Ég áttaði mig á að ég er minnar gæfu smiður og hef því valið að taka stýrið í mínar hendur og stýra skútunni minni þangað sem ég vil fara.
Herbalifeárið 2008 færði mér:
- Enn fleiri tækifæri til að vaxa og þroskast.
- Enn meiri heilsuárangur
- Tækifæri til að fræða samferðafólk mitt í Herbalife og nýtt fólk, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum...................
- Margar frábærar STS þjálfanir og leiðtogaþjálfanir tengdar þeim.
- Extravaganza í Barcelona þar sem ég gat verið með fjölskylduna mína með mér.
- Tækifæri til að hlaupa 6km styrktarhlaup í Barcelona með 9 ára syni mínum- ómetanleg- reynsla
- Tækifæri til að taka þátt í tveimur svokölluðum "Sportráðstefnum" og fræðast enn meira um Herbalife og íþróttir.
- Frábært samstarf með Herbalife dreifingaraðilum á Austurlandi.
- Fleiri dreifingaraðila í hópinn minn og tækifæri til að kenna fleirum.
- Silfurdinner sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf
- Frábæra World Team þjálfun í Bornmouth á Englandi
- Vitnisburð um ótrúlegan vöxt Herbalife á erfiðum tímum.
- Skilyrði til að taka þátt í ótrúlegri þjálfun nú í janúar ásamt hótelgistingu og svaka dinner, partý, þjálfun og fjöri í febrúar..............og margt margt fleira.
Markmiðin fyrir árið 2009 eru að skýrast og án efa verður árið skemmtilegt og krefjandi ferðalag.
Margt skemmtilegt er í bígerð hjá hópnum okkar á Austurlandi. Hvað gerist í mars? Fylgstu með.
Herbalife viðskiptatækifærið er fyrir alla, konur og kalla sama hvar í þjóðfélagsstiganum fólk stendur. Flesta vantar aukatekjur og af hverju ekki að skoða hvað í því felst..... þú hefur engu að tapa. Stuðningskerfið er ótrúlega gott..........ef menn eru tilbúnir að nýta sér það.
Allir þurfa næringu og því ekki að byrja daginn á næringu sem gefur líkamanum það sem hann þarf svo hann virki rétt og verði síður veikur ?
Hægt er að gera heilsuskýrslu og beiðni um upplýsingar um viðskiptatækifærið á síðunni minni www.heilsufrettir.is/sollafr
Við verðum með kynningarfund fimmtudaginn 8. janúar. Fáðu upplýsingar um stað og stund.
Smá sýnishorn frá árinu. Hlakka til að heyra frá þér
Athugasemdir
Vá Solla, frábært að lesa þetta. Mikið hlakka ég til að setja saman mínar 2008 minningar! Ég er rosa spennt fyrir árinu 2009 í Herbalife, ekki síst á Austurlandi
Einn fyrir alla, allir fyrir einn!
Kveðja Díana Mjöll.
Life will never be the same...!!, 4.1.2009 kl. 18:09
Ég hef ekki verið í Herbalife en fyrir nokkrum árum tók ég mig á í því að rækta sjálfan mig og eftir það hefur líf mitt breyst mikið. Ég reyni eins og ég get að setja mér markmið og fara eftir þeim gekk ekki vel í fyrstu en þetta lærist. Fyrsta skrefið er að kaupa sér dagbók og skrifa í hana það sem maður ætlar að gera og svo skrifa niður ef það tekst...
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 18:31
Einmitt Jóhanna og með því að skrifa þau niður eru meiri líkur á að okkur takist að ná þeim.
Já Díana, ég hlakka mikið til ársins 2009, það verður skráð á spjöld sögunnar.
Solveig Friðriksdóttir, 4.1.2009 kl. 18:33
Glæsilegt Solla !
Garðar (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:28
Gleðilegt ár Solla mín! Takk fyrir liðna tíð :-)
Gangi þér allt í haginn á árinu 2009.
Kveðja úr Rimanum.
Hallan (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:48
Þú getur það sem þú ætlar þér.
Sigurjon (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:57
Einmitt og því er um að gera að vera viss um hvert ég ætla
Solveig Friðriksdóttir, 9.1.2009 kl. 13:43
Þetta er flott hjá þér Solla, þú ert að gera góða hluti fyrir sjálfa þig og aðra.
Áslaug (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.