-Stundvísi-

Ég spái oft í þetta merka fyrirbæri stundvísi og óstundvísi. Minn betri helmingur segir stundum að ég sé svo stundvís að ég sé óstundvís. Hvað um það þá þykir mér gott að hafa tímann fyrir mér og vil vera komin tímanlega þangað sem ég á erindi þó ég sé stundum svolítið snemma á ferðinni Smile.

Hins vegar þykir mér erfitt að takast á við óstundvísi hjá fólki og tel það jafn mikinn ávana og stundvísi.

Maður mér mjög náinn á besta aldri (hávaxinn, aðeins farinn að grána í vöngum) mætti iðulega  of seint í frystihúsið þegar hann var að vinna þar. Mamma sagði stundum að hann væri stundvíslega óstundvís. Það var þá og ég veit að hann stendur sig vel í dag með að mæta á réttum tíma Smile.

Ein góð vinkona mín lét iðulega bíða eftir sér í denn þegar við vorum að fara eitthvað saman og mér fannst það mjög leiðinlegt en það breyttist ekki fyrr en ég stóð upp á afturlappirnar og sagði hvað mér fannst Smile. Hún stríðir mér á því enn í dag. 

Það er alltaf sama fólkið sem kemur of seint hvar sem er, í vinnu, í skóla, á fundi, á fyrirlestra og hvar sem er þá er þetta mikil truflun og í raun dónaskapur við þá sem mæta tímanlega og eru að hefja vinnu þegar enn er að tínast inn fólk.

Mér þykir óstundvísi mikil ókurteisi við aðra og á þeirri skoðun stend ég föstum fótum og hana nú. 

Hvernig skyldi nú fólk getað vanið sig af óstundvísi. Veit ekki, því ég hef ekki staðið í þeim sporum. Skyldi þeim vera sama um aðra í kringum sig? Veit ekki, hef ekki verið í þeim sporum. Sjá þeir ekki truflunina sem þeir valda ? Veit ekki, hef ekki  verið í þeim sporum.  Eigum við að gefa þeim klukku sem er 10 mínútum of fljót?

Veit ekki en hver og einn verður að sjá hjá sér og hafa vilja til að breyta. Það er með þetta eins og annað ef við sjáum ekkert athugavert í okkar eigin fari er þá einhver ástæða til að breyta því ? 

 Í það minnsta ætla ég að halda áfram að vera stundvís. 

Hafið það eins og þið viljið..... stundvís eða óstundvís. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Life will never be the same...!!

Hvaða atvik skyldi hafa fengið Sollu til að blogga um óstundvísi hehe

Ég er ótrúlega sammála þessu með stundvísina, ég viðurkenni að ég er ekki alltaf á tíma, en ég tel mig samt stundvísa.

Góðar vangaveltur Solla og gaman að velta þessu fyrir sér.  Ég er þó hætt að láta þetta fara í taugarnar á mér, ég passa bara upp á mig.

Life will never be the same...!!, 18.12.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Einmitt.... alltaf ástæða fyrir öllu hehe. Hér er æðruleysið best og hugsa um að gera sitt besta og kenna það niður til barnanna.... það læra börnin sem fyrir þeim er haft, ekki það sem við þau er sagt.... heyrði þetta einhvern tímann

Solveig Friðriksdóttir, 18.12.2008 kl. 20:43

3 identicon

Sigurjón Snær (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband