-Markaðurinn-
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Síðustu daga hefur tilveran snúist í kringum jólamarkaðinn sem var loksins á sunnudaginn. Hér er búið að baka kökur og trölladeig og afraksturinn var seldur um helgina. Ekki skrýtið að í dag sé ég eins og hvítur stormsveipur því húsið er glimrandi af glimmeri í hólf og gólf. Kannski ætti ég að sleppa því og nýta það sem jólaskraut .
Þetta er held ég í 12 skipti sem markaðurinn er haldinn og alltaf er þetta jafn gaman. Ég hef sjálf tekið þátt síðustu ár til að auglýsa sjálfa mig og viðskiptin mín og svo fóru krakkarnir af stað í fyrra.
Alltaf góð stemmning og notalegt, kaffihús með vöfflum, kakó og kaffi, tónlistaratriði og söngur.
Að sjálfsögðu fylgja myndir af börnunum við borðin sín.
Athugasemdir
Kökurnar voru ljúffengar! nammi namm. Og glimmerjólatré úr trölladeigi mun hanga á jólatrénu hjá mér í ár.
Sólrún (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:09
Já það var reglulega gaman og ég held að það sé rétt að þetta sé í 12 skipti sem markaðurinn er, allavega má rekja hann aftur til þegar Anna Dögg hætti hér í skóla. tek undir með Sólrúnu, kökurnar runnu ljúflega niður.
Það er alltaf gaman að sjá krakkan með borð. þau eru alveg frábær.
Þóra (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 22:06
Anna Dögg kláraði skólann 98 þannig að það eru 10 ár síðan ef þetta miðast við hana;)
Alda Rut (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:13
Hann er að minnsta kosti 11 ára. Jósef flutti á Stödda ´97 og það var markaður þá. Hann man það eins og gerst hefði í gær og heldur að það hafi ekki verið sá fyrsti. Eru þeir þá ekki 12? Flott tala
Solveig Friðriksdóttir, 30.11.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.