Eldhnöttur á himni

Þegar dagarnir styttast smátt og smátt býður himnafaðirinn upp á hverja glæsisýninguna á fætur annarri á hverjum morgni solaruppras.jpgþegar nokkuð heiðskýrt er. 

Þessi sýning bauðst í morgun og ekki dónaleg. Ég skellti mér bara út á svalir og blessuð flaggstöngin kemst ekki hjá því að vera með, sólarupprásin er falleg engu að síður.

 Hér eru dagar myrkurs og mikið um að vera. Kertafleyting á mánudag, á þriðjudag var sögustund í skólanum og allir mættu svartklæddir, á miðvikudag var myrkrafílabolti í íþróttahúsinu og þar skemmtu menn sér konunglega, á fimmtudag var árshátíð skólans sem bar yfirskriftina "Ljósið í myrkrinu" á föstudag var m.a. kyndlaganga frá Byrgisnesinu og kakó á Brekkunni á eftir.

Í dag verður opið hús í Landatanga og hægt að sjá hvað þeir félagarnir Toni og Maggi eru að bralla þar, vinnustofa Rósu verður líka opin og jógarýmið mitt sem staðsett er í sama húsi. Einnig verður opið hús hjá Gúmmí og plasti ehf. í gömlu bræðslunni og vöfflukaffi milli 14:00 og 16:00.  Sem sagt nóg að gera og á morgun skella allir sér í sunnudagaskólann þar sem verður sungið, teiknað og mikil gleði. 

Hjá mér varð smá brotlending eftir ferðalagið þegar það lagðist í mig pest sem lagði mig samt stutt í rúmið. Ég var skíthrædd um að þarna væri ég að taka í mig æluna sem er að ganga en ákvað að svo væri ekki (ótrúlegt, það virkar)  lá samt bakk í fjóra tíma með öll öryggistæki við höndina (fötuna góður).  Var mjög leið yfir því að þurfa að aflýsa jógatíma en ég held að það hafi gerst einu sinni á mínum jógakennsluferli (sem er orðinn okkur ár) að ég hafi þurft að aflýsa tíma vegna veikinda. 

Ég var reyndar hálf skrýtin á fimmtudaginn en þá var árshátíðarundirbúningur og engin leið að hanga heima, var svo orðin nokkuð fín um kvöldið. 

Við Dýrunn fórum í kyndlagönguna í gærkvöld og Sólrún skellti sér með. Við fengum þessa flottu kyndla sem voru reyndar þeirrar náttúru gæddir að þeir flosnuðu upp og logandi tægjur lágu um allt Byrgisnesið á köflum. Börn og fullorðnir sluppu ósködduð en skórnir hennar Sólrúnar fengu illa útreið þegar hún ætlaði að slökkva í einni tutlunni. Þá bara logaði allt og þetta var næstum því eins og í bíómynd þar sem hún dansaði í eldhafinu. Hún slapp ómeidd. 

Njótið helgarinnar eins og þið viljið Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já , þetta hefur verið viðburðarík vika og margt skemmtilegt brallað. Ég hefði nú ekkert á móti því að eiga "elddansinn" á vídeói.

Sólrún (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Nei það hefði verið gaman svona eftir á en mér leist nú ekki á blikuna í mesta eldhafinu.

Solveig Friðriksdóttir, 15.11.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Haðfu það gott Solla mín og hilsen til Sólrúnar.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Skila því

Solveig Friðriksdóttir, 16.11.2008 kl. 12:07

5 identicon

Svo segir fólk að ekkert sé um að vera í voru byggðarlagi Þetta er bara heilmikið umstang og gaman. myndin er sallafín og flaggstöngin er fín líka enda hluti af tilveru vorri.

Sigurjón Snær (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband