Á vit ævintýra
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Nú ætlar daman að leggja land undir fót og skella sér til Bornmouth á Englandi í miðju stuðinu í efnahagskrísunni, gaman gaman. Tilefnið er World Team skóli hjá Herbalife og það er eitthvað sem ég vil ekki fyrir mitt litla líf missa af, ónei.
Dagskráin verður þétt skipuð að vanda en samt tími til að rölta um og skoða nágrennið, nokkuð ljóst að ekki verða búðirnar heimsóttar að neinu marki og ekkert kort straujað. Ráðstefnuferð með algjöru heilsuívafi og það er bara gaman. Frábær félagsskapur og mikil tilhlökkun enda fyrirlesarar ekki af verri endanum.
Best að fara að pakka .....
Athugasemdir
Góða ferð og njóttu þess að vera á ferðalga
Jóhanna Guðný (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:23
Viltu kaupa eitthvað handa mér.
Sigurjon (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:33
Takk Jóhanna.
Sjonni minn, hefur þú litið á pundið nýlega ? Síðast þegar ég gáði var það rúmar 200kr. Ég skal kaupa eitthvað fallegt handa þér síðar.
Við mælum því göturnar og fáum væntanlega góða hreyfingu þar en skakklöppumst ekki í einhverjum mollum.
Solveig Friðriksdóttir, 6.11.2008 kl. 12:59
Njóttu þess í botn :)
Garðar Harðar (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:24
16 var ruslvörnin mín,
En annars ætlaði ég að segja, góða ferð og njóttu ferðarinnar.
Þóra Björk (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.