"Góða nótt" í morgunsárið..

Þegar ég kyssti Dýrunni bless áður en hún lagði af stað í skólann datt þetta af vörum hennar "góða nótt". Það eru svona ákveðnir rútínukossar, kyssa áður en farið er að sofa og kyssa áður en farið er í skólann. Hún hló að sjálfri sér fyrir vitleysuna. Auðvitað eru milljón önnur tilefni til kossa á hverjum degi.

Í morgun var hún eitthvað að kvarta undan eymslum undir hendinni og var að ræða við pabba sinn. Ég spurði hvort hún hefði eitthvað meitt sig, " Já, ég faðmaði málningardótið hans pabba í forstofunni í gær". Atburðarrásin var sú að hún hljóp fram í forstofu, datt um þröskuldinn og faðmaði málingardótið. Að sjálfsögðu ekki hlægilegt þá en gott að brosa af því eftir á. 

Hér á bæ er unnið í því markvisst að halda jákvæðninni gangandi. Börnin skilja ekki frekar en fullorðnir hvað gengur á í þessu samfélagi öllu en skilja að það þarf að draga saman seglin og skipuleggja hlutina vel. 

Nú skiptir rosalega miklu máli að foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum. Lítill göngutúr getur verið heilmikil sálarbót og styrkir böndin. Að setjast niður og perla eða leira eða pússla þó maður hafi ekki tíma í það að eigin mati, en hlaupa heimilisverkin frá okkur, ónei, ekki hef ég orðið vör við það, þau bíða spennt eftir að einhver taki til hendinni þó það sé ekki gert eftir klukkunni. 

Nú er sælustund hjá mér í klukkutíma og ég ætla að nota þá stund vel áður en ég held af stað í vinnuna mína. Set frábært efni á fóninn eða Ipodinn og læri eitthvað spennandi. 

Hafið það eins og þið viljið og verjið tíma með þeim sem skipta ykkur mestu máli ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ var að forvitnast kveða frá fásk.

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Ævinlega velkomin

Solveig Friðriksdóttir, 30.10.2008 kl. 10:57

3 identicon

Ég sé að þú hefur ekki fokið !!!!!!!

Ekki ég heldur, auk þess þungt í mér pundið ........

Þóra Björk (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Ég stend á svo traustum grunni, reyndar svaf ég af mér storminn, heyrði jú í einni og einni kviðu.

Solveig Friðriksdóttir, 31.10.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband