Yessss, hann er ekki farinn
Mánudagur, 20. október 2008
Þessi orð kváðu við þegar Friðrik leit út um gluggann í morgun. Áður en hann fór að sofa í gærkvöld var hann að velta því fyrir sér að það væri alveg týpiskt að snjórinn yrði svo farinn í dag. En hann fór ekki og úti blæs vindurinn og það er bara kominn vetur, ótrúlegt en satt og fyrsti vetrardagur ekki enn kominn og ég naglalaus, same old same old.
Við fullorðna fólkið köllum þetta varla snjó, smá föl og það hefur fokið í smá hrúgur hér og þar. Þetta dugar samt til þess að gleðja yngri kynslóðina, sleðarnir eru dregnir fram og ég sá eina dömu draga sleðann sinn á eftir sér niður Balann þegar ég sat með morgunsjeikinn minn og horfði á mannlífið.
Áður fyrr var hægt að sitja og fylgjast með þegar þorpið vaknaði. Þá voru flestir að vinna hér á staðnum og voru á leið til vinnu eða að skutla börnunum í skólann og leikskólann. Það skapaðist meira að segja stundum smá öngþveiti við einu almennilegu gatnamótin okkar en það er liðin tíð. Eina hreyfingin rétt fyrir átta þessa dagana eru skólabörn og kennarar á leið í skólann og eða leikskólann. Flestir hinir eru farnir áður en við komum á ról í vinnuna sína á næstu fjörðum.
Svona breytist þetta allt saman.
Sendi ykkur góðar kveðjur inn í nýja vinnuviku og munið að hafa það eins og þið viljið
Athugasemdir
Snjórinn gerir allt bjart og fallegt
Solveig Friðriksdóttir, 20.10.2008 kl. 11:24
Mikið er ég glöð að kisa skilaði sér heim, henni hefur ekki litist á allan þennan snjó!!
Kv. Dóra
Dóra (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:16
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.