Týndi "sauðurinn".
Miðvikudagur, 15. október 2008
Hver haldið þið að hafi bankað á dyrnar rúmlega sjö í morgun ? Hún Sóla blessunin sem fór í útlegð þegar við vorum fjarverandi í júní og leiðinda fress lagði undir sig kjallarann sem hún hafði til afnota í fjarveru okkar.
Ég var búin að afskrifa hana greyið en samt ekki meira en svo að ég var ekki búin að gefa kattarmatinn hennar. Hún á svosem sögu um lengri fjarveru, var 7 mánuði í burtu þegar við fluttum og hún strauk frá okkur og ekki lífsins mögulegt að nálgast hana. Nú skilaði hún sér sjálf og það tel ég gott, búin að stytta ævintýrið um 3 mánuði svo ef hún skreppur frá aftur verður það kannski bara 1 mánuður.
Ég var reyndar búin að viðra þá hugmynd að ef hún fyndist gætum við ekki haft hana ef hún væri alltaf á einhverju svona flandri því erfitt er að vita ekki hvar hún er eða hvort hún er á lífi. Þær hugmyndir fuðruðu út um gluggann þegar við hittumst í forstofunni og hún nuddaði sér utan í mig vinstri hægri. Á hún ekki skilinn annan séns, jú það finnst mér og líka Friðrik og Dýrunn sem vöknuðu við að hún hoppaði uppí til þeirra líkt og hún hefði verið burtu eina nótt. Jósef hefur ekki atkvæðisrétt hehe.
Hún er samt svolítið hvekkt og hefur látið lítið fyrir sér fara í dag enda vön frjálsræðinu úti í náttúrunni. Eitthvað hefur hún fengið að borða blessunin og lítur svo vel út þessi elska. Nú tekur við ormahreinsun og svo er að sjá hvernig hún plumar sig greyið.
Hafið það eins og þið viljið og verið góð við dýrin
Athugasemdir
Er hún hvít og grá.
Svoleiðis köttur er búin að vera í hjallinum á Ekru í nokkurn tíma og gjóta fullt af litlum köttum að mér skilst.
Þóra Bj. (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:33
Hún er hvít og grá og steingeld blessunin. Hákon reddaði því sl vetur svo ég fæ ekki fleiri "barnabörn" úr þeim legg.
Solveig Friðriksdóttir, 16.10.2008 kl. 06:35
Mikið er gott að hún er búin að skila sér blessunin.
Áslaug (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 11:33
Já það eru allir glaðir yfir heimkomunni.
Solveig Friðriksdóttir, 19.10.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.