Mikill kvenskörungur...

Já þær voru öflugar kvenpersónurnar í Íslendingasögunum. Ég má til með að deila ykkur snilldar setningu úr leikriti sem Friðrik og félagar eru að vinna úr Snorra sögu. 

"Ingibjörg horfði á Snorra og Snorri datt og rotaðist".  

Það er sem sagt líka hægt að rota með augnaráðinu. Magnað.  Ég vona að leikritin verði sett upp því ég sé fyrir mér að þetta verði mjög tilkomumikið atriði. 

Nú er að baki yndisleg helgi. Saumaklúbburinn Hvalnessystur átti sinn árlega hitting um helgina. Það dugar ekkert minna en helgi.  Í ár hittumst við á Djúpavogi, gengum um sandfjöruna, fórum í sund og fengum okkur pizzu. Brunðuðum svo í gististað á Hof með  viðkomu á Kerhömrum hjá Hlíf og Hafþóri og sungum bæði ljúfu og rapp útgáfuna af "Kalli kálormur" við undirleik Hafþórs. 

Þetta var upphafið að ótrúlega hláturmildri helgi enda ekkert annað í boði þegar Hvalnessystur eru annars vegar.  Óboy óboy. Ég ætla ekki í neinar frekari útlistingar því þetta var helgin okkar Smile en mikið lifandi skelfing hlakka ég til næsta hittings.  Það er ekki oft sem magavöðvarnir eru í krampa heila helgi, mikil lifandi skelfing hlýtur þetta að vera gott fyrir heilsuna.

Dýrmætt að eiga svona skemmtilegar vinkonur líka. Allar með sömu ræturnar úr Stöðvarfirðinum góða og höfum haldið sambandi frá því við vorum í saumaklúbb í Reykjavík fyrir möööörgum árum og haldið úti fréttabréfi sem fer hring eftir hring ár eftir ár síðan 1994 ef mér skjöplast ekki. 

Hér kemur ein falleg úr óvissuferðinni sem Hafþór og Dóra fóru með okkur í á þvílíkum kagga í eigu Hafþórs Winksystrahittingur_016.jpg

 Yfir þennan sjó og sand var okkur keyrt úr í Brimilshólma og hvað halið þið að við höfum séð? Jú sjö seli sem kunnugum þótti heldur lítið. Þvílík fegurð þarna og ekki létum við veðrið aftra okkur en hann blés hressilega. 

Hugsið um hvað það er dýrmætt að rækta félagsskapinn sem lætur manni líða vel.

 

 

 

Eitt spakmæli um vináttuna. Vel við hæfi.

"Ég þekki gildi vináttunnar.

Hver vildi lifa án hennar? 

Hún er ágæt í meðbyr; ómetanleg í mótbyr.  Jos.von Görres


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að eiga góða vini.

Sigurjón. (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vinir eru dýrmætir.  Kalli kálormur.....mikið búið að syngja um hann hahah.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.10.2008 kl. 05:48

3 identicon

ÓMG-hvað ég er búin að flissa mikið eftir að ég kom heim. Alltaf eitthvað að rifjast upp fyrir mér frá helginni :-)  Alveg óborganlegur selskapur, þessar Hvalnessystur!!

Hallan (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Já og það þarf ekki mikið til, eitthvað var ég að spá í klæðaburð krakkanna í dag og þá kom þessi með að .."klæða sig til stáss en ekki til skjóls" eða var það á hinn veginn, skiptir ekki máli. Já og Bono túlkunin hjá henni Rósu, ó mæ god, slíkt gleymist barasta aldrei.

 Já Fjóla, þú ættir að heyra rappútgáfuna af Kalla kálormi, hún er sérstök útfærsla Hvalnessystra.

Solveig Friðriksdóttir, 7.10.2008 kl. 18:58

5 identicon

Var að skoða myndirnar hjá Höllu, það hefur greinilega verið gaman.

Þóra Björk (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:12

6 identicon

Sæl mín kæra, var að kvitta hjá Höllu - og nú þér.  Búin að senda uppskrift af súpu og saltbrauði í pósti, færð það í fyrramálið.  Þú manst svo að vera handflót við eldamennskuna.
Bestu kveðjur, Dúdan

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Rapp ?  Hahaha einhvernveginn skelli ég´uppúr er ég hugsa um Hölluna.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband