"Hvað, finnst þér ég tala of mikið?"
Mánudagur, 15. september 2008
Sagði Dýrunn við pabba sinn í morgun en hann var viðstaddur morgunverðartíma áður en farið var í skólann, yfirleitt er hann lagður af stað á Eskifjörð meðan við hin erum enn í draumalandinu.
Dýrunn þessi elska getur talað og talað og talað og gaman væri að vera fluga á vegg við morgunverðarborðið; Ég ; "Dýrunn, taktu nú lýsið þitt og vítamínið".... Dýrunn heldur sögunni áfram sem hún var byrjuð á eða draumnum langa sem hana dreymdi um nóttina. Ég ; Dýrunn mín, geymdu söguna aðeins og taktu lýsið og vítamínið, þú mátt halda áfram á eftir..... og svona gengur þetta með morgunverðinn líka þó hann sé hjá flestum fljótafgreiddur þá eru teknir sopar og svo heldur frásögnin áfram.
Pabbinn er ekki með eins mikið langlundargeð og ég, sérstaklega ekki ef sögustund hefst í miðjum fótboltaleik og tekur drjúga stund af fyrri hálfleik. Um daginn var hann eitthvað að stoppa hana af þá svaraði hún ákveðið; "Nú, ég hef bara frá mörgu að segja". Hún bætir því gjarnan við þegar sögustundir ber á góma og aðstæður leyfa ekki langa hlustun; "Nú ég fæddist líka talandi".
Það liggur við enda var hún mjög fljót að tala og fyrsta orðið var mamma að sjálfsögðu. Ég var dugleg að skrá fyrstu orðin en um 16. mánaða aldurinn var hún farin að segja allt sem við hana var sagt, farin að tengja saman orð og beygja. Tæplega ársgömul var hún í pössun hjá Gurru og þá sagði hún iðulega "pabbi minna, mamma minna".
Þetta skrifaði ég í dagbókina: 18 mánaða var ég farin að tala rosalega mikið og sagði langar setningar. Tæplega tveggja ára orðin altalandi og kunni mörg lög. Talaði mikið og söng og hafði alltaf svör þegar ég var spurð.
Þetta skrifaði hún sjálf í dagbókina eftir 7 ára afmælið: Þegar ég var 7 ára þá bauð ég Brinjari, Mána, Rakeli, Sigga, Kolbrúnu, Eyþóri, Viktori, Jónatani, Magneu, Jónínu og Arney. Ég hafði ormaköku og rjómatertu og þeim fanst það gott. Og ég bauð Dagní Sól líka og ég fékk eirnalokka. (kommur og punktar eru mín viðbót)
Annasöm vika framundan og frábær helgi með Herbavinum mínum í Reykjavíkinni, hlakka mikið til, hef meira að segja bóndann með og það er ekki verra
Athugasemdir
hahha þetta er ótrúlega sætt
Jóhanna Guðný (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:44
æði.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:27
ha ha ha, hún er nú alveg kostuleg;)
Alda Rut (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:01
Frábær, hún á örugglega eftir að segja mér einhverjar sögur um helgina.
Áslaug (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:39
Hún er hafsjór af bröndurum
Sjonni (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:10
Þið eruð öll svo mikið krútt..
Hafið það gott í Borg Óttans..
Knús á ykkur..
Jóhanna Dreifbýlistútta (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:35
Já það vantar ekki brandarana og spekina í dömuna Já Áslaug, þér á ekki eftir að leiðast.
Solveig Friðriksdóttir, 17.9.2008 kl. 22:15
Já, það er gott þegar blessuð börnin geta tjáð sig um allt sem þeim liggur á hjarta. Hún var akkúrat að hespa af heimalærdómnum hér, eftir hindberjaskyrið (hádegismatinn) Þið skemmtið ykkur eflaust vel hjónakornin um helgina og þú verður án efa sallafín, hvort sem þú klæðist þeim vínrauða "design Rósa" eða einverju öðru.
Sólrún (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 15:02
Design Rósa var það og ég hugsa að ég leggi inn pöntun fyrir svipuðum kjól, hann er æðislegur. Ég var svo sniðug að gleyma myndavélinni heima og bíð eftir myndum frá góðvinum mínum úr Herbanum.
Solveig Friðriksdóttir, 22.9.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.