-Haustið-
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Hver árstíð hefur svo sannarlega sinn sjarma. Einu sinni varð ég oft döpur á haustin. Þegar allt líf sumarsins virtist fölna á örskotsstundu. Með árunum og já einu og einu gráu hári hefur þetta breyst og í dag leitast ég eftir því að sjá það fallega úr hverri árstíð fyrir sig.
Ég á samt mína uppáhalds árstíð, vorið þegar allt er að lifna en sjarminn í haustinu er líka ótrúlegur. Þegar birkiskógarnir skipta litum svo svakalegum að mann hefði ekki grunað að öll þessi gulleitu litatilbrigði væru yfir höfuð til. Berin maður lifandi upp um öll fjöll og jafnvel niður að fjöru. Það er verið að plana að safta og skella í einhverja góða bláberjasultu. Radísurnar komnar upp úr moldinni og gulræturnar á endasprettinum, reyndar eitthvað dvergakyn að því er virðist og blómkálið verður væntanlega blómkál næsta sumar með meiri fyrirhyggju í nýrri sáningu. Sem sagt uppskerutími. Uppskeran lítur dagsins ljós á fleiri sviðum og er ég gífurlega þakklát fyrir það, kemur í mig meiri krafti og sannfæringu að ég hafi valið rétt á sínum tíma.
Nú er tími fyrir kertaljós, kósí ljós hér og þar og kósíheit yfir höfuð. Sólblómið mitt stendur enn þó það sé ekki eins fallegt og á myndinni sem fylgir með. Það er búið að gleðja okkur í allt sumar og spenningur að fylgjast með því vaxa og dafna og ekki slæmt að eiga þessa minningu á stafrænu formi
Hafið það eins og þið viljið í haustinu.....
Athugasemdir
Allt hefur sinn sjarma og engin ástæða til annars en njóta lífsins í botn, vetur-sumar-vor og haust :-)
Hilsen úr Grafarvoginum
Hallan (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 22:54
Já allt hefur sinn sjarma. Og eru haustin minn tími.
Flott Sólblómið hjá ykkur
Jóhanna Guðný (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:12
Ég elska haustin.. kertaljós, rökkrið, laufin og lyktin af haustinu er æði
Svo skipti ég alltaf um ham á haustin lita hárið á mér öðruvísi, breyti í stofunni og geng í óvenjulegum fötum.. Tilbreytingin er nauðsynleg..
Knúsíkremju á ykkur og sólblómið ykkar er bara svalt og töff...
Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:17
Ummmm..... mitt sólblóm er ekki komið upp ennþá, það var greinilega gallað fræ sem ég fékk......
Hilsen úr berjaáti.
Þóra Björk (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:32
Sælar allar saman og takk fyrir innlitið og kvittið. Ég ætla einmitt í bústað um helgina og njóta þess að sitja við arineld og kertaljós þegar myrkrið skellur á.
Já berjaát... þar voru flottir krakkar sem komu af fjalli eftir tveggja tíma berjaferð með skólanum í morgun. Bláir botnar, hendur og andlit hehe, hellingur af berjum í skjólunum og nóg eftir í brekkunum, ég hef sjaldan séð annað eins af bláberjum, nammi namm.
Við bíðum spennt eftir úrslitunum í sólblómakeppninni. Þóra, það gengur bara betur næst. Fór það í moldina eða "týndist" það?
Solveig Friðriksdóttir, 27.8.2008 kl. 17:36
Haustið hefur alltaf verið mín uppáhaldsárstíð. Ég get víst ekki státað af eins flottu sólblómi og þú, það fór vel af stað en svo brotnaði það næstum því en gerð tilraun til að binda það upp við blómastöng og það lifðir enn en nær ekki að blómstra. Hafið það gott í bústaðnum um helgina.
Áslaug (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:21
Vetirinn er minn tími. Mér líður best þegar norðanvindurinn gnauðar á litla snjóhúsinu mínu og ég sting mér í hlýjann skinnpokann hjá spússu minni. Það eru mínar stundir.
Elganor eskimói (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.