-Aldan-
Mánudagur, 4. ágúst 2008
Á frídegi verslunarmanna heimsóttum við Dýrunn Ölduna. Ég vissi að það væri háfjara og notaði tækifærið eftir trimm morgunsins að heimsækja Ölduna. Hún skartaði sínu fegursta og Dýrunn naut sín í botn. Við fórum í leikinn "sjórinn getur ekki náð mér" og Dýrunn uppskar örlitla bleytu í fæturnar og við báðar ánægju og gleði. Það er alltaf gaman að skrifa í sandinn
Við dvöldum sem sagt í rólegheitum heima þessa helgi enda framundan heilmikil fótboltahelgi á Króknum um næstu helgi. Það var gott að vera heima og garðurinn naut góðs af því. Hér koma fleiri myndir úr ferðinni okkar Dýrunnar í morgun
Athugasemdir
Skemmtilegar myndir, ég sé að þið hafið átt góða morgunstund þarna á Öldunni.
Áslaug (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 15:38
Já þetta var alveg yndislegt
Solveig Friðriksdóttir, 5.8.2008 kl. 23:08
Algjört lýsi fyrir sálina að vera úti í náttúrunni. Ég fór einmitt inn á Öldu seinnipartinn í dag, með einn lítinn pjakk sem var orðinn þreyttur og leiður. Þar var svo mikið að bjástra hjá honum að það var erfitt að ná honum þaðan. Skemmtilegar myndir
Sólrún (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.