Búin að yngja upp...
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Já um heil 10 ár. Sá gamli var orðinn svolítið þreyttur þó hann sé enn nokkuð seigur var kominn tími á að skipta honum út og fá sér annan sprækari. Samt ótrúlegur kraftur í honum en ég var farin að hafa smá áhyggjur af því að hann hefði ekki nægilegt úthald fyrir mig. Ég á eftir að sakna hans.
Ég fékk mér ekki einn 31 árs gæja, auðvitað bíl enda engin ástæða til að skipta Jósef út Hann er alveg vel sprækur.
Það er mikil gleði á heimilinu og börnin hafa bara ekki séð flottari bíl, það eru alls konar hólf í honum og flottheit hehe. En í öllu falli öruggari ferðamáti fyrir fjölskylduna.
Við fengum hann lánaðan fyrst, við dömurnar, ég, Dýrunn og mamma fórum í stelpuferð í Egilsstaði sl. föstudag og í göngunum kom í ljós að eitthvað amaði að greyinu. Á Reyðarfirði skoðuðu Jósef og samstarfsmenn hjá Eimskip gripinn og í ljós kom að hjólalega var að gefa sig. Hún fékkst ekki á Reyðarfirði en var til á Egilsstöðum og okkur tjáð að í lagi væri að keyra rólega uppeftir sem og við gerðum. Það gekk áfallalaust en bíllinn orðinn svo til bremsulaus þegar við komum í Egs. enda fór bremsuborðinn þegar þetta bilaða dót hitnaði upp úr öllu valdi.
Við tók bið í Shellskálanum og svo á verkstæðinu þar sem ég skoðaði alla nýju bílana og lét mig dreyma um að aka heim á einum slíkum (hlakka til þegar það verður einn daginn).
Þegar ljóst var að við kæmumst ekki heim á gamla rauð fengum við Subaru Forrester lánaðan og það var ekki snúið. Á þriðjudag gekk ég frá samningi og fékk kaupanda að gamla rauð og það voru meira að segja tveir sem buðu í hann. Gott að vita að hann verði áfram á svæðinu blessaður.
Stelpuferðin varð því frekar óspennandi en Dýrunn átti yndislegt tilsvar meðan við vorum að bíða eftir Jósef á Reyðarfirði. Í útvarpinu var sagt frá því að Nelson Mandela væri orðinn níræður. Ég segi við Dýrunni, "Nelson Mandela er orðinn níutíu ára, veistu hver hann er ?" Dýrunn hugsar sig um "Neeeeeei, ég veit það ekki, er það veitingastaður?".
Stundum breytast plön, ég hafði engan áhuga á Subaru, ætlaði að fá mér bíl sem eyddi rosalega litlu, hef ekki séð annað en Skoda og aftur Skoda o.s.frv. en þessi heillaði mig og þá er gott að hafa sveigjanleika og breyta um stefnu.
Líkt og í lífinu, þó við séum að stefna í ákveðna átt geta opnast nýjar dyr á leiðinni sem vert er að kíkja inn um, stefnan breytist kannski og við förum aðra leið en við ætluðum í upphafi að settu marki og skiptum jafnvel alveg um skoðun en í staðinn uppskerum við þroska og meira víðsýni.
Hvað á þá betur við en þetta frábæra spakmæli af spjöldunum sem ég keypti á Hellnum á Snæfellsnesi:
"Ég fagna hverju TÆKIFÆRI til að þroskast". G.G.B.
Athugasemdir
Þessi hvíti klæðir þig ákaflega vel. Til hamingju með hann.
Sólrlún (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:05
Til hamingju með bílinn
Jóhanna Guðný (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:11
Já hann fer þér vel og til hamingju með hann.
Sigurjón. (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:15
Hæ hæ og innilegar hamingjuóskir með þennan nýja unga og úthaldssama, hann á klárlega eftir að reynast ykkur betur.. og þér vel í haust/ vetur ef þú kemur með jóga á Reyðó..
Sveigjanleikinn er alltaf góður í bakhöndinni.. Snilld með Dýrunni og kommentið hennar .. hún er orðin svo veraldarvön.. ég meina það er nú til veitingastaður á Kúbu sem heitir Al Capone..
Knúsíkremju og sjáumst á Króknum
kv, Jóhanna í Álversbæ
Jóhanna Dreifbýlistútta (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 14:12
Til hamingju með nýja bílinn og velkominn í Subaru-klúbbinn Hann á eftir að reynast þér vel !
Marta Subarufrík
Marta (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 18:01
Takk takk, karli föður mínum hefði líkað þetta val enda Subaru fan númer eitt í fjöldamörg ár, lá við að hann væri í áskrift hjá Ingvari Helgasyni um tíma þegar komu nýjar týpur en róaðist þegar leið á og hann var hættur að vinna við aksturinn í hjáverkum. Hafið það gott um helgina.
Solveig Friðriksdóttir, 25.7.2008 kl. 12:45
Til hamingju með Subaru bílinn þetta eru góðir bílar er allveg sammála tengdó að kaupa bara þessa tegund.
kv Stína mágkona
kristín (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 12:29
Til lukku með nýja bílinn.
Áslaug (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 13:17
Hjartanlega til hamingju með nýja fákinn. Þetta er frábært val hjá þér Ég er búin að vera Subaru "fan" í mörg mörg ár. Erum á 4 Subaru bílnum okkar núna, ætlaði alltaf að leita að einhverjum sem eyddi minna en hefði sömu gæði hmmm........... sú leit bar aldrei árangur.
Halldóra Ósk (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 13:29
Til lukku !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.