Tiltekt....

Já hún er nauðsynleg annað slagið. Í gærkvöld var húsbóndinn svo myndarlegur að setja saman hillurnar sem ég pantaði fyrir nokkru í vinnuherbergið.  Skipulagið á skriftofunni var orðið svo villt eitthvað að fólki var ekki bjóðandi þar inn því hilluplássið fyrir dót og skjöl vantaði.  Ég er því að forfæra úr hillugarminum sem var að sligast undan öllu dótinu yfir í nýju hillurnar.  Nú get ég haft lagerinn minn á einum stað og bækur og skjöl á einum stað, Herbalife, jóga og persónulegu uppbygginguna, gaman gaman Smile.

Ég er búin að henda reiðinar býsn af pappírsdrasli sem ég kem aldrei til að skoða og þá er meira pláss. En þetta er bara byrjunin og nóg verk framundan, gott að dunda sér við það meðan rignir.

Kisa er enn ekki komin og ekkert til hennar spurst að því ég veit í það minnsta. Skrýtið að hún hafi ekki kikkað við og athugað hvort fólkið hennar væri komið. Ég hef heldur ekki séð svarta og hvíta fressið, hann hefur haldið á brott þegar ljóst var að hann fengi ekki lengur tveggja réttaða máltíð og að í hvert skipti sem hann lagði leið sína í garðinn kom einhver kerling út úr húsinu hoppandi og skoppandi með látum svo friðurinn var enginn.

 Nú er spurning hvort gámavöllurinn sé opinn í dag. Það er nefnilega geitungabú í bílskúrshurðinni minni og um leið og hún er opnuð þyrlast geitungagerið upp. Ég get því ekki hent pappadraslinu þangað. Það verður fjör í haust þegar þeir fara að flögra ráðvilltir um verkefnausir. Ég hef fína afsökun að ná ekki í sláttuvélina eða garðháhöld hehe. 

Við fáum aftur gesti um helgina og ætlum að verja tíma með þeim hér heima og svo eina nótt í Fögrulíð, ég er komin með fráhvarfseinkenni og hlakka mikið til að kúra í kyrrðinni þar. Friðrik keppir svo á fótboltamóti á Egilsstöðum á sunnudag. Okkur þarf því ekki að leiðast enda  er ég í það minnsta löngu hætt svoleiðis.

 Hafið það eins og þið viljið í sól eða regni...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi að hún Sóla skili sér blessunin.  Sá svarthvíti hefur verið að lauma sér inn til okkar með tilheyrandi merkingum og kattarhlandsfýlu. Ótrúlega pirrandi! Aumingja Móri er svo stressaður og uppgefinn að reyna að reka hann í burtu bæði héðan og frá Sætúni en hann er að troðast þar inn lika. Móri greyið er orðinn alltof roskinn til að standa í svona stórræðum. 

Sólrún (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:54

2 identicon

Ég tek undir með Sólrúnu, það er einhver kattarfjandi sem er búin að koma tvisvar inn í eldhúsið niðri sem í dag er þurkherbergi og geimsla,  og ógeðsleg  fýla sem hann skilur eftir sig, vildi gjarnar komast að því hvaða köttur þetta er.

En svo hefur verið svatur og hvítur köttur að þvælast hjá mér með að ég held rauða ól, meira samt svartur en hvítur og svo er hall bæði búttaður og loðinn.  Átt þú hann?

Þóra (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 11:06

3 identicon

Ég veit um einn sem ryksugaði geitunga búið hjá sér með góðum árangri.

Sigurjón. (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Þetta er líklega sá sami sem er að gera sig heimakominn hér og þar og greinilega ógeldur miðað við lyktina. Hér er natron í skál niðri í þeirri von að eyða restinni af fýlunni sem hann skyldi eftir sig, þó er búið að þrífa hátt og lágt. Sóla er grá og hvít og er ekki með ól en skrattakollurinn sem bauð sér í tvíréttað í boði Sólu og þakkaði fyrir sig með tilheyrandi merkingum er eins og þú lýsir, meira svartur en hvítur og með rauða ól. Óskandi að hann skilaði sér heim eða í það minnsta í geldingu.

Takk fyrir gott ráð Sigurjón. Ég held að það yrði erfitt að koma ryksugubarkanum inn í bílskúrshurðina, nema rífa hana í sundur hehe.  Ætli ég þrauki ekki þorrann og leyfi þeim að ljúka sínu verki. Set það svo á stefnuskrána að þétta hurðina fyrir næsta vor. 

Solveig Friðriksdóttir, 4.7.2008 kl. 17:10

5 identicon

Kannast við týndar kisur.. en sem betur fer koma þær nú yfirleitt í leitirnar.

Hafðu það gott.. eins og ég.. í sól og regni :)

Helga Antons (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 15:09

6 identicon

Vonandi skilar Sóla sér heim, þessi köttur er alltaf að snúast hér, mænir upp í stofugluggann í von um að sér sé hleypt inn.

Áslaug (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:52

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er sko rosalegt geitungabú hér á pallinum mínum....sem betur fer kemur einhver snillingur á eftir til að eyða því.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband