"Mamma með fjögur augu"
Fimmtudagur, 25. október 2007
Í gær tókum við mæðgur daginn þokkalega snemma. Lögðum af stað héðan frá Stf. klukkan sex að morgni til Norðfjarðar því Dýrunn átti að fá rör í eyrun og láta taka nefkirtlana. Allt gekk vel nema hvað, við þurftum að bíða í klukkutíma þar til röðin kom að henni og sú stutta fastandi og var orðin svöng um hálf níu leytið.
Allt breyttist þó þegar hún fékk kæruleysissprautuna í rassinn. Þá varð hún ligeglad og hló mikið. Allt í einu segir hún "Mamma, þú ert með fjögur augu" og stuttu seinna kom "Þú ert með tvö höfuð" og hló svo meira. Hún var líka fljót að sofna og engin hræðsla eftir við þessa fínu sprautu.
Aðgerðin gekk vel og við dvöldum fram eftir degi meðan hún var að jafna sig eftir svæfinguna. Hún var ansi slöpp og hélt engu niðri af því sem hún borðaði. Í dag er hún brött og að dunda sér við hitt og þetta. Hún má ekki fara í skólann í 3 daga og þá er komin helgi og svo tveggja daga vetrarfrí svo hún fær langt frí. Að sjálfsögðu sinnti hún heimanáminu og skrifaði þessa sögu í sögubókina (ekkert lagfærð)
Þegar ég þurti að fara til læknis
Ég þurti að fara til Neskaupstað og fara í nefkjirtatöku og ég þurfti að fá svævi nál í hendina.
Ég gubaði 3 svar
Ég náði í tæka tíð í jógað en það hófust tvö námskeið, eitt hér og annað á Breiðdalsvík. Viti menn skráningin var betri í Breiðdalnum og fyrir vikið fá þær mig yfir. Harðjaxlarnir hér mæta aftur og aftur en nokkrar eru á djammi erlendis og fá að slást í hópinn þegar þær koma til baka. Heimturnar úr byrjendanámskeiðinu á Breiðdalsvík á nýtt námskeið eru 60-70% sem er mjög gott, eiginlega frábært, yfirleitt er hlutfallið lægra, reyndar afsannaðist það hér í vor þar sem heimturnar úr byrjendanámskeiðinu voru 0% af Stöðvarfjarðarkonum sem komu á það. Þær sem komu frá Reyðarfirði bíða spenntar eftir að ég auglýsi á þeirra slóðum og það er allt í pælingum og vinnslu. Ég veit um fleiri áhugasamar þar. Þetta er eins og með sjómennina, maður verður að leggja línurnar þar sem fiskurinn er . Asskodi var þetta spekingslegt.
Að öðru, ég hef nú til sölu tvær bækur og geisladisk, eftir Guðjón Bergmann.
Bókina Þú ert það sem þú hugsar
Bókina Þekktu sjálfan þig - innsýn í jógafræðin -
DVD diskinn YOGA með Guðjóni Bergmann
Frábærar bækur og góður diskur fyrir þá sem vilja gera áhrifaríkar æfingar heima. Hafið samband ef það er eitthvað sem ykkur langar í.
Dýrunn dró sér spil úr bunkanum í dag og fékk:
Ég STEFNI beint að markmiðum mínum
Þegar hún var búin að spá í hvað markmið væru skrifaði hún á blað: Ég þarf að æfa mig meira í : fótbolta og fimleikum og að sgriva og lesa og legja saman og draga frá.
Hafið það áfram eins og þið viljið elskurnar
Athugasemdir
Vá, hver veit nema ég versli mér þessar bækur þegar ég verð komin í jóga.
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:29
Flott
Bókin "Þú ert það sem þú hugsar" er sjálfshjálparbók fyrir alla og í henni fullt af hagnýtum hugmyndum fyrir þá sem vilja hjálpa sér sjálfir. Með henni fylgir geisladiskur með öndunaræfingum og slökun, rosa fín. Í öðru sæti á metsölulista Pennans/Eymundsson
Hin er tengd jóga og hvernig hægt er að nýta sér þessa speki í daglegu lífi.
Solveig Friðriksdóttir, 25.10.2007 kl. 17:56
Já þakka þér fyrir Solla mín - ég ætla einmitt að halda áfram að hafa það akkúrat eins og ég vil
Gvöð, hvað var skemmtileg hjá okkur í sjaldgæfa saumaklúbbnum þegar þessi setning hóf sitt flug. Ég sakna þess að geta ekki ruglað oftar með ykkur rugludöllunum þarna eystra. Fer ekki Hvalrekinn að detta inn um lúguna hjá mér innan skamms....? Ég er fréttaþyrst með meiru!
Góða helgi og batakveðjur til skottunnar. Það er aldrei sérlega skemmtilegt að fá "svævi" nál í sig.
Hallan (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:50
Heyrðu mín kæra. Þó við systur séum hér á sama landshluta þá hittumst við nú ekki allar nema nema sú stóra úr Reykjavíkinni sé með og enn átt þú heimsóknarmetið í Hólalandið hehe. Hvalrekinn fór frá mér á föstudag fyrir viku að ég held svo hann hlýtur að detta inn hjá þér hvað úr hverju. Ég stend mína plikt hvað hann varðar og aldrei staldrar hann lengi við á mínum vígstöðvum. Þetta er náttúrulega einstaklega sjaldgæfur félagsskapur sem við skulum halda áfram að vera duglegar að rækta. Venlig hilsen.
Solveig Friðriksdóttir, 26.10.2007 kl. 13:53
Solla beibý.. Takk fyrir kvittið...
Ég dáist að dugnaðinum í þér kona:) Og bíð spennt eftir Yoganámskeiði á Reyðó.. :) Og meðan ég man... góða skemmtun á Árshátíðinni með öllum keðjusögunum úr Bröttu brekku :)
Sjáumst hressar
Jóhanna Dreifbýlistútta (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 15:44
Hún Dýrunn er nú meira krúttið!
Frábært að það gengur svona vel með öll námskeiðin:)
Biðjum rosa vel að heilsa öllum..
kv Halla og Árni :)
Halla Björk (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.