Blessuð sólin....

...elskar allt og ekki síst rykið og kámið á gluggunum. Mánudagar eru sæludagar hjá mér eins og ég hef áður sagt, þegar börnin eru farin í skólann iðka ég mína hugleiðslu og geri æfingar, sinni heimilisstörfum og vinn í Herbanum mínum. 

Í morgun þreif ég sem sagt rúðurnar í stofunni sem eru engin smá smíði. Ekkert þrekvirki en ég var að prufukeyra nýja örtrefjaklútinn sem ég keypti í Bónus fyrir helgina. Ég er að færa mig yfir í heilsusamlegri þrifaðferðir, hætta að spreyja rúðuúða út um allt hús og nota nú örtrefjarnar við afþurrkun og örtrefjar og vatn til að þrífa. Jú ég nota sápu á gólfin.  Þetta gekk alveg ljómandi vel og ég verð alltaf jafn hissa hvað blessaðar flugurnar skíta mikið á gluggana mína (kannski þríf ég þá of sjaldan hmm).  Ég fór í smá nostalgíu og yfirfór í huganum hvernig ég ætlaði að setja ljós í þennan og þennan glugga á aðventunni.  Ég er líka farin að kaupa jólagjafir, komin með átta held ég, mjög praktískar að vanda hehe.

Um helgina skellti ég mér á hluta af námskeiðinu "Þú ert það sem þú hugsar" á Reyðarfirði. Þar sem ég hef verið á því mátti ég droppa inn og ég skellti mér á laugardeginum. Þetta er stærsta námskeiðið sem hann hefur haldið á landsbyggðinni og það voru rúmlega 30 manns, frábært. Mjög gefandi að vanda en ég náði ekki sunnudeginum því ég hafði náð mér í skrattans hálsbólgu fyrir helgi sem ég hélt að væri yfirstaðin en var bara slöpp í gær.  Ég viðurkenni að ég varð hálf pirruð því ég ætlaði mér að gera svo margt, þess í stað kúrði ég undir teppi til að ná úr mér hrollinum.

Ég er fín í dag og kenni síðasta jógatímann í þessari lotu. Byrja svo aftur í næstu viku með nýtt 12 tíma námskeið og treysti því að menn nýti sér það.  

Áfram heldur stafgangan og í dag er þriðji tíminn hjá kerlunum. Þær eru ofsalega duglegar og ég vona að þær komi til með að nýta sér gönguna áfram.   Þar sem ég stika stórum þá getið þið ímyndað ykkur hvernig ég er þegar ég er líka komin með stafi í hönd. Ég þarf því að hafa mig alla við að hægja á mér og passa að sprengja ekki mannskapinn.  Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt.

Ég dró tvö spil úr stokknum góða og í dag komu þessi spil upp:

"Ég hugsa bæði með HJARTA mínu og HUGA"

"Ég TREYSTI mér fullkomlega"

 

Njótið vikunnar ................... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Solla mín !  Það er sama uppá skemmtilega málið með sólina, flugnaskítinn og kámið á mínum rúðum hahah. Notum bara klúta, góða skapið og hreinsum til.  Góðar setningar: Ég ætla að tileinka mér þær í dag !!

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 10:47

2 identicon

  gleymdi einu orði inn í flóruna TENINGNUM.

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Tók smá tíma að fatta teninginn... en fattaði svo

Solveig Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 15:20

4 identicon

Gott Solla mín, eflum fattarann hahhah

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:45

5 identicon

Kíktu á nýju síðuna mína.

Fjóla (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband