Fatasund ??

Vinkona mín frá Eskifirði hringdi í mig til að athuga hvort við yrðum heima á sunnudaginn. Já sagði ég en krakkarnir fara í fatasund og ég veit ekki alveg klukkan hvað. Fatasund? hváði hún skiljanlega en í mörg mörg ár hefur það verið til siðs að síðasta opnunardag sundlaugarinnar mega krakkarnir mæta í sund í fötunum. Eftir þessum degi er beðið allt sumarið og það er sannarlega fjör. Súlan býður upp á grillaðar pylsur og það má meira að segja borða ofan í lauginni og í heita pottinum.  

Stóru strákarnir reyndu mikið að ná fullorðna fólkinu út í og það tókst að koma Hönnu Björk, Jóna Petra gat skýlt sér bak við Ísar litla og slapp inn í klefa. Sumir af eldri kynslóðinni fóru samt sjálfviljugir og eins og sjá má á myndinni og ég veit að Hafsteinn er einn af þeim sem hvað duglegastur hefur verið að heimsækja laugina í sumar. Með honum í pottinum eru Dýrunn og Kolbrún Björk.  Fatasund 005

Nú lokar laugin og opnar í maí á næsta ári. Það er alltaf svolítill söknuður en þá er bara að finna aðrar laugar í nágrenninu. Stöðfirðingar mættu nú vera duglegri að nýta sér laugina þessa fáu mánuði meðan hún er opin, skammarlegt hve fáir mæta.  Ég var dugleg framan af, svo dalaði það en mikið lifandi skelfing er það slakandi að skella sér í pottinn. 

Það er annasöm vika framundan hjá mér. Ég var nú búin að starta stafgöngunámskeiði á þriðjudag  en þarf að fresta því fram í næstu viku þar sem ég var búin að ákveða að fara á kynningarfyrirlesturinn sem Guðjón Bergmann heldur á Reyðarfirði á morgun. Ég byrja þá næsta þriðjudag, kem beint úr vélinni eftir lokin á jóganáminu sem verða núna um helgina á Hellnum á Snæfellsnesi Grin Hlakka mikið til.  Jóganámskeiðið hér er í fullum gangi og fjögur skipti eftir. Stelpurnar í Breiðdalnum eru búnar með byrjendanámskeiðið og mikill áhugi að halda áfram. Þær geta komið í tímana hér á Stödda og svo auglýsi ég námskeið hér og á Breiðdalsvík upp úr miðjum okt.  Frábært.

Eitt flott spakmæli í lokin úr bókinni Hjálpaðu sjálfum þér eftir Louise Hay 

"Það er gleði og unaður að sá nýjum fræjum því að ég veit að upp af þeim sprettur ný reynsla". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með allt það sem er að gerast heima þessa dagana.  Það er gott að vita af þeirri orku sem virðist vera að leysast úr læðingi þarna.  Það er spurning um að flytja fjölskylduna aftur "heim" og gera eitthvað að viti.  hmmmm

Helga Antons (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:23

2 identicon

Oooo - mig langaði bara til að henda mér í laugina, beint af tröppunum heima í Heiðmörkinni! Fæ alltaf pínu heimþrá þegar ég sé myndir frá lífinu "heima". 

Var að skoða flottar myndir af stafgöngudeginum þínum áðan, hjá sviðsstjóra Almenningsíþróttasviðs hér í Laugardalnum. Var spurð hvort ég þekkti nokkuð einhverja á myndinni. Hahahhahahha - en ekki hvað!! Svo fór ég að þylja upp... Mæja í Rjóðri, Þóra Björk í Vinaminni...og vinnufélagarnir fengu landsbyggðar-nafnavenjurnar beint í æð. Bara kósý!

Bestu kveðjur á Stöddann!

Hallan (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Gleymdir þú nokkuð að minnast á að drykkirnir í lokin voru í boði SÚLUNNAR ?? Ég veit að þú hefur nefnt hana á nafn í þinni vinnu oftar en einu sinni hehe.

Solveig Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband