Stafgangan
Laugardagur, 29. september 2007
Þegar ég stóð við íþróttahúsið tíu mínútur í ellefu í morgun og beið eftir að stafgangan byrjaði hugsaði ég, "við verðum að minnsta kosti tvær" því ég vissi 100% að Gurra myndi koma. Skyndilega fór fólk að birtast úr öllum áttum og það mættu 10 manns, níu konur og einn herramaður, algjörlega frábært.
Þegar búið var að stilla stafi og þvíumlíkt útskýrði ég bakgrunninn og hvað stafgangan gerði fyrir líkamann og svo byrjuðum við á grunninum, upphitun, svo sporinu og handasveiflunni. Þær prófuðu að sjálfsögðu Travolta sveifluna og Gurra var svo heilluð af henni og lifði sig svo inn í hana að hún var að spá í að fá sér glimmergalla til að ganga í. Svo gengum við sem leið lá út úr þorpinu og að afleggjaranum upp að Hrafnakambi, í gegnum Nýgræðinginn og enduðum á tjaldstæðinu. Stutt en hressandi ganga enda er tilgangur með kynningu sem þessari að leyfa fólki að finna hvað gangan gerir og svo eru teknar lengri göngur á námskeiðum smátt og smátt. Enduðum með teygjum og Bergtoppi í boði Súlunnar og próteinbari frá mér. Sjö skráðu sig síðan á byrjendanámskeið og hver veit nema það bætist í hópinn.
Hér sjáið þið nokkra göngugarpa og fallegu haustlitina í Nýgræðingnum. Hann skartaði svo sannarlega sínum fallegustu haustlitum.
Á morgun og hinn er lestrardagur því nú undirbýr daman sig undir lokasprettinn í jógakennaranáminu. Ég fer suður á fimmtudag og hitti hópinn á Hellnum á Snæfellsnesi þar sem við eyðum fjórum dögum í nám og jóga og enn meira jóga. Gaman gaman.
Athugasemdir
Þetta var mjög hressandi. Takk fyrir mig.
Þóra Björk (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:39
Solla!
Þú ert að gera svo góða hluti þarna í litla fallega þorpinu. Ég tek ofan fyrir þér. Það væri eftir henni Gurru að mæta næst í glansgallanum.
Fjóla (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:42
Takk sömuleiðis
. Þetta er fyrst og fremst gaman eins og þú veist og frábært að vera kominn með þann kraft og þor að láta enn frekar til skarar skríða. Ótrúlegt innlegg í reynslubankann.
Solveig Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 16:17
Já mikið var gott að skella sér í stafgönguna. Var nokkuð hress bara á eftir. Var samt að vona að ég væir orðin betri í stálinu heheheheh
Kveðja Jóhanna Guðný
Jóhanna Guðný (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.