- Stafgöngudagurinn 29. sept-
Þriðjudagur, 18. september 2007
Ég hef varla lokið fyrri hluta stafgöngunámskeiðsins þegar ég skelli mér beint út í djúpu laugina. Búin að staðfesta við ÍSÍ að ég taki að mér kynningu á stafgöngu á Stöðvarfirði þann 29. sept á afmælisdegi Sóla bróður og Stjána mágs (smá útúrdúr reyndar).
Nánari auglýsingar birtast síðar. Þetta er sem sagt kynning á stafgöngu, farið í grunnatriði og gengið. Þar sem ég á nú ekki stafasett, er nýbúin að fjárfesta í alvöru stöfum sjálf þá draga menn fram stafina úr geymslunni því þeir eru til víða, dusta af þeim rykið og finna íþróttaskóna og mæta á staðinn. Þarna eru allir byrjendur og allir jafn góðir.
Ég er enn með smá strengi eftir laugardaginn, ekki skrýtið þar sem gangan hreyfir mikið við efri hluta líkamans og það er svæðið sem ég þarf að losa um bólgur og vesen. Það er alltaf vont áður en það fer svo að verða betra.
Venlig hilsen í bili og allir út að ganga með stafina sína.
Athugasemdir
Vá Solla , þú ert sko að gera góða hluti kona góð.
Fjóla (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 21:28
blessuð frænka ég verð sko með, á eina slíka sen eru miklu ryki á
og væri nú gaman að dusta það af og skella sér.Flott hjá þér stelpa.Kveðja Jóhanna
Jóhanna Guðný (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:46
Frábært, þetta verður skemmtilegt. Nú þarf ég að æfa mig að ná tækninni betur áður en ég fer að miðla :)
Solveig Friðriksdóttir, 19.9.2007 kl. 13:09
Það vantar ekki dugnaðinn. Flott hjá þér!!
Áslaug (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.