-30 tímar-
Miðvikudagur, 12. september 2007
Jibbí, ég er búin að kenna þá þrjátíu tíma sem mér var ætlað að kenna að lágmarki frá apríl og fram í október í jóganu. Ég kenndi hann á byrjendanámskeiðinu á Breiðdalsvík í gær. Að sjálfsögðu sit ég ekki með hendur í skauti heldur held áfram með námskeiðin mín af fullum krafti. Októbernámskeið er ég farin að plana þ.e. þegar hinum tveimur lýkur og það verður spennandi að sjá hvernig fer.
Nú situr iðkunin í fyrirrúmi þ.e. þau skipti sem mér var ætlað að gera privat og persónulega á þessu tímabili. Gula bókin hans Yogi Shanti Desai fylgir mér hvert sem ég fer og ég hugsa að ég taki mér upplestrarfrí vikuna fyrir lokin á náminu því það er svolítið óþægilegt að vera alltaf að hlaupa í að lesa yfir daginn. Á kvöldin er ég orðin of þreytt til að taka inn mikla heimspeki enda dagurinn langur.
Græni liturinn er kominn á sinn stað, fyrsta umferð og sú seinni skellist á við fyrsta tækifæri.
Framundan eru annasamir dagar, ég verð á trúnaðarmannanámskeiði á morgun, kennaraþingi á föstudag á Djúpavogi og á stafagönguleiðbeinendanámskeiði (svakalega flott orð) á laugardag. Ætli ég taki ekki hvíldardaginn heilagann og slaki á með fjölskyldunni minni.
Enda á snilldar línum af diskinum Eniga Meniga sem ég hlustaði á í ræmur þegar ég var lítil og er uppáhaldsdiskurinn hjá Dýrunni...
"Galdurinn er að geta brosað, geta í hláturböndin tosað, geta hoppað, hlegið, sungið endalaust....."
Ég brosti í hið minnsta þegar við hlustuðum á þetta í gær
Athugasemdir
Það er aldeilis ekki lognmollan í kringum þig þessa dagana, Solla sys! Stafgangan er snilld - hefur allavega reynst mér og minni löskuðu mjöðm sérlega vel. Ég kemst hraðar og lengra og svo tekur þetta vel í efri búkinn. Kemur á óvart.
Hilsen!
Hallan (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:07
Það er nóg að gera hjá þér orkuboltinn þinn. Stafaganga er snilld. Hafðu það gott.
Fjóla (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:39
Sælar, skvísur. Ekki hefur orkuboltinn alveg verið skilgreiningin á mér, ekki að mínu mati en kannski er ég bara að breytast í nettan orkubolta. Hef í það minnsta miklu meiri orku en fyrir bara einu ári eða mánuðum, svo ég tali nú ekki um hörmungina fyrir nokkrum árum þegar ég stóð varla undir sjálfri mér. Ég ákvað að gefast ekki upp.
kveðjur
Solveig Friðriksdóttir, 12.9.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.