Jósef fór að mála og þá.....
Laugardagur, 8. september 2007
... kom þokan og úði. Verkið mjakast rólega áfram, hægt en örugglega enda vanur málari á ferð. Ég hlakka mikið til þegar græni liturinn verður kominn (sameiginlegt áhugmál hjónanna samofið, þ.e. Herbalife og Framsókn , frúin á það fyrra, vissara að það komi fram). Stefnan er að sá græni birtist á framhliðinni á morgun ef hann hangir þurr og aldeilis tækifæri fyrir fólk úr öðrum hverfum að fara á rúntinn og skoða dýrðina.
Ég var með Uppsalakonunum á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi og þær fengu smá tilfinninganámskeið hjá mér. Það er úr efni sem heitir Baujan og ég er að kenna í skólanum um þessar mundir. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fara í djúpar pælingar á svo stuttum tíma en þær réttu úr sér og önduðu djúpt í lokin og ef það er það sem fylgir þeim áfram er ég mjög sátt. Ég borðaði með þeim og var með allan tímann. Það var mjög gaman, farið í ýmsa leiki og sprellað. Nefndin hafði lagt mikla vinnu í undirbúning og matargerð og ég get ekki trúað öðru en allar hafi þær verið sáttar. Í lokin fengum við meira að segja flugeldasýningu.
Þar sem ég hef lítið verið að senda inn spakmæli upp á síðkastið ætla ég að gefa ykkur eitt gott. Það er úr bókinni "Þú ert það sem þú hugsar" eftir Guðjón Bergmann jógakennarann minn og byggir á samnefndu námskeiði sem hann er að halda um allt land. Ég er ekki að lesa hana þessa dagana (hljómar vel) því núna er ég að lesa jógaheimspekina hvenær sem færi gefst áður en við ljúkum náminu í byrjun okt. Ég hef gluggað í hana og rifjað ýmislegt upp af námskeiðinu sem við hjónin fórum á í vor.
Fyrirsögn fjórða kafla sem heitir "Hinar sjö mannlegu þarfir":
"Stefndu að framförum ekki fullkomnun... Mundu að alltaf býr ótti að baki fullkomnunaráráttu. Með því að horfast í augu við eigin ótta og gefa þér leyfi til að vera mannlegur geturðu, þótt mótsagnakennt sé, orðið mun ánægðari og framsæknari manneskja. - David Burns, sálfræðingur
Hægt er að nálgast upplýsingar um þessi námskeið á www.gbergmann.is Þar er hægt að skrá sig á póstlista og fá upplýsingar um ýmis námskeið. Austfirðingum til fróðleiks þá kemur námskeiðið aftur austur í október, nú á Reyðarfirði og það verður kynningarfyrirlestur þar fyrir námskeiðið öllum að kostnaðarlausu, þannig að ef menn eru ekki vissir hvort þeir vilja fara er flott að fara á svona fræðslu fyrst.
Ég er ekki á prósentum hehe, mér finnst þetta bara svo skemmtilegt efni og vil koma því sem allra mest áfram til þeirra sem mér þykir vænt um.....
Athugasemdir
Vann með jogamanni Begmann, flottur og hiklaus í orði. Hver finnur sína leið, ef sannfæring er af alhug ertu með annars ei. Solla mín þú hefur alheimskraftinn.
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 04:21
Bergmann en ekki Begmann
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 04:24
Solveig Friðriksdóttir, 9.9.2007 kl. 14:24
Takk fyrir frábært mininámskeið á föstudagskvöldið:)Þetta var fínt kvöld og vinakeðjuleikurinn SNILLD:)Bestu kveðju frá mér til þín:)
Guffa (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:19
Sæl til baka. Mér fannst þetta mjög gaman. Gott innlegg í reynslubankann hjá mér þar sem ég er ekki orðin sjóuð í þessum bransa og frábært hvað allar voru til í að skvera sig úr fötunum til að ná sem lengstri keðju.
Solveig Friðriksdóttir, 9.9.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.