Afmæli, skólaganga og pússl...

Friðrik hélt upp á átta ára afmælið sitt á þriðjudaginn fyrir vinina en fjölskyldan kom daginn fyrir sjálfan stóra daginn. Nú tekur við smá bið þar til hann fer að undirbúa jólin, alltaf nokkrum skrefum á undan sér en ég reyni hvað ég get til að halda honum í núinu og kenna honum að njóta dagsins í dag og auðvitað að hugsa fram á við. Eitthvað er hann hugsi þar sem hann starir á afmælisorminn (kakan) sinn, eflaust að skipuleggja eitthvað.  Að venju var heilmikið fjör og í lokin öttu afmælisgestir kappi í Sing star og  var það hin mesta skemmtun.  Nú er  gaurinn að spá og spekúleraFriðrik afmælisbarn hvað á að gera við afmælispeninginn, er nú ekki alveg sáttur við að leggja hluta fyrir á einhverja bankabók. 

 Dýrunn hóf skólagöngu sína í gær og gekk sú byrjun ljómandi vel. Þau fengu bækur og spjall og skoðuðu skólann.  Hún er í stofu með Friðrik því 1.-3. bekk er kennt saman. Þar eru alls tíu krakkar og níu af þeim börn kennara eða starfsfólks. Það gæti orðið stuð þegar bankið byrjar á kennarastofunni, "Get ég fengið að tala við mömmu". Þetta er eitt af því sem ræða þarf sérstaklega á hverju hausti og tekst mis vel til eins og gengur. Hér sjáið þið Dýrunni, Mána og Kolbrúnu, fríður en fámennur hópur og það er það sem við sjáum í þróuninni okkar því miður. Þar sem unga fólkið kemur ekki aftur og engin nýliðun verður fæðast ekki mörg börn. Það er bara einn og einn móhíkani eins og ég sem komu heim og það var af því ég var að elta ástina, var á góðri leið með að festa mínar rætur í höfuðborginni.   Ég var í stærsta bekk sem verið hefur í Grunnskólanum ever og við vorum 14 stykki, næst stærsti bekkur taldi 12 og þar var Sóli bróðir. Þetta verður seint slegið.

Dýrunn var svolítið lítil í sér  í hádeginu og sagðist ekki vilja vera í skóla, það væri leiðinlegt að læra. Ég hef litlar áhyggjur Ágúst 027af því, hún er nefnilega kýrskír eins og foreldrarnir og ekki þarf mikla stafainnlögn þar sem hún les það sem hún þarf daman og er dugleg og samviskusöm. 

Ég ætlaði að skella inn myndum af litla "barnabarninu" en þær voru allar á hreyfingu. Kisa passar hann vel og verður voða stressuð þegar einhver er að knúsa Sóla litla. Lýsing Dýrunnar hefur aðeins breyst og í fyrradag sagði hún "Hann er ekki lengur eins og rotta, hann er eins og lítil feit rotta". Eins og gefur að skilja fær hann næga næringu þar sem hann á engin systkin.

Ég pússla og pússla (aldrei viss hvort það er eitt eða tvö s) þessa dagana, heimilishaldinu, lestur á jógaheimspeki og ástundun, stundaskránni í skólanum, hvar og hvenær ég ætla að kenna jóga, herbal fundi og skóla og þar fram eftir götunum. Það smellur einn og einn "kubbur" á réttan stað smátt og smátt. 

Um helgina verð ég með fræðslu um slökun, einfaldar æfingar og slökun á Eiðum þar sem krabbameinssjúkir og aðstandendur koma saman og hafa það notalegt. Það er spennandi verkefni.

Á döfinni er 75 ára afmæli mömmu og þar sem hún vill ekki vera með neitt umstang erum við systkinin að spá og spekúlegra hvernig við getum gert henni daginn ánægjulegan. Nánar um það síðar...

 Haldið áfram að týna ber Tounge Með vinstri eða hægri.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með soninn! Já og skólagöngu dótturinnar.  

Árgangur okkar Sólmundar taldi reyndar 13 manns og stundum 14 þegar aukabörn komu á Stöddann, s.s. Sammi systursonur hennar Ingu í Bjarmó einn vetur og Helga Björg Eiríks. 

Gott að Sóli litli dafnar vel. Nú þurfa menn víst að gæta að holdafari kattanna. Ég heyrði í fréttum um daginn að mikill meirihluti heimiliskatta á Íslandi væri langt yfir kjörþyngd. En þú verður nú ekki í vandræðum með það - gefur þeim bara Herba í hádeginu ;-)

Góða helgi!

Hallan (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Já það bættust stundum við aukabörn hjá okkur líka um skemmri tíma. Við fermdumst 16 í gömlu kirkjunni því það komu tveir strákar frá Fásk. Það var örlítið þröngt við altarið og ég man að ég leit eitthvað til hliðar fram í kirkju og var svo stíf að ég festist næstum því í stöðunni. Hefði verið flott að þurfa að halla sér fram á altarið til að taka við sakramentinu í öllum þrengslunum. 

Já það er ofneysla hjá bæði mönnum og dýrum og  maður er nú alltaf að reyna að tileinka sér það er að meðalhófið er alltaf best, en einhvern veginn reynist það stundum erfitt.  Sumir hafa reyndar gefið dýrunum sínum Herbalife og þau dafnað vel og það er stundum sagt í gríni að við  hugsum  meira um að dýrin fái hollt og gott fæði en gleymum okkur sjálfum. Góða helgi sömuleiðis.

Solveig Friðriksdóttir, 24.8.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband