Málað í blíðunni

Nú tekur Hólaland 18 heilmiklum breytingum þessa dagana, bóndinn er sem sagt byrjaður að mála. Það voru að sjálfsögðu heilmiklar vangaveltur varðandi litaval og hjónin ekki alltaf sammála. Um tíma leit út fyrir að verkið félli niður þar sem ekki hefði tekist að velja lit. Nei ég er nú að ýkja aðeins en við vorum nokkuð sammála um að skipta rauða litnum (við gluggana) út fyrir grænum (samruni Herba og Framsóknar hehe) . Jósef kom með prufur sem áttu að fara við gluggana og við þakskeggið og neðri hluta hússinns, en Oh my god, það kom allt öðru vísi út en á spjaldinu og Sollan sagði nei takk. Báðir voru of skærir og sá hvíti of hvítur.  Þá ákváðum við að hafa bara tvo liti, grænt og marmarahvítt einhvernveginn. Jósef kom aftur með prufur og enn var græni liturinn Oh my god, alveg ómögulegur. Ég sat yfir litaspjöldunum enn eitt kvöldið og valdi þriðja litinn og viti menn hann féll í kramið.  Verkið er á því stigi að það er búið að bletta mest allt og  komin ein umferð á innri, efri og ytri hliðina og sá græni kemur í lokin. Hérna sjáið þið hann við verkið.Ágúst 003

Jósef var bullsveittur í blíðunni í gær að mála og ég held svei mér þá að þetta hafi verið einn allra besti dagur sumarsins. Annars er erfitt að meta það því það eru svo margir yndislegir dagar sem þetta blessaða sumar hefur boðið okkur. Það er sama blíðan í dag en Jósef er búinn í fríinu í bili svo hann tekur syrpur á kvöldin eftir því sem veður leyfir.

Við vorum heima um Verslunarmannahelgina og höfðum það mjög náðugt svo náðugt að ég er eiginlega búin að fá nóg af aðgerðarleysi og letilífi hehe. Við fengum gesti á föstudag sem gistu eina nótt á yfirferð sinni um Austur og Norðurland og það var mjög gaman. Og þar sem sundlaugin okkar var ekki opin þessa dýrðardaga sökum manneklu fórum við í sund á Breiðdalsvík, fengum súpu og brauð hjá Helgu og Ingólfi og enduðum á Kaffi Margrét í kakó og kökum. Nammi namm...

Meðan bóndinn málaði í gær hafði ég ekki samvisku í að liggja í leti lengur og fékk hekkklippurnar lánaðar hjá Sjonna bró. Ég réðst á runnana og þar var af nógu að taka. Vöðvabólgan leyfði ekki að ég færi allan hringinn svo ég klára það í dag en þetta var til þess að ég druslaðist á dýnuna og gerði jógaæfingar til að liðka mig og vaknaði óvenju snemma í morgun og skellti mér á dýnuna.  Ég er alveg svakalega stirð þessa dagana en það stendur  til bóta. Nú styttist í að ég byrji með tíma í íþróttahúsinu og svo er ég að horfa til Reyðarfjarðar líka. Þá liðkast nú skrokkurinn fljótt. Þegar Dýrunn sá runnann sagði hún "Vá, þetta er alveg eins og í Over the hedge" og fyrir foreldra sem hafa séð þá mynd getið þið ímyndað ykkur hvað runnarnir voru flottir hehe. 

 Leiðin liggur norður um næstu helgi og er Friðrik að fara að keppa á Króksmótinu. Það er nú líkast til mikill spenningur og tók kappinn sig til og lét klippa sig um daginn alveg stutt. Vinur hans kom stuttklipptur heim eftir sumardvöl fyrir sunnan og honum leist miklu betur á að hafa svona stutt. Ó þetta gladdi móðurina mikið því á hverjum degi var ströggl og barátta við að greiða lubbann og það var ekki alveg skilningur á að þó menn séu að safna þá þarf samt að snyrta hárið mjög reglulega o.s.frv. Það besta er að þetta var hans ákvörðun Happy

Sendi ykkur sólarkveðjur inn í daginn....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kraftur er þetta í mannskapnum! Jósef smekklegur í smekkbuxunum...en hvar er myndin af þér með klippurnar? Lágmark að smella einni af runnanum svo maður hafi viðmið við garðstörfin hérna á syðri kantinum!

Hallan (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Heyrðu ljúfan, þetta var nú eiginlega neðan beltis, því þó runninn sé orðinn afskaplega fagur þá kom nú í ljós gras sem "gleymdist" að reyta í vor og ýmislegt sem þætti of gróskulegt í garðinum yfirhöfuð. Ég hugsa að meira hafi verið dedúað í garðinum þarna sunnan heiða en ég er bara svo stolt þegar eitthvað gerist hér á bæ hehe. 

Solveig Friðriksdóttir, 7.8.2007 kl. 23:14

3 identicon

Væri ekki fínt að Jósef kláraði þá fyrir pabba af því hann er hvort eð er að mála.. :) eða hvað?

Dandý (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 14:33

4 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Það er spurning. Ætli hann verði ekki búinn að fá nóg eftir þessa yfirferð enda heilmikið stigabras að mála svona ferlíki.

Solveig Friðriksdóttir, 8.8.2007 kl. 17:07

5 identicon

Hæ Solla beib.. :)

Snilldarmyndir af honum Jobba í málarasmekkbuxunum.. En myndin af ykkur úr Eightís partýinu er gargandi snilld :)

Sjáumst hressar

Kv, From Ál-town

Jóhanna Dreifbýlistútta (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband