-Mosfell í blíðunni-

Júlí 044Jæja, nú er kerlan aðeins farin að narta í göngu markmið sumarsins. Ekki seinna vænna. Það eru Mosfell, Steðji og Sauðabólstindur sem ætlunin er að klífa. Ákveðið var að byrja á Mosfellinu sem er hlutfallslega stysta gangan af þessum þremur og ég tók fjölskylduna með mér. Ætlunin var að fara þetta í rólegheitum þar sem sumir eru með stuttar fætur og aðrir svolítið stóra bumbu og ekki í formi. Friðrik forystusauður var ekki eins brattur og áætlað var og varð fljótt mjög þreyttur. Þess ber að geta að lofthitinn þennan morgun var um 20 gráður og varla vindur og hann hlýr líka svo þetta var nokkuð strembið. Sú sem pakkaði í bakpokann (ég semsagt) tók ekki nægilegt vatn fyrir þennan hita svo við fórum ekki alveg á toppinn. Við áttum ca 1/3 eftir þegar smáfólkið neitaði að halda lengra og við átum nestið og kláruðum vatnið.  Röltum svo innar í Súlnadalinn og niður að ánni. Þar bættum við á brúsana og krakkarnir sulluðu í læknum meðan við hjónin sóluðum okkur. Það er ótrúlega fallegt á þessu svæði og Súlnadalurinn sem lætur ekki mikið yfir sér séð héðan úr þorpinu er ótrúlega drjúgur og fallegur.
Júlí 053
 
Þarna eru krakkarnir að þerra tærnar eftir sullið í ísköldum læknum. Til að særa ekki blygðunarkennda lesenda eru ekki birtar myndir af fullorðna fólkinu sem gat ekki annað en fækkað fötum í þessum hita.Tounge
 
Þetta var yndislegasti sumardagurinn sem ég hef upplifað hér í sumar þó það sé búið að vera sólríkt og mjög fínt en þá kælir utangolan alltaf aðeins. Þrátt fyrir að við kæmumst ekki á toppinn voru menn ekki af baki dottnir og ætluðu að skella sér á Steðjann á sunnudeginum, ja eða Sauðabólstind. Það var ekki alveg á planinu og  við mæðgurnar létum okkur nægja að rölta upp að Svartafossi meðan Friðrik var í berjamó með frændum sínum að sunnan og Jósef yfir Formúlunni. Það var líka blíða í gær en þokan var ansi áleitin og dugleg að kæla svæðið. 
 
Núna er ég að þvo ferðafötin mín því ég flýg til Köln eldsnemma á fimmtudagsmorgun eins og áður sagði og er að tína til það sem fer í töskuna. Alltaf er verið að reyna að pakka eins létt og mögulegt er og það er ekki flókið að pakka bara fyrir sig einan, yfirleitt er ég að pakka fyrir fjóra og þá þarf að muna eftir ansi mörgu.  Þetta verður dejligt og ég vona að rigningin sé ekki að angra Kölnarbúa og að Rín haldi sig á mottunni, að minnsta kosti meðan ég verð þarna hehe.
 
Að sjálfsögðu er það fjörðurinn fríði sem rekur lestina í þessum pistli. Hafið það gott og ég bið að heilsa þar til næst..... Júlí 046
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú hefur ekki gleymt myndavélinni eins og við feðgar fyrir nokkrum árum er við lögðum undir okkur Súlnadalinn.Ég er sammála.Dalurinn er mikill og fallegur.

Sigurjón Friðriksson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Nei ég gleymdi henni ekki og það er ótrúlega fallegt þarna. Hlakka til þegar ég kemst alveg á toppinn. Þú skellir þér kannski bara með okkur systrum þegar við ráðumst á Sauðabólstindinn ?? Ég á eftir að bjóða Áslaugu, höfum kannski systkinaferð bara  

Solveig Friðriksdóttir, 25.7.2007 kl. 13:24

3 identicon

Til í það

Sigurjón Friðriksson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:09

4 identicon

Þetta væri gaman..

Áslaug Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband