Litla aðstoðarkonan mín

Júlí 004Ég er búin að fá frábæran lagerstjóra á Herbalife lagerinn minn. Hún Dýrunn merkir hverja vöru samviskusamlega þegar þær koma úr vöruhúsinu og væri til í að þær væru fleiri. Allir bæklingar eru þrælmerktir af henni og ég hef varla undan að prenta út límmiða með upplýsingum um mig. Þið sjáið hana hér að störfum.

Ég fer kannski að titla mig Solla Fr. og co eða bíð bara þar til hún hefur aldur til að starfa með mér opinberlega. Um tíma var framtíðarplanið hennar að verða Herbalife kona og læknir, ekki slæmt þó í dag séu nú oft árekstrar milli þessara stétta. Samt eru sumir læknar að átta sig á því hvað næringin skiptir miklu máli og úti í heimi er fullt af læknum sem starfa í Herbalinu.

 Júlí 005

 

 Ég lagði reyndar upp með annan pistil í morgunsárið og var búin að skrifa helling sem tapaðist út vegna tengingarörðugleika. Það tengdist nýju augunum og hvað vaninn er sterkur því þremur vikum síðar er ég enn að reyna að ná af mér "gleraugunum" þegar ég hreinsa á mér andlitið á kvöldin, skondið en ekki skrýtið þar sem þau hafa verið hluti af mér frá ellefu ára aldri.

 Það er heilmikil gestahelgi framundan, Beggi bróðir með sína fjölskyldu og Diddi bróðir með sína fjölskyldu, samtals níu manns. Þegar gesti ber að garði fer maður að hugsa í mat, ótrúlegt en menn verða víst að nærast og oft er tækifærið notað þegar stór hluti fjölskyldunnar kemur saman og eldað eitthvað gott. Þetta er heilmikil upplyfting og ekki mikið mál þegar rýmið er nægilegt. Á Leynimelnum var það heilmikið mál að fá næturgesti en hér er meira en nóg rými og það er frábært. 

Það styttist í ferðina mína til Köln á Extravaganza, júhú það verður geggjað. Það eru bara 16 þúsund manns búnir að skrá sig og alveg að verða uppselt. Íslendingarnir verða í VIP sætum svo við þurfum ekkert að bíða í röð og slást um að ná sætum fyrir allan hópinn, dejligt. Það væri kannski ekki vitlaust að dusta rykið af þýskukunnáttunni sinni en ég man nú ákveðin grunnatriði "Ein Bier, bitte" osfrv... hehe, þetta er skemmtiferð  ásamt allri jákvæðu hleðslunni. 

Smá speki í lokin um brosið úr bókinni Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie

  • Það kostar ekkert en ávinnur mikið. Það auðgar þá sem fá það án þess að svipta þá neinu sem veita það.
  • Það gerist í einni svipan en minningin um það geymist oft ævilangt.
  • Enginn er svo ríkur að hann geti verið án þess og enginn er svo fátækur en verður ríkari fyrir vikið.
  • Það skapar hamingju á heimilum, góðvilja í viðskiptum og er vináttuvottur.
  • Það er þreyttum hvíld, dagsbirta þeim sem dapur er, sólskin þess sorgmædda og vörn í öllu mótlæti.
  • Það verður ekki keypt, ekki betlað eða leigt eða stolið, því að það er engum neins veraldlegs virði, fyrr en hann hefur gefið það öðrum.
  • Og ef einhver afgreiðslumaður skyldi vera svo önnum kafinn í ösinni að hann sé of þreyttur til þess að brosa til þín, viltu þá skilja eitt af þínum brosum eftir?
  • Því enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem á ekkert bros eftir til að gefa !

GrinBrostu Grin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég brosi alltaf þegar ég les pistlana þína sem eru fullir af skemmtilegheitum.

Sjonni (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Takk kæri bróðir, ég hlýt að vera svona skemmtileg hehe

Solveig Friðriksdóttir, 11.7.2007 kl. 12:57

3 identicon

Sæl Solla.

Oooo svo mikið æði að kíkja á síðuna þína. Innilega enn og aftur til lukku með nýju augun. þetta hlítur að vera þvílíkur munur fyrir þig. bara æði  En já bros... skiptir öllu máli og jákvæð hugsun... Hefur þú prufað, ef þú átt slæman dag og gleði og bros er ekki efst í huga þér. að brosa allan hringin í smá stund og líta svo í spegill? hehe þetta bara virkar... deginu er bjargað. vá hvað ég er klikkuð. en allavena njóttu dagsins Solla og hlakka til að fara til Köln með ykkur.

kær kveðja, Þuríður Ósk

Þuríður Ósk Elíasdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 17:45

4 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Ég prófa þetta næst, sem betur fer eru sólardagarnir í tilverunni fleiri en sólarlausu en það dimmir stundum yfir og þá er ótrúlegt hvað það er auðvelt að snúa því. Þetta sjáum við með blessuð börnin, það er ekki erfitt að snúa þeim úr fýlunni. Það stjórnar enginn annar því hvernig manni  líður en maður sjálfur. Þó margir vilji nú kenna veðrinu um, pirrandi fólki eða dittinn og dattinn þá er það undir okkur og engum öðrum komið hvernig við bregðumst við. Þetta vitum við svo vel hehe. 

Hlakka til að vera með ykkur í Köln, ég held meira að segja að við séum á sama hóteli svo það er líklegt að leiðir okkar liggi töluvert saman . Sjáumst! 

Solveig Friðriksdóttir, 11.7.2007 kl. 21:13

5 identicon

Er ekki nauðsynlegt að hafa það "ein grossen bier"? 

Hilsen, Halla "sys"

Halla K (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 23:21

6 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Ekki spurning

Solveig Friðriksdóttir, 14.7.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband