Hvetjandi speki
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Litla bláa bókin frá Bryan Tracy er ótrúlega mögnuð. Í dag snýst spekin um þekkingu eða menntun. Ég held spakmælunum á enskunni því ég er hrædd um að tapa neistanum ef ég skelli þeim yfir á ástkæra ylhýra.
" The great breakthrough in your life comes when you realize that you can learn anything you need to learn to accomplish any goal that you set for yourself. This means there are no limits on what you can be, have or do".
" Learn something new. Try something different. Convince yourself that you have no limits".
" Be að lifelong student. The more you learn, the more you earn and the more self-confidence you will have.
Þá er bara að skella sér af stað og stúdera eitthvað spennandi. Ég ætla að stúdera Dale Carnegie næstu dagana og lesa Vinsældir og áhrif í fjölskyldufríinu. Ég flyt fyrirlestur úr hluta af henni 3. júlí og ekki seinna vænna að byrja að undirbúa sig.
Planið er líka að sóla sig og slappa af í sundlauginni seinnipartinn.
Njótið dagsins !
Athugasemdir
Hæ Solla mín. Ég hef farið á Dale Carnegie námskeið og fannst það frábært. Reyndar held ég að allir hefðu gott af smá egó bústi... í einhverju formi. Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Krísuvíkursamtökunum og þar eru allskyns námskeið og fl til að bæta egóið.... Ég taldi mig nú þokkalega mikið montprik en þetta er snilldin eina... vonandi fer ég nú að mæta á stöddann.. sjáumst þá.
og halló kalló.. www.blog.central.is/hha hér er ég
Helga Antons (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 22:39
Sæl Helga. Áformin mín um bók breyttust og ég er að lesa Lífsgleði njóttu því hin var í útláni. Þetta eru bækur sem er algjört must að eiga og lesa oft og reglulega. Ég ætla að safna þeim smátt og smátt ekki spurning. Sjáumst á Stödda.
Solveig Friðriksdóttir, 19.6.2007 kl. 09:41
Þetta er nú ekki alveg í takt við það sem á okkur dundi í uppeldinu, bæði hvað varðar egóið og menntunina. Við höfum oft rætt um hve lítið var gert í að bústa upp egóið (góð íslenska :)) enda lítill tíminn til að hugsa um slíkt fánýti þegar allt snerist um að moka fiskinum á þurrt og koma honum í gegnum vinnsluferlið. Svo man ég eftir því þegar var verið að tala um einhvern frænda okkar sem var við nám einhversstaðar í Skandinavíu og var svo kallaður ,,eilífiðarstúdent" en það þýddi á þeim tíma letingi og furðufugl, eða eitthvað í þá áttina.
En nú erum við sammála um að maður á að vera alla ævi að bæta þekkingu sína og þekking er það sem gerir okkur að því sem við erum. Við skulum vera stolt af því að tilheyra þjóð sem hefur átt heimsmetið í almennu læsi árhundruðum saman. Og í lokin smá spakmæli í anda umræðunnar: Stærsta hindrunin sem maður mætir á lífsleiðinni er maður sjálfur!
Sólmundur Friðriksson, 21.6.2007 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.