Málhalta hænan....með O-i

Já ég "elska" samstarfsfólk mitt eða réttara sagt samstarfs konur mínar. Eða þannig. 

Í gær var ég í miðri spurningakeppni á Keppnisdögum í skólanum þegar Gurra læddist inn í stofu til mín.  Þegar spurningaliðnum sem við vorum í var lokið segir hún "Þú átt að fara í Landann". "Ha, Landann, af hverju ekki þú?" (Fermingarkrakkarnir voru nýbúnir að vera í tökum hjá þeim og ég tengdi þetta við það).  "Nei, þú átt að fara" sagði hún og ýtti mér fram og tók við keppninni.  

Þegar fram kom, kom upp úr dúrnum að engin af mínum samstarfskonum þorði að svara spurningum Gísla.   Ég lét tilleiðast og sagði honum jafnframt að mér þætti ekkert leiðinlegt að tala en að tala óundirbúið þá væri ég hálf málhölt.

"Þetta verður allt í lagi" sagði hann "og ekkert verra að tala óundiðbúið"  Svo var kameran stillt, allt sett í gang, ég spurð að nafni og hvort það væri með O eða Ó (sem mér þótti gífurlega vænt um) og svo man ég ekki mikið meira.........   Nei, djók, auðvitað man ég meira, efnahagsástandið, kosningar..... ble ble ble en ég vona svo sannarlega að fólk verði mjög upptekið að kvöldi skírdags ef þetta verður í þeim þætti eða að þeir týni upptökunni eða hún skemmist á einhvern hátt.  Því ég málhaltaðist svolítið á köflum, átti erfitt með að klára setningarnar og er alveg einstaklega ómálefnaleg og NEI, ég er ekki búin að gera upp við mig hvað í kýs í næstu kosningum.   Ég er líka ákveðinn fullkomnunarsinni og í allan gærdag fann ég snilldarsvörin við spurningum Gísla. 

En ég get þó huggað mig við það að í mínu fyrsta sjónvarpsviðtali á ævinni var ég  nýklippt og var bara með huggulegasta móti þennan dag. Miklu huggulegri en allar samstarfskonur mínar til samans (Vó hvað ég vona að þær lesi þetta) Kannski verður mér bara boðin vinna í Landanum CoolPabbi vildi alltaf að ég yrði sjónvarpsþula. Sennilega svo hann gæti séð litluna sína oftar þegar hún var í Reykjavíkinni.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hlakka ég til að sjá þessa vel til höfðu dömu í Landanum :-)

Kossar og knús, Iðunn

Iðunn Geirs (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 23:05

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Takk Iðunn mín, lækkaðu bara í varpinu á meðan þú dáist að mér :)

Solveig Friðriksdóttir, 18.3.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband