Í spennitreyju......

Fyrir nokkru ákvað ég að skarta íslenska búningnum sem ég "erfði" frá mömmu í fermingunni hans Friðriks.  Ég hef einu sinni brúkað hann og man hvað mér var létt að komast úr honum árið 1990 þegar ég vígði hann sem nýstúdent. Úff og púff.  

Mér fannst ég feit í þá daga (já ótrúlegt) en þar sem ég er í dag svo hoj og slank í eigin augum hvaflaði það ekki að mér að þetta yrði mikið problem.  Ég hef mátað pilsið og það er svona mis þröngt en sleppur alveg með lagni.  Í morgun ætlaði ég að taka allan pakkann á þetta og fara í vestið líka.  Jahá, pilsið sleppur en eitthvað fyllti barmurinn og efri maginn (eins og mamma kallar hann) aðeins of mikið út í allt saman.  Ég náði nú að þræða hann saman að framan og reyrði barminn niður en náði ekki að krækja honum saman neðst, þarna yfir efri magann.  

Þegar þarna var komið sögu ákvað ég að glíma ekki við að renna vestinu á pilsið enda var ég farin að svitna af áreynslu.

Næst var það svuntan. Að sjálfsögðu er hún ekki bundin heldur fest með tölu og ég held svei mér þá að hún hafi hlaupið í skápnum í öll þessi ár sem hún hefur verið í geymslu. Það getur ekki annað verið.  Ég tróð henni í strenginn til að festa hana og tók til við belið. Til allrar guðs lukku er það úr teygju svo það komst utan um allt klúðrið án nokkurra vandræða.

Þetta leit bara nokkuð út þó ýmislegt væri fiffað og ekkert almennilega fest - allar þessar fleirihundruð og fjörutíu krækjur út og suður svo allt hangi nú vel saman og rennilásar.  Ég var mjög ánægð með útkomuna og ætla að sjálfsögðu að skarta honum.

Þá var punkturinn yfir I-ið, sjálf skotthúfan með eldgamla silfurhólkinum. Ég skartaði henni ekki þegar ég útskrifaðist heldur stúdentshúfunni.  Já, nei - hún fær ekki að vera með því ég breytist í þvílíka lummu að það hálfa væri nóg. Ég er frekar höfuðsmá og ekki með þykkan hárlubba og ég er eins og kjáni þegar ég er komin með húfuna.  Ég legg ekki meira á ykkur og hún verður heima. 

En þessa sentimetra sem upp á vantar ætla ég ekki að fá hjá saumakonu eða með einhverjum reddingum hér og þar heldur að taka á honum stóra mínum og skvera eins og 2-4 sm af efri vömbinni, kannski smá af þeirri neðri.  Hún hefur nefnilega verið að síga upp á við í kæruleysinu sem ég hef leyft mér síðustu vikur.  Til þess þarf fókus, skipulag inn í daginn, Herbann sterkan inn, drekka vel, borða vel af ávöxtum og drjúgan skammt af grænmeti með hádegis eða kvöldmatnum. Ekkert mál, bara skemmtileg áskorun.

  Mæling í fyrramálið - ég ætla ekki að setja inn myndir LoL  Það verða bara fermingarmyndirnar þegar þar að kemur.

Ég er samt komin með kjól fyrir veisluna sjálfa, skipti eftir messuna svo ég geti náð upp súrefnismettuninni....

 Yfir og út  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegur pistill....Þú verður nú ekki í vandræðum með að ná sentimetrunum af þér.

Áslaug (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 10:32

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Eitthvað skríður þetta rólega af stað hehe.

Solveig Friðriksdóttir, 14.3.2013 kl. 07:08

3 identicon

Góðir hlutir gerast hægt.

Áslaug (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband