Heimaskorinn ostur og heimagerður ís
Laugardagur, 3. nóvember 2012
Þegar við vorum með búðina keypti kona nokkur alltaf heimaskorinn ost. Þá keyptum við langan ost og hann var svo skorinn í bita eftir óskum viðskiptavinarins. Oft keyptu togararnir þessa stóru osta og svo þessi góða kona. Og heimaskorni osturinn þótti henni miklu betri.
Heimagerður ís er hátíð miðað við margt jukkið sem keypt er dýrum dómum frá ísframleiðendum. Stútfullt af alls kyns aukaefnum, bindiefnum og ég veit ekki hvað og hvað og oft á tíðum t.d. enginn rjómi.
Í rjómaís á að vera rjómi og ég elska heimagerðan ís. Við höfum yfirleitt skellt í slíkan fyrir jólin og önnur hátíðleg tækifæri og nú er Dýrunn mín orðin ansi leikin við framleiðsluna. Hér á myndinni fyrir neðan sést merkingin á nýjasta ísnum hjá kerlu. Ég verð að láta mér nægja að horfa á þau gæða sér á ísnum þar sem hvíti sykurinn er ekki á neyslulistanum hjá mér þessa dagana. Það lá við að Friðrik malaði þegar hann smakkaði áðan svo góður þótti honum ísinn. Ég geri minn ís fyrir jólin og hann er í bígerð í kollinum eins og ýmislegt góðgæti sem er án hvíta sykursins.
Athugasemdir
Talandi um ís.. þá hef ég stundum freistast og keypt ís og þá þann sem heitir Hversdagsís,og fundist hann bara fínn,en svo fyrir stuttu keypti ég eitt box sem ég hafði ekki gert lengi og viti menn ..hann er gjörsamlega orðinn óætur ég hélt að ég hefði óvart dottið í sykurkarið með skeiðinna..... hann var bara sykurleðja og alveg orðin krít hvítur og svona eins og hann hefði þiðnað og frosið aftur, svo var rjómabragðið horfið....greinilega sparnaður í gangi við ísframleyðsluna
Þannig að nú verður það bara heimalagaður ís á borðum eins og fyrir jólin
Herborg (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 14:29
Einmitt, sama hér og engin óþarfa aukaefni. Kannski smá Baileys í Solluísinn :) :)
Solveig Friðriksdóttir, 9.11.2012 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.