Á lífi og vel það :)
Sunnudagur, 11. október 2009
Ég rakst hér inn á flökti mínu um netið og rifjaði upp hvað ég hafði verið liðtæk í blogginu, svo hætti ég bara. Ég tók í það minnsta pásu og spurning er hvort ég kem mér í gírinn aftur. Eitt og eitt trýni rekur enn inn nefið, kannski í þeirri veiku von að ég byrji aftur. Hver veit.
Síðast skrifaði ég um væntanlega fjölgun í garðinum okkar sem varð svo að engu því kisa blessunin náði að hrekja foreldrana úr hreiðrinu og engir urðu ungarnir. Blátoppurinn var svo fjarlægður og fékk nýtt heimili niðri við sjávarsíðuna í skrúðgarði Rósu og Zdenek hjá Sætúni.
Já margt gerist á ekki lengri tíma .
Ég bið ykkur vel að lifa í bili og sé til hvað ég nenni að gera í þessum bloggmálum.
Venlig hilsen .................
Athugasemdir
Velkomin til byggða:)
Sjonni (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:19
Ja, gúmorren! Lengi er von á einum, segi ég nú bara :-)
Alltaf gott að sjá að menn gefast ekki alveg upp á bloggheimum - ég finn allavega ekki betri farveg fyrir mig og mín skrif. Fésbókin kemst ekki með tærnar þar sem bloggið hefur hælana, hvað mig snertir.
Tak for sidst min "söster" og ha det bra!
Hallan (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.