Hvert er okkar val?

"Ég hef valið það að vera hamingjusamur". Eitthvað í þessum dúr stendur á forsíðunni á blaðinu Skýjum ofar í flugvélum flugfélagsins þessa dagana.  Mér finnst þetta frábær setning og hún segir svo margt. Við höfum val um það að vera hamingjusöm, óhamingjusöm, fórnarlömb og þar fram eftir götunum.

Sú staða sem ég er í í dag er sköpuð af mér og engum öðrum. Þetta atriði er mér oft hugleikið þegar ég heyri kvart og kvein um að þetta og hitt sé hinum og þessum að kenna.

Ekki þvingaði neinn mig til að borða of mikið á sínum tíma sem varð til þess að ég varð of feit og tapaði stórum hluta heilsunnar. En þökk sé mér tók ég ábyrgðina í eigin hendur sem hefur haft jákvæð áhrif á allt mitt líf. Ef ég hefði ekki gert það væri ég mjög líklega enn í fórnarlambsgírnum.

 Þar sem ég hef lítið verið í spakmælunum upp á síðkastið ætla ég að láta nokkur fylgja sem mér þykja skemmtileg:

  • Þeir sem eyða tímanum í áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um þá, myndu sleppa því ef þeir vissu hve sjaldan aðrir hugsa um þá.  Smile
  • Fúllyndur maður er fangi óvinar sem engin leið er að sleppa frá. SA´DI
  • Hættu að hafa áhyggjur af því sem þú færð engu um breytt því áhyggjur eru eyðandi hugsanir.

Og í lokin eitt gott frá Plató:

  • Sá maður sem veit í að í einu og öllu hann er sinnar gæfu smiður og enginn annar, hefur tamið sér gæfulegustu leiðina til að verða gæfumaður. Sá maður er sonur viskunnar og hófseminnar; sannur mannkostamaður.   

Hvað velur þú ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt hjá þér Solla, það er nefnilega  þannig að við getum stjórnað því sjálf hvernig okkur  líður.

Áslaug (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:33

2 identicon

HEYR !!

Garðar Harðar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:17

3 identicon

Það er bara einn sem stendur við stýrið. Það er maður sjálfur.

Sjonni (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:59

4 identicon

Ég hef bara engu við þetta að bæta, eftir að Sigurjón tjáði sig.

Hilsen

Þóra Björk (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband