Stelpur, til hamingju með daginn...

Haldið ekki að bóndinn hafa keypt þessa líka fínu túlípana handa kerlunni sinni í tilefni konudagsins, já og um leið styrkti hann Foreldrafélag grunnskólans, ekki slæmt.

Hann var svo huggulegur að kaupa þau á föstudag svona til þess að þeir yrðu búnir að opna sig á sjálfan konudaginn, í dag. Enda eru þeir mjög fallegir og verða væntanlega nokkra daga í viðbót.

Afmælisstúss gekk vel, krakkafjörið fjörugt að venju og fjölskylduveislan í gær mjög notaleg. Alltaf er gaman þegar fjölskyldan hittist öll og spjallar og etur eitthvað gott. Við Dýrunn fórum í göngu út í Nýgræðing seinnipartinn í blíðunni og það var mjög hressandi. Ætlunin er að fara karftmeiri rúnt í dag svona aðeins til að leyfa bollunum að sjatna, annað hvort upp að Svartafossi eða eitthvað inn eða úteftir. 

Kerlan svaf út eins og kerlum ber að gera á þessum góða degi og ég svaf alveg til níu. Börnin gistu hjá vinum sínum svo það var enginn að staulast á fætur fyrir allar aldir. Ég rölti fram í eldhús til að sækja mér Aloe vera vatn og svo aftur inn í rúm til að lesa mmmmm, já með pissustoppi reyndar. Jósef var þá í sinni heilsubótargöngu og búinn að setja í eina uppþvottavél (það sem afgangs var frá í gær) og það var enn notalegra Smile

Tveir gaurar úr ferðahóp skólans bönkuðu uppá til að selja bollur. Ég styrki þá á hverju ári og það var mikil gleði á heimilinu. Svo skelli ég í skammt líka, gerði það reyndar á föstudag líka en það kláraðist í afmælinu í gær. Það er því bara bolla bolla, nammi namm, borðaðar með bestu samvisku því það er miklu betra heldur en að burðast með eitthvað samviskubit. Þessi skemmtilegi dagur er bara einu sinni á ári (eða eina helgi, kannski lengur hjá sumum). 

Það var mikil gleði í familíunni í gær þegar myndbandið með Jósef í golfi komst í úrslit í þættinum Fyndnar fjölskyldumyndir á Skjá einum. Við sendum það að gamni okkar, fannst það auðvitað svakalega fyndið sjálfum og þeim hefur greinilega fundist það líka og svo horfum við spennt í næstu viku til að sjá hver vinnur. Allir í fjölskyldunni eru að sjálfsögðu búnir að kjósa eins oft og leyfilegt er. 

Jæja þá er að athuga með bolludeigið og hvort ég get farið að skella eggjunum út í. 

Venlig hilsen........................Solla bolla (fyrrverandi)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hér hafa orðið miklar breytingar á bollubakstri, nú er of mikið að baka heila uppskrift  það er af sem áður var.

Svo er náttlega ferðastússið búið hjá mér.  Ég verð að viðurkenna að mér fannst gaman að standa í þessu þó svo að ég hafi oftast bakað um 300 bollur.

En ég lét Fjólu vita af myndbandinu og ég gat ekki betur skilið á henni að hún skemmti sér konunglega.  

Þóra Bj. (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:18

2 identicon

Takk fyrir síðast. Rosalega góður matur!!

Áslaug (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband