Og hún lækkar enn...
Föstudagur, 5. desember 2008
Þegar ég var í námi fyrir norðan eða í Reykjavík fékk ég reglulega fréttir af sólarganginum frá pabba. Eldhúsglugginn vísar út að fjarðarmynninu og með fallegri sýn yfir Kambanesið.
"Jæja, nú skríður hún rétt yfir Hnútuna" eða "Nú kemst hún ekki lengur upp á hálsinn" voru m.a. lýsingar hans á því hvernig staðan var í hvert skipti eftir því sem sólin lækkaði meira og meira. Mér dettur þetta oft í hug á þessum tíma þegar sólin er lægst á lofti og smellti þessari mynd af áðan þegar ég kom heim úr göngutúrnum mínum í kyrrðinni og frostinu.
Alltaf hugsa ég til pabba á þessum tíma og ýmsar minningar rifjast upp. Þó liðin séu 10 ár frá því að hann kvaddi þessa jarðvist kemur söknuðurinn alltaf upp hjá mér á þessum árstíma.
En sú tilfinning sem er efst á baugi er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið þennan yndislega tíma með honum. Þakklæti fyrir allt það veganesti sem ég fékk frá honum. Þakklæti fyrir húmorinn sem hann gaf okkur sinn skammt af og þakklæti fyrir að hafa alltaf trú á mér og því sem ég tók mér fyrir hendur.
Takk takk....
Og hér skellir hún sér nokkuð léttilega yfir hnútuna í dag ..........
Athugasemdir
Já Solla, hans er sárt saknað !!!
Garðar (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:51
Tek undir það.
Sigurjon (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:54
Þar fór góður maður allt of fljótt.
Þóra (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 20:45
Tek undir allt
Kristín (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:41
Ég tek líka undir allt!!
Alda Rut (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.