- Jóga í ágúst -
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Langar að segja ykkur frá því að ég býð upp á jógatíma í ágúst í litla jógalandinu mínu. Nánari upplýsingar á www.jogalandsollu.blogspot.com
Þið afritið þessa slóð bara inn í vafrarann ykkar ef þið viljið kíkja á og skella ykkur í jóga. Ég hef verið að kenna 1-3 og að vera í svona rólegu og notalegu rými gerir ótrúlegustu hluti, meiri einbeiting, meiri upplifun og dásamlegheit í alla staði .
Ég er búin að leggja línurnar með jóganámskeið á Stöðvarfirði á haustönn, byrja í sept. og auglýsi það um miðjan ágúst. Hef ekki ákveðið hvort ég legg land undir fót og fer á aðra firði og það kemur þá í ljós. Mig langar að benda á að það tekur ekki nema um 30 mín að keyra hingað frá Reyðarf. 20 mín frá Fásk. og 15 frá Brv. vegalengdir sem menn sitja ekki fyrir sig í Reykjavíkinni og lítið mál ef 2-3 slá saman.
Eftir bileríið á Mbl hefur ýmislegt dottið út á síðunni minni og ég kíki á það við tækifæri, nenni ekki að stressa mig yfir því enda vera mín hér mér aðallega til gamans.
Hafið það eins og þið viljið um verslunarmannahelgina, gangið hægt um gleðinnar dyr og keyrið miðað við aðstæður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.