-Spakmæli-
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Ég á góða bók sem heitir Vísdóms spor og í henni eru mörg góð spakmæli.
Hér er eitt til þeirra sem hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsa um þá: Þeir sem eyða tímanum í áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um þá, myndu sleppa því ef þeir vissu hve sjaldan aðrir hugsa um þá.
------
Viskan og gæskan eru tvíburasystur og elski maður aðra þeirra, hlýtur maður að elska hina, því þær eru alltaf saman. William Cowper
-------
Besta vitnið um visku einstaklingsins er umburðarlyndi hans gagnvart eigin afglöpum. F.L.R
Og í lokin...
Það hefur ekkert upp á sig að láta reka á reiðanum og dreyma um að verða eitthvað- þú verður að vita hvað þetta eitthvað er.
Athugasemdir
Frábært. Hafðu það gott Solla mín !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.7.2008 kl. 16:40
Góðir punktar Solla
Magnús Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.