Gott ferðanesti...

Þar sem fyriliggjandi er ferðalag og fótboltamót er við hæfi að útbúa eitthvað ferðanesti handa fótboltakappanum og pabbanum til að maula yfir helgina.

 Pizzusnúðar eru alltaf vinsælir, ég fann fína uppskrift og eftir mína meðhöndlun lítur hún svona út (Já ég betrumbæti uppskriftir alltaf eftir mínu höfði).

 

Fótboltapizzusnúðar Sollu

20 gr ger

250 ml volgt vatn

1 tsk salt

2 msk ólivuolía

300 gr hveiti (átti ekki hvítt spelt)

100 gr gróft spelt 

1 msk agave sýróp 

1 egg

Ofan á: 

Ég notaði Hunts pizzusósu.  

Hvítlauksduft og rifinn 17% ost- hægt að nota Mozarella eða pizzuost eða hvað sem hver vill.

Blandist saman líkt og gerdeig Wink.  Látið hefast á volgum stað í 45 mín. Deiginu skipt í tvo hluta, flatt út í ca 35x35 cm ferning. Sósu smurt á, kryddað m. hvítlauksdufti og ostur yfir. Rúllað upp, skorið og látið á plötu og leyft að hefast í 30 mín. Bakað við 180-200 gráður í 12-15 mín, allt eftir ofnum. Hægt að setja rifinn ost ofan á líka.

Útkoman er jummí góðir snúðar, eggið gerir þá svakalega mjúka og þeir eru svakalega góðir. Svakalega svakalega Tounge

Leggjum í hann seinnipartinn..... njótið helgarinnar eins og þið viljið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummmm girnilegt!!

Áslaug (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband