Myndir... smá sýnishorn

Heil og sæl.  

 Við komumst heilu og höldnu heim á Stödda síðastliðinn fimmtudag, lendum á Kef tæplega hálf tvö aðfararnótt þriðjudags enn sveitt eftir hitann í Barcelona. Mikið var gott að finna svalan andvara og ekki var síðra að komast í sturtu í íslensku vatni :) Íslenskt er alltaf best Wink  Eitt skyggði þó á en rétt áður en við lentum í Keflavík uppgötvuðum við að taskan hennar Dýrunnar hefði orðið eftir á flugvellinum. Það var ekkert verðmætt í henni en samt hlutir sem höfðu tilfinningalegt gildi fyrir hana. Eins augnabliks gáleysi og gleymska hjá foreldrunum. Við vorum nefnilega búin að passa farangurinn eins og sjáaldur augna okkar á ferð okkar um Barcelona síðasta daginn okkar svo þetta var hálf kjánalegt.  Það er búið að gráta töskuna "sem ég (Dýrunn) fékk í afmælisgjöf frá Sólmundi" og nýja glossið, nýju spennurnar, litina og litabókina og stílabókina frá Stínu og fleira. Sem betur fer vorum við búin að taka Ipodinn hennar úr áður en við fórum í flugið en það hefði orðið stór sorg.  Svona er þetta og daman eignast nýtt gloss og spennur, liti og þess háttar fyrr en varir.

Við sváfum þá nótt í bænum og héldum svo til Akureyrar seinnipart þriðjudags og dvöldum fram á fimmtudag.

Mikið var gott að koma heim og þó það sé alltaf miklu meira en nóg að gera heimavið eftir svona reisu er það samt gott. Þvottavélin hefur farið ófáa snúninga síðustu daga og er enn að.

Við fengum góða gesti um helgina og þeir tóku þátt í afmælishátíðinni hér um helgina. Haldið var upp á afmæli Súlunnar, Skógræktarfélagsins og sundlaugarinnar. Heilmikið fjör og mjög gaman.

Eitt skyggði þó á ferðalagið en það er að Sóla blessunin virðist hafa farið á flakk. Hún var með góða umsjónarkonu sem kom á hverjum degi og gaf henni að borða og hún komst inn og út niðri í kjallara en hér er á sveimi svartur og hvítur kattarskratti sem fer inn um alla glugga og slæst og ólátast við aðra ketti. Sóla mín er með lítið hjarta og honum hefur líklegast tekist að flæma hana í burtu. Hann gerði sig líklegan til að koma í heimsókn um helgina en fékk ekki blíðar móttökur hjá húsfreyjunni og ef þið sjáið mig koma með látum úr húsinu með vatnskönnu í hendinni þá er ég að flæma hann í burtu. Þetta hefur verið eða er heimilisköttur meira svartur en hvítur og með rauða hálsól. Ég veit að hann er að gera fleirum lífið leitt.

Ég vona þó enn að Sóla kíki við og átti sig á að fólkið hennar er komið heim. Og ef þið sjáið hana skjótast um gráa og hvíta megið þið láta mig vita. Eitt er víst að hún spjallar ekki við ykkur þar sem hún er mjög hvekkt þegar hún er úti eins ljúf og góð sem hún er innandyra.

Ég setti nokkrar myndir í albúm sem hægt er að skoða hér til hliðar. Þetta er bara brotabrot af fílingnum úr ferðinni og ef þið viljið sjá meira eruð þið velkomin í kaffi í Hólalandið.

 Þangað til.... hafið það eins og þið viljið Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband