Handbremsan eða ....

Ég rakst á þessa setningu í gær þegar ég var að lesa í bókinni "The Seven Human Needs" eftir Guðjón Bergmann.

Lágt sjálfsmat er líkt og að keyra í gegnum lífið í handbremsu - Maxwell Maltz

 Ég fór að velta þessu fyrir mér og komst að því að ég sjálf var í handbremsu lengi framan af og á sumum sviðum örlar enn á bremsunni en þar er ég að vinna í því að losa hana því það er svo skratti óþægilegt að komast ekki áfram.

Ég held samt að ansi margir séu í handbremsunni, ég held ekki ég veit það því miður og sorglegt að sjá hvað lágt sjálfsmat og trú á eigin getu á ágæti heftir fólk á mörgum sviðum. Sorglegast þykir mér þó hvað mörg börn sem ég þekki eru með lágt sjálfsmat og ber ugg í brjósti til framtíðar þeirra ef þau fá ekki þá uppbyggingu sem þarf til að verða sterkur einstaklingur í krefjandi samfélagi.

Það eru ótal margar leiðir til að losna úr handbremsunni. Mín leið er að lesa sem mest af efni sem byggir upp og sækja mér jákvæðan og uppbyggjandi félagsskap.  Ég  er búin að komast að því að það er ekki nóg að lesa heldur er nauðsynlegt að nýta sér það markvisst, skrifa niður og vinna verkefnin sem lagt er upp með í hvert sinn. Það er ekki alltaf auðvelt en ávinningurinn gífurlegur.

Þeir sem lesa hvetjandi bækur, fara á námskeið eða hlusta á uppbyggjandi efni kannast væntanlega við Sólbrúnkuáhrifin. Mér finnst þetta yndislegt orð en það lýsir þessu rosalega vel. Nú ætla ég að vitna í bls. 20 í bókinni hans Guðjóns "Þú ert það sem þú hugsar":

Ég þekki svokölluð sólbrúnkuáhrif bóka og námskeiða af eigin raun. Fólk er sólbrúnt og sælt í smá stund eftir að lestri eða þátttöku lýkur en áhrifin eru oft fljót að hverfa. 

"Þú ert það sem þú hugsar" er frábær bók til leggja í hann í þeirri viðleitni að losa handbremsuna smátt og smátt.   Ég er eins og áður sagði með hana til sölu á 2990.- og lofa skjótri og góðri afgreiðslu Smile

Í lokin fylgir hér sólarupprásin á Stöðvarfirði eins og hún leit út fyrir 10 mínútum. Njótið dagsins og losið handbremsuna ! Heart

Sólarupprás 30. oktLjósastaurar eru hluti af tilveru okkar og ég sá enga ásæðu til að brasa við að "fótósjoppa" hann í burtu. Svona er útsýnið af svölunum mínum, úteftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha Sólbrúnkuáhrifin...frábær lýsing !  En svo satt og rétt...maður þarf stöðugt að halda við því sem maður les og lærir.

Kveðja

Halldóra

Halldóra Skúl (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:05

2 identicon

Já Solla mín, þetta er rétt.  Ég hef verið frekar dugleg við að losa handbremsuna, kúpla set í gírinn og bruna af stað hahaha.  Sólbrúnkan er snildar samlíking

Fjóla (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband