Heima er alltaf lang best :)
Sunnudagur, 21. október 2007
Já ég er nýkomin heim eftir enn eina helgardvölina á Stór Reykjavíkursvæðinu. Ferðirnar hafa verið óvenju margar upp á síðkastið en það tengist jú því sem kerlan er að bralla. Ég vinn alltaf að því að komast á mánaðarlegan STS skóla Herbalife sem er sú vítamínsprauta sem ég þarf til að peppa mig áfram, svo voru lokin á jóganáminu um daginn og nú um helgina fór ég í fínstillingu á augunum mínum og tengdi það að sjálfsögðu við Herba skóla. Ég er hagsýn enda ekki annað hægt þegar Flugfélag Íslands er annars vegar með sínum "hagstæðu fargjöldum". Úff það er annar handleggur og ekki á jákvæðum nótum svo ég sleppi honum.
Eftir aðgerðina í júní var enn smá skekkja sem gerði það að verkum að augun mín töluðu ekki alveg saman og ég átti erfitt með að keyra t.d. í myrkri, þreyttist fljótt og sá ekki alveg nógu vel. Ég fór sem sagt í leiðréttingu á föstudagsmorguninn. Sú aðgerð er mjög svipuð þeirri fyrri nema núna sá ég þegar hann var að skera hornhimnuna af auganu (ekki fyrir viðkvæma, Halla nú lokar þú augunum) en fann að sjálfsögðu ekki fyrir því. Þar sem ég er áhugamanneskja um ýmsa hluti fannst mér þetta spennandi. Aðgerðin sjálf tekur nokkrar sekúntur á hvoru auga, hornhimnan er pensluð á og svo hvílir maður sig í Lazy-boy stól um stund. Alveg væri ég til í að eiga einn slíkan og sitja í við stofugluggann með teið mitt og pæla í lífinu. Guðrún frænka mín sótti mig og skultaði á minn dvalarstað, hvar ég tók verkjatöflu og hvíldi mig í ca þrjá tíma. Ég náði meira að segja að sofna og var stálslegin þegar ég vaknaði aftur. Sko ég var fljót að jafna mig eftir hina aðgerðina og fór þá á Herba skóla á öðrum degi og partý um kvöldið en núna á föstudagskvöldið fór ég í pizzu með Sóla, Hildi og Hilmari og svo á World Team og Supervisorskóla hjá hópnum sem ég starfa með í Herbanum og bara í góðum gír. Skellti dropa og dropa í augun á klukkutíma fresti. Sat svo STS skóla frá níu til fjögur á laugardag hvergi bangin. Með þrjá dreifingaraðila með mér og það var æði.
Og það sem ég sé vel, maður lifandi. Mér fannst ég nú sjá þokkalega fyrir utan þessa skekkju en ég sé næstum í gegnum holt og hæðir, nei kannski ekki alveg en svona næstum því.
Ég uppskar líka heilmikið sjálfstraust og viðurkenningu, kom meira að segja heim með bikar sem ég fæ að hafa í mánuð, ég er í viðskiptaliði með vinkonum mínum og við fengum stóra bikarinn fyrir sept mánuð og ég einstaklingsbikarinn. Þetta er stigakeppni og ég útskýri hana eingöngu fyrir Herbalife dreifingaraðilum hehe Ég skelli mynd á síðuna þegar sá stóri kemur í hús en þar sem við erum þrjár um hann skiptum við mánuðinum á milli okkar.
Nú skal spýtt í lófana, markmiðin skoðuð og metið hvert daman er að stefna..... þetta er bara gaman. En auðvitað er alltaf gaman þegar vel gengur og það sem er náttúrulega það skemmtilegasta að það er maður sjálfur sem í það fyrsta ákveður að gera hitt og þetta, framkvæmir og uppsker.
Ég las bókina "Þú ert það sem þú hugsar" um helgina, panta hana eftir helgina hjá Guðjóni svo þið hér fyrir austan getið keypt hana hjá mér, líka bókina "Þekktu sjálfan þig" sem er innsýn í jógaheimspekina og svo DVD jógadiskinn sem Guðjón gaf út fyrir nokkrum árum og hefur nýst mér rosalega vel í heimaástunduninni minni.
Friðrik átti snilldarpunkt á leiðinni upp í Egilsstaði á fimmtudaginn. Hann var að ræða um píanónámið sitt sem hann by the way tekur mjög alvarlega. Svo segir hann "Örvar er oft að fíflast við hina krakkana í píanótímum en ekki hjá mér" "Nú, af hverju ekki" spurðum við. "Sko ég tek þetta alvarlega og ætla að vera fullur í náminu". Svo skildi hann ekkert í því hvað við urðum kímin á svip. Hann stendur sig rosalega vel og er byrjaður að æfa fyrir jólatónleikana, ég hef því afsökun ef einhver heyrir mig raula snemmbúið jólalag. Reyndar hlakka ég mikið til aðventunnar.
Nú ætla ég að njóta þess að vera heima þangað til ég fer að brasa eitthvað næst...
Minni á jóganámskeiðin hér á Stödda og Breiðdalsvík sem byrja á miðvikudag... skrá sig hið fyrsta.
Athugasemdir
Dugnaðarkona ertu mín kæra. Ég renndi rosalega hratt yfir AÐGERÐARTEXTANN, úff. Áfram Solla !
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 14:17
Ég harkaði af mér og las þetta allt frá orði til orðs :-) Krukk í augu er ekki eitthvað sem mér finnst aðlaðandi en ef það er til bóta fyrir viðkomandi þá segi ég pass. Mér sýnist þú sjálf vera ansi "full" í þinni dagskrá miðað við upptalningu hér að ofan og mætti maður örugglega læra eitthvað af markmiðasetningu þinni.
Kveðja á Stöddann!
Hallan (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.