Grafíksetrið
Laugardagur, 29. september 2007
Í gær opnuðu Sólrún sys. og Rikki mágur stórglæsilegt grafíksetur. Unnið hefur verið við framkvæmdir nótt við dag síðustu daga til að klára verkið. Útkoman er vægast sagt góð. Þau opnuðu sýningu í Gallerýinu og þar hafa líka farið fram breytingar, búið að stækka rýmið svo það bíður upp á marga möguleika. Boðið var upp á léttar veitingar og margir mættu á svæðið.
Hér sjáið þið byggingarsöguna í myndum. Þetta er náttúrulega bara flott. Smellið á myndina og þá sjáið þið hana stærri. Kíkið líka á myndirnar hennar Sólrúnar á linknum hér til vinstri, Sólrún sys.
Athugasemdir
Til hamingju systur, þið lyftið gettistaki heldur betur.
Fjóla (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.