Vantar góða fjölskyldu handa Sóla litla !!!
Mánudagur, 24. september 2007
Góðan daginn á mánudagsmorgni. Já nú fer að líða að því að Sóli litli kettlingurinn okkar verði tveggja mánaða og þar með tilbúinn að eignast nýja fjölskyldu. Ef þið vitið um gott fólk sem langar að eignast kisustrák og er tilbúið að hugsa vel um kisustrákinn látið mig endilega vita. Hann er rosalega duglegur, orðinn kassavanur og duglegur að borða. Hann er líka rosa sætur eins og sést hefur hér á myndum úr fyrri færslum. Setjið þetta á bak við eyrað.
Helginni eyddi ég í Reykjavíkinni, flaug á föstudagsmorgni og lét skoða augun í mér. Þau líta vel út nema það er smá skekkja sem ekki tókst að laga svo ég fer í aðra aðgerð í október. Ég finn aðeins fyrir þessu sérstaklega þegar ég þarf að reyna á augun og þá er stundum eins og þau séu ekki alveg að tala saman.
Þessi augnskoðun var að sjálfsögðu tengd Herba skóla og aðgerðin í okt verður það sömuleiðis. Ég hitti fólkið úr mínum nánasta samstarfshóp á föstudagskvöldið og við lékum okkur svolítið saman Á undan skellti ég mér í jógatíma hjá stelpu sem er með mér í náminu og er með jóga í Sporthúsinu. Það var ótrúlega skondið. Það er oft óþægilegt að koma á nýja staði, rata ekki, vita ekki hvar búningsaðstaðan er og hvað þá salurinn. Mér var bent niður og þar tók á móti mér risastór salur fullur af tækjum og fólki að púla undir dúndrandi tónlist. Þetta þótti mér ólíklegur staður fyrir jóga svo ég fór upp, hún sendi mig aftur niður og þá fann ég sal þar sem eitthvað mega púl var að klárast. Ég stóð þar og beið og horfið á ansi huggulega stráka lyfta lóðum í gríð og erg. Svo þegar mér þótti þetta eitthvað grunsamlegt fór ég upp og hitti Ágústu sem átti að vera með tímann. Tíminn átti að vera þarna niðri því salurinn hennar var upptekinn.
Við fórum því í þennan stóra og svitablauta sal með gjörsamlega ómögulegum dýnum til jógaiðkunar. Þetta var því hálfgerður funk tími því dúndurtónlistin yfirgnæfði rólegu tónlistina sem hún var með, ég nota tónlistina hans Mika þegar ég fer á kraftgöngu en ekki í slökun ótrúlega fyndið. Ég fékk samt heilmikið út úr tímanum en aumingja hinar níu konurnar sem voru allar að koma í fyrsta sinn. Ágústa var í hálfgerðu sjokki greyið.
Herbal skólinn var mikið hleðsla og ég tók ákvörðun að skrá mig á World TEam Dublinarskólann í Nóv. Ég var búin að selja mér þá hugmynd að ég kæmist ekki en svo ætla ég að komast og þá er bara að spýta í Herbal lófana. Ég þarf að spýta tvöfalt því mig dauðlangar að taka Jósef með.
Ég átti svo góða stund með vinkonum mínum úr einum saumaklúbbnum mínum um kvöldið. Mikið spjallað og hlegið.
Nú er vikan að komast á fullt, mánudagssæludagur og ég að fara að lyfta tuskunni á loft, ryksuga og þurrka af áður en ég fer að starfa í Herbalinu og öllu hinu.
Njótið vikunnar.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.